Efnisyfirlit

Deila sögu ASÍ

Tímabilið fram til 1940

Á samningafundi kringum 1980. Nafnar að tefla, Guðmundur Þ Jónsson og Guðmundur J. Guðmundsson t.h. Lengst til hægri stendur Benedikt Davíðsson en Magnús L. Sveinsson situr við hlið Guðmundar Þ Jónssonar. Þar á bak við stendur Sigurður Guðmundsson. Skák var mikið iðkuð um þetta leyti í tengslum við samningafundi. Guðmundur Þ Jónsson hefur lýst því svo að þegar hægt gekk á samningafundum og fundir vildu verða langdregnir hafi verið gripið í tafl og spil: „Það var spilað, lagður kapall og teflt. Og margar konur gripu í prjóna. Meðal samningamanna voru ágætir skákmenn, t.d. var Guðmundur J. ágætur skákmaður. Sjálfur var ég líka nokkuð liðtækur og við Guðmundur J. teldum oft saman. Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri, var góður skákmaður, trúlega sá besti í hópnum, og margir fleiri. Menn tóku það ekki alvarlega þótt þeir töpuðu skák, þetta var til gamans gert og drap tímann þegar lítið miðaði í samningum.“

Kjarasamningar og vinnulöggjöf

Saga ASÍ: Til velferðar › Tímabilið frá 1960 og fram til 2010

Kjarasamningar og vinnulöggjöf

Vissulega hefur margt breytzt , en það er spurning hvort það hefur verið til mikila bóta. Breytingin er aðallega sú, að við hverfum inn í samningablokkir verkalýðsfélaganna, og ekki óskað eftir því að við séum svo mikið í verkalýðsbaráttunni sjálfar, stöndum í verkföllum eða öðru slíku. Því er það núorðið svo að það sem næst fram í baráttunni fáum við meira fyrir baráttu annarra en okkar sjálfra.1

Þjóðviljinn 10. mars 1973, 3. Viðtal við Margréti Auðunsdóttir
formann Sóknar.

Samningagerð og samflot

Þróunin varð smám saman sú að heildarsamtök launafólks, svæðasambönd eða sérkjörnar samninganefndir fengu umboð til samningsgerðar fyrir verkalýðshreyfinguna. Hið formlega vald var þó hjá einstökum félögum og e.t.v. samböndum ef einstök félög höfðu framselt samningsrétt tímabundið til þessara aðila. Þessi tilhneiging varð skýr á sjötta og enn frekar á sjöunda áratugnum. Á þeim tíma var lagt kapp á að ná árangri í ýmsum sameiginlegum verkefnum sem voru mikilvæg fyrir hreyfinguna, t.d. húsnæðismálum. Því væri brýnt að hafa átakið samstillt. Lítum nánar á hvernig þessi mál þróuðust.

Undir lok sjötta áratugarins stóðu mál enn þannig að einstök félög eða hópar sömdu út af fyrir sig þó að nokkur reynsla hefði einnig fengist af víðtækri samvinnu. Það var einnig gert árið 1961; hlutverk Alþýðusambandsins var að sjá um viðræður við ríkisstjórnina um ýmis málefni, en þær fóru út um þúfur. Svipað gerðist árið eftir.2 Þegar kjarasamningaviðræður stóðu yfir í lok árs 1963 urðu menn

Sjá m.a. Skýrsla forseta um störf miðstjórnar Alþýðusambands

ásáttir um, að það mundi auðvelda samningastarfið, ef félögin skipuðu sér í hópa, þannig, að þau félög, sem áþekkasta samningsstöðu hefðu og sameiginlega viðsemjendur, skipuðu sér saman að samningaborði og mynduðu eina sameiginlega fylkingu um eina samninganefnd, en síðan yrði kjörin ein allsherjarnefnd fulltrúa frá öllum hópunum, og skyldi hún stuðla að samningum og fara með sameiginleg vandamál verkfallsins.

Þetta varð niðurstaðan og félögin hópuðu sig saman á eftirfarandi hátt: 1) Félög ófaglærðra verkamanna og verkakvenna sem voru með landsnefnd á sínum vegum; 2) félög iðnverkafólks; 3) félög verslunarmanna; 4) félög málmiðnaðarmanna og skipasmiða; 5) félög í byggingariðnaði; 6) félög prentara og bókagerðarmanna; 7) rafvirkjar; og 8) mjólkurfræðingar. Fulltrúar þessara hópa mynduðu svo samstarfsnefnd um afmörkuð mál og starfræktu framkvæmdanefnd, einkum fyrir samræður við ríkisstjórnina. Þetta var því fyrsta eiginlega samflot flestra ASÍ-félaga þó að Alþýðusambandið fengi ekki þetta umboð. Að vísu hljóp snurða á þráðinn í samstarfinu áður en yfir lauk.3

Hannibal Valdimarsson 1964, 14. – ÞÍ. Sameiginlega aðild
verkalýðsfélaga að kjarasamningum 1963. Sögus. verkal. A01:
21/2. Skrifstofa. Atvinnu- og kjaramál. – Skýrsla forseta um
áfram.

Þetta samstarf gekk enn lengra árið eftir og nú var það Alþýðusambandið sem lék aðalhlutverkið og gekk frá rammanum, en einstök félög gengu síðan frá samningum í þeim anda. Þetta var því fyrsta samflot sem Alþýðusambandið leiddi þó að félögin semdu formlega.4 Árið 1965 annaðist 14 manna samninganefnd allra helstu stéttarsambandanna samningaviðræður við ríkisstjórnina, og nefndinni var auk þess ætlað að vera tengiliður á milli samninganefnda sambanda og annarra samningahópa. Það samráð varð þó umfangsminna að þessu sinni en ætlunin hafði verið, en fjórðungssambönd og einstök félög og sérsambönd sömdu hvert fyrir sig, enda aðstæður ólíkar eftir landshlutum.5

Skýrsla forseta um störf miðstjórnar Alþýðusambands Íslands árin
Skýrsla forseta um störf miðstjórnar Alþýðusambands Íslands árin

Fjórðungssamböndin, sérstaklega Alþýðusamband Norðurlands og Alþýðusamband Vestfjarða, höfðu því enn mikilvægu hlutverki að gegna í kjaramálum og samningagerð um þetta leyti og mun lengur þó.6 Sú skoðun var útbreidd að hagsmunir fólks innan og utan höfuðborgarsvæðisins færu ekki að öllu leyti saman. Kristján Ásgeirsson, um skeið formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, staðhæfði m.a. að svo væri: „það hafði svo lítil áhrif í raun og veru fyrir okkar fólk, sem verið var að gera, byggja upp í Breiðholti, smíða tugi íbúða eða eitthvað svoleiðis.“ Kristján átti þá við hinar miklu húsbyggingar sem verkalýðshreyfingin hafði frumkvæði að í Reykjavík á ofanverðum sjöunda áratugnum og öndverðum áttunda áratugnum. Því hefði verkalýðshreyfingin, að minnsta kosti sums staðar úti á landi, beitt sér fyrir því að ná fram hærra kaupi en á suðvesturhorninu. Það tókst, ekki síst vegna þess að víða úti um land var mikil þensla í sjávarútvegi um þetta leyti.7

Sjá m.a. Vinnan XXI (1964), 1.–4. tbl., 22. – Vinnan XXI
(1964), 5.–8. tbl., 5. – Einnig Skýrsla forseta um störf mið-
Þór Indriðason 1996 III, 210–212.

Alþýðusambandið sá að mestu um samningagerðina fyrri hluta árs 1968, enda snerist hún að miklu leyti um verðbætur á laun og atvinnumál, en árið eftir var 16 manna nefnd aðildarfélaga falið að annast samningsgerðina. Árið 1970 hópuðu félög á Suður- og Suðvesturlandi sig saman og einnig félög fyrir norðan og austan, en iðnaðarmenn voru sér. Á þessu var því ýmis gangur enn sem komið var.8

Skýrsla forseta um störf miðstjórnar Alþýðusambands Íslands

Miðstýring í samningamálum jókst enn á áttunda áratugnum, t.d. árið 1971 þegar ASÍ sá um samningsgerðina. Þá var orðið algengast að annaðhvort væri samið fyrir tilstilli samninganefndar Alþýðusambandsins eða landshlutasambanda, sem fyrr getur, t.d. Alþýðusambands Norðurlands sem hafði verið mikilvirkt á því sviði undanfarin ár. Þar hafði um árabil verið mikið samstarf um gerð kjarasamninga, t.d. um miðjan sjöunda áratuginn.9 Árið 1974 sá ASÍ einnig um samningana en stór samninganefnd og þá sérstaklega minni framkvæmdanefnd bar ábyrgð á samningagerðinni.10 Gangur mála var svipaður næstu ár, t.d. fyrir kjarasamninga árið 1975 og 1976, en samhliða voru iðulega gerðir fjölmargir sérsamningar félaga og sérsambanda.11

Sjá m.a. Þingtíðindi 9. þings Alþýðusambands Norðurlands
(1965), 18. – ÞÍ. Alþýðusamband Norðurlands. Lauslegt yfirlit
um starfsemi AN 1968–1972, sent ASÍ í ágúst 1972. Sögus.
verkal. A01: 34/23. Sambönd og félög á Norðurlandi. – ÞÍ.
Fundargerðabók miðstjórnar 1971–1973, 44 og áfram. Sögus.
verkal. A01: 12/4. Yfirstjórn ASÍ. Miðstjórn.
Skýrsla forseta um störf miðstjórnar Alþýðusambands Íslands árin
Skýrsla forseta um störf miðstjórnar Alþýðusambands Íslands árin

Samninganefnd verkalýðsfélaga fyrir norðan og austan á fundi hjá ríkissáttasemjara árið 1964. Fremri röð f.v.: Sveinbjörn Hjálmarsson, Seyðisfirði, Albert Jóhannesson, Húsavík, Óskar Garibaldason, Siglufirði, Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað, Þórir Daníelsson, Akureyri, Björn Jónsson, Akureyri og Guðmundur Einarsson, Siglufirði. Aftari röð f.v.: Jón Ásgeirsson, Hrísey, Páll Árnason, Raufarhöfn, Páll Magnússon, Akureyri og Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði.

Fyrir samningana 1977 var meginþunginn hjá 25 manna samninganefnd sem skipuð var fulltrúum landssambanda og svæðasambanda, auk þess sem tíu fulltrúar voru kosnir af kjaramálaráðstefnu. Þá var auk þess baknefnd sem í voru hátt í 90 manns svo að ekki skorti á að fjöldi fólks tengdist samningagerðinni.12 En sú mun yfirleitt hafa verið raunin að þrátt fyrir að samninganefndir væru stórar var samningagerðin leidd af fámennum hópi.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1977, 14–15.

Fyrir kjarasamninga almennu verkalýðsfélaganna síðla árs 1980 var skipuð nefnd 44 manna sem átti að undirbúa kröfur Alþýðusambandsfélaganna. Sú nefnd skipaði síðan tvær undirnefndir. Önnur þeirra mótaði kjarakröfur, einkum um verðtryggingu launa, en hin nefndin fjallaði um „félags- og löggjafarmálefni“, eins og það var orðað – um margs kyns félagsleg málefni sem verkalýðshreyfingin vildi fá framgengt fyrir tilstilli löggjafans. Síðar var svo boðað til kjaramálaráðstefnu þar sem kröfur hreyfingarinnar voru ræddar.13 Árið 1981 var skipuð stór nefnd, 54 manna, þar sem sátu miðstjórnarmenn ASÍ og fulltrúar landssambanda og félaga með beina aðild að ASÍ. Skiptar skoðanir höfðu reyndar verið um hvernig ætti að standa að málum. Sumir vildu sérsamninga en aðrir samstöðu, enda væru samtökin „sterkust sem ein heild … og ef ekki [yrði] heildarsamflot [væri] erfitt að sjá hvaða hópur treysti sér til þess að vera fyrstur“.14 Alþýðusamband Vestfjarða hafði þó sérstöðu og hvatti aðildarfélög sín til að semja „heima í héraði“, en hafa verður í huga að forystumenn þess voru í „stjórnarandstöðu“ innan Alþýðusambandsins þegar þetta var.

Fréttabréf ASÍ, 26. nóvember 1979, 1–2. – Fréttabréf ASÍ, 14.
desember 1979, 1–2.
Fréttabréf ASÍ, 9. júní 1981, 4. – Fréttabréf ASÍ, 16. október
1981, 1.

Á samningafundi í febrúar 1968, annars vegar 18 manna nefnd ASÍ og hins vegar fulltrúar vinnuveitenda. Við borðsenda hægra megin sitja Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson (t.h.). Vinstra megin við borðið sitja fulltrúar vinnuveitenda: óþekktur, Björgvin Sigurðsson, óþekktur, Stefán Björnsson, Gunnar Guðjónsson, Benedikt Gröndal og Halldór H. Jónsson. Við enda borðsins f.v. eru Sveinn Guðmundsson, Gunnar J. Friðriksson, Þorvarður Alfonsson, Haukur Eggertsson og Ágúst H. Elíasson. Hægra megin við borðið eru fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, talið frá vinstri eru Ragnar Guðleifsson, Benedikt Davíðsson, Magnús L. Sveinsson, Hermann Guðmundsson, Snorri Jónsson, Óðinn Rögnvaldsson og loks Jóna Guðjónsdóttir.

Af þessari lýsingu má ráða að lýðræðislega var staðið að málum. Margir tóku þátt í mótun krafna og í sjálfri samningagerðinni, að minnsta kosti formlega, en þegar á hólminn var komið leiddu fáir samningagerðina. Það hafði þó ekki í för með sér að stóru nefndirnar væru eintóm formlegheit, án raunverulegs tilgangs. Tilvist stóru nefndanna var mikilvæg vegna þess að þá fylgdist fólk með og tók þátt í ferli sem leiddi að lokum til samninga; fólk tók þátt í sáttaferli, var hluti af andrúmslofti, hluti af hugarfarsbreytingu. En stóru nefndirnar höfðu líka það hlutverk að taka afstöðu til þess hvort samningaviðræður væru á réttri leið eða ekki.15

M.a. byggt á samræðum við Ásmund Stefánsson 2011.

Fundir hjá sáttasemjara í febrúar 1976, þétt setinn bekkurinn.

Þegar svona var staðið að málum var eðlilegt að hugað væri einkum að sameiginlegum málum sem voru mikilvæg fyrir alla hreyfinguna, t.d. tryggingu kaupmáttar, húsnæðismálum, lífeyrismálum, vinnuverndarmálum og svo framvegis, en öðrum málum sem vörðuðu sérstaka hagsmuni væri veitt minni athygli.

Sem fyrr getur voru þó ekki allir sáttir við þennan gang mála og töldu sumir að aukin miðstýring leiddi til minna lýðræðis, fámennisstjórnar og óvirkni félagsmanna. Þessi sjónarmið voru áberandi í þeirri róttæknibylgju sem fór yfir landið um og eftir 1970 en líka í kringum 1980. Veruleg andstaða var innan margra stéttarfélaga við samflotin svokölluðu, t.d. innan Félags járniðnaðarmanna á ofanverðum áttunda áratugnum og fram eftir þeim níunda. Forysta félagsins taldi sig hafa „goldið samstöðunnar“.16 Óánægjan var ekki síst sprottin af því að sérkröfur málmiðnaðarmanna væru sniðgengnar og týndust í samflotunum. Óánægja flestra annarra var sprottin af sömu rótum. En þegar á reyndi treysti forysta málmiðnaðarmanna sér þó ekki til að fara eigin leiðir.17

Friðrik G. Olgeirsson 2010, 199–200.
Friðrik G. Olgeirsson 2010, 252–255.

Jóhannes Kr. Sigurgeirsson, hagfræðingur ASÍ, að störfum um 1980. Sérfræðingar fóru að gegna æ meira hlutverki við samningagerð um þetta leyti.

En auk þess var fullyrt að þegar það gerðist að völd færðust „meir en góðu hófi gegnir inn á skrifstofur félaganna“ yrði fólk óstéttvíst og sinnti ekki hagsmunum sínum, sækti ekki fundi eða tæki þátt í umræðum.18 Þetta væri vegna þess að það væri ekki haft með í ráðum og því missti það áhugann á hagsmunabaráttunni. Meðal þeirra sem gerðu snemma uppreisn gegn samflotum voru prentarar en Hið íslenska prentarafélag tók ekki þátt í sameiginlegri samningsgerð árið 1974 og vakti það athygli. Magnús E. Sigurðsson, formaður félagsins, skýrði hver ástæðan væri:

Björn Bjarnason 1974, 21.

Á skrifstofu ASÍ árið 1976. Lengst til vinstri er Ólafur Hannibalsson skrifstofustjóri en til hægri er Kristín Mäntylä. Ólafur er hér á tali við Jón Helga Hálfdanarson bílstjóra sem hefur litið við á skrifstofunni.

Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin háð sína kjarabaráttu að stórum hluta sameinuð undir handleiðslu miðstjórnar ASÍ. Gallar þessarar samstöðu hafa æ betur verið að koma í ljós og eru orsakir þeirra að sjálfsögðu margar. Hinum einstöku verkalýðsfélögum, ekki sízt úti á landsbyggðinni hefur þótt það harla óeðlilegt að fámennur hópur skrifstofumanna skuli semja um kjör þeirra enda hefur það komið æ skýrar í ljós í hversu litlum tengslum margir þessara manna eru við hinn stritandi lýð. Einnig hefur raunin orðið sú að með þessu fyrirkomulagi er ákvörðunarréttur hvers félags stórlega skertur og stundum fótum troðinn. Prentarar, auk margra annarra, hafa ekki fengið hljómgrunn fyrir sínar sérkröfur innan samstöðunnar og hafa þurft að horfa á bak þeim undanfarin ár.19

Vinnan XXIV (1974) 1.–2. tbl., 28.

Ýmsir aðrir úr forystu verkalýðshreyfingarinnar, einkum úr röðum hinna róttækustu innan hennar, settu fram svipaðar skoðanir, t.d. Björgvin Sigurðsson, formaður Bjarma á Stokkseyri. Björgvin fullyrti að hinn almenni félagsmaður væri orðinn allt of óvirkur og væri orsökin sú að samningagerðin væri orðin flókin og of mikil skriffinnska fylgdi henni: „Útreikningar hálærðra manna, sem fram eru settir fyrir verkafólk sem óskeikul lífsspeki, en sem í sjálfum veruleika lífsafkomunnar stangast á við staðreyndir, verða til að veikja trú launþegans á gildi samtakanna.“20 Iðulega var því bent á að heppilegra væri að einstök félög eða sambönd semdu hvert fyrir sig vegna þess að heildarsamningar tryggðu ekki hag allra. Þessi atriði hafði Kjartan Guðjónsson, formaður Bárunnar á Eyrarbakka, í huga árið 1974 þegar hann staðhæfði að byggingar í Breiðholti væru „engin kjarabót fyrir verkafólk á Eyrarbakka“.21 Ekki verður þó sagt að reynt hafi verið að þagga þessa gagnrýni niður innan verkalýðshreyfingarinnar, hún birtist ekki síst í blaði Alþýðusambandsins, Vinnunni.

Vinnan XXIV (1974) 1.–2. tbl., 29.
Vinnan XXIV (1974) 3. tbl., 12.

Hér toguðust á tvenns konar sjónarmið, annars vegar að vera sem næst félagsmanninum og gæta að sérstöðunni en hins vegar að tryggja styrk víðtækrar samstöðu og ná árangri í mikilvægum sameiginlegum málum allrar hreyfingarinnar. Tekist var á um þessi málefni innan verkalýðshreyfingarinnar og Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri ASÍ á þeim tíma, svaraði fyrir hönd sambandsins. Ólafur hafnaði því að of mikið vald væri í höndum forystu ASÍ, enda ætti öllum að vera ljóst að einstök félög hefðu fullt sjálfstæði. Forysta ASÍ gæti ekki sagt þeim fyrir verkum eða „knúið þau til þess að eiga hlut að samningagerð, eða samþykkja samninga, sem þeim ekki líkar“.22 Og Ólafur sagði enn fremur:

Ólafur Hannibalsson 1975, 5.

Félögunum er frjálst að hafna samfloti eða afturkalla umboð sitt, hvenær sem er, og standa ein sér að samningum eða með öðrum í fjórðungssamböndum, landssamböndum sínum, eða hverju öðru samflotsformi, sem þeim líkar. Í stað „samþjöppunar valds“ væri nær að tala um valddreifingu, sem jaðraði við stjórnleysi.

Tilefni gagnrýninnar á Alþýðusambandið og á níu manna samninganefnd þess, sem leiddi kjarasamningagerð árið 1975, var m.a. að forystan hefði brugðist seint við þeirri kjaraskerðingu sem stjórnvöld stóðu fyrir á þeim tíma og ekki síður hve sambandið hefði gripið seint til aðgerða. Þessum aðfinnslum svaraði Ólafur á svipaðan hátt. Sambandið gæti ekki boðað til verkfalla, það gerðu einstök félög. Þau gætu að vísu veitt öðrum umboð en það gerðist fyrst eftir að hvert félag hefði aflað sér verkfallsheimildar og stjórnir og trúnaðarmannaráð síðan ákveðið hvort og hvenær heimildinni skyldi beitt. Það væru því ekki örfáir einstaklingar sem tækju ákvarðanir heldur hundruð manna.23 Ólafur hafnaði því einnig alfarið að „embættismenn ASÍ“ væru farnir að ráða öllu, samningagerðin 1975 hefði verið leidd af forystumönnum landssambandanna.

Ólafur Hannibalsson 1975, 5.

Mat Ólafs var að ef menn vildu að Alþýðusambandið yrði „skjótvirkt vopn og biturt í baráttunni“ yrði að veita þeim sem væru í forystunni meiri völd; nauðsynlegt sé að horfast í augu við það að

upphaflegt og ríkjandi skipulag ASÍ gerir alls ekki ráð fyrir þeim allsherjarsamflotum um kjaramál, sem heita má að séu orðin regla í dag. Það gerir ráð fyrir félaginu sem hinni skjótvirku einingu á sínu svæði, sem ekki þarf að sækja um leyfi til aðgerða til neinnar valdamiðju. Það gefur forystunni hins vegar ekki svigrúm til skjótra aðgerða í stórmálum.24

Ólafur Hannibalsson 1975, 6.

Þegar Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, var spurður út í þessi mál árið 1976 staðhæfði hann að segja mætti að ASÍ væri ekki

sterkt á sama hátt og samböndin á hinum Norðurlöndunum. Þar hafa þau raunverulegt vald, sérstaklega þó landssamböndin, en hér er áhrifavaldið hjá félögunum sjálfum … Mín skoðun er sú, að eins og aðstæður allar eru í dag séu ekki efni til að breyta þessu. Maður verður að gá að því að þetta vald hjá félögunum byggist á áratuga gamalli hefð. Ég skal hins vegar játa að oft á tíðum gæti maður óskað aukins valds miðstjórnar í einstökum tilfellum.25

Vinnan XXVI (1976) 2.–3. tbl., 46

Snorri tekur hér ekki afgerandi afstöðu en slær úr og í. Aðrir forystumenn hreyfingarinnar voru þó mun ákveðnari í afstöðu sinni, ekki síst Björn Jónsson. Í viðtali við Vinnuna árið 1977 kveðst hann telja að „eina færa leiðin til að ná mestum mögulegum árangri [sé] að verkalýðshreyfingin komi fram sem ein heild varðandi megin kjaraatriðin sem alla varða“. En jafnframt væri eðlilegt að sérsambönd og einstök félög sæju um sín sérmál. Enda væri það svo að frá sjónarmiði ASÍ skipti „árangur verkalýðsstéttarinnar í heild“ mestu máli. Björn kvaðst þess fullviss að árangurinn væri í réttu hlutfalli við samstöðuna.26

Vinnan XXVII (1977) 1. tbl., 6–7.

Ólafur Hannibalsson hafði mikið til síns máls. Miðað við það hvernig verkalýðshreyfingin starfaði á þessum tíma, fyrst og fremst sameinuð, var skipulagið henni fjötur um fót. En hitt verður þó að nefna að það var ekki eining um þessa starfshætti, smærri félög og landsbyggðarfélögin töldu sig bera skarðan hlut frá borði.

Verkalýðsforingjar í Vestmannaeyjum árið 1986. F.v.: Jóhanna Friðriksdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Snótar, Vilborg Þorsteinsdóttir, varaformaður, Ármann Bjarnfreðsson, varaformaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Jón Kjartansson, formaður.

Þessi félög voru tortryggin gagnvart „Reykjavíkurvaldinu“ og töldu sig hafa ástæðu til þess. Eins og fram hefur komið var iðulega nefnt að húsbyggingarátakið í Breiðholti hefði fyrst og fremst komið fólki á höfuðborgarsvæðinu til góða en ekki öðru verkafólki. En þó að einstök félög hefðu formlega rétt til þess að standa ein var það hægara sagt en gert. Vandinn var kannski hversu einingarnar voru oft litlar, svo litlar að þær voru í reynd ófærar um að standa á eigin fótum. Lausn á þessum vanda var ef til vill einföld, að stækka félögin og sameina þau, en henni var ekki heldur auðvelt að hrinda í framkvæmd. Það gerðist ekki fyrr en áratugum síðar.

Það voru því rök bæði með og á móti samflotum. Líklega má segja að Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambandins, hafi orðað lausnina í svörum við spurningum Vinnunnar um afstöðu til sólstöðusamninganna árið 1977. Þórir sagði þá m.a.:

Nú undanfarin ár og áratugi má segja að um stærstu atriði samningamálanna hafi verið samið í heild fyrir landið allt eða því sem næst. Verður það að teljast ekki óæskileg þróun og í hæsta máta eðlileg. Ýmis atriði samningamálanna eru með þeim hætti, að í fullkomið óefni myndi stefna, ef hvert og eitt verkalýðsfélag færi að ráðskast með það við hvern einstakan atvinnurekanda. Má þar nefna vinnutíma,

orlof, trúnaðarmenn, greiðslu verðlagsuppbóta á laun, og ýmiss konar tryggingar, t.d. greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum o.fl. … Þegar slíkum heildarsamningum væri lokið, eða samhliða þeim, finnst mér eðlilegast að landssamböndin taki við og geri samninga, sem gildi fyrir öll aðildarfélögin þeirra og taki til allra þeirra meginatriða, sem samningar innihalda hverju sinni. Hér má nefna röðun í kauptaxta … aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað … Á síðasta stigi kæmu svo félögin og semdu um nánari útfærslu miðað við aðstæður á hverjum stað.27

Vinnan XXVII (1977) 2. tbl., 24.

Útfærsla Þóris átti eftir að verða sú leið sem í meginatriðum var farin þegar fram liðu stundir Ýmsir fleiri verkalýðsforingjar tóku undir þessa stefnumörkun, t.d. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Hann staðhæfði um þetta leyti að það væri „félagsleg nauðsyn á því að félögin [tækju] … meira til sín af samningagerðinni en verið hefur“. Hann lagði til að samningagerðin yrði tvíþætt, annars vegar eins konar rammasamningur sem Alþýðusambandið sæi um, en hins vegar semdu einstök félög eða nokkur félög saman sérstaklega um sérmál sín og röðuðu í launaflokka.28

Vinnan XXXVI (1986) 7. tbl., 9.

Þrátt fyrir margvíslegar efasemdir um samflotin, skýra kosti þeirra og augljósa galla, urðu þau engu að síður meginregla, reyndar með mörgum undantekningum. Ásmundur Stefánsson orðaði það svo árið 1981 að undanfarin ár hefði verið „blandað saman heildarsamflotum og sérsamningum“ og benti máli sínu til stuðnings á kjarasamningana árið 1977 þar sem flestir tóku þátt í samfloti, ekki þó allir. Vestfirðingar sömdu sér og þar með „var brautin rudd fyrir þann ramma sem lagður hafði verið í viðræðum heildarsamtakanna“.29 Samflot urðu meginregla með undantekningum. Árið 1984 var t.d. ákveðið að ekki yrði allsherjarsamflot vegna þess að launakerfi væru „ólík, félagslegar forsendur mismunandi og aðstaðan til átaka breytileg“. Einnig var áréttað að verkalýðshreyfingin hlyti að „haga starfsháttum sínum í samræmi við það hvað má ætla árangsrsríkast hverju sinni“.30 Þegar Ásmundur Stefánsson var spurður af þessu tilefni hvort verkalýðshreyfingin væri að „riðlast“ hafnaði hann því. Hann áleit þvert á móti að þetta væri heppilegt, samflot hefði verið haft í langan tíma: „þá leiðir það af sjálfu sér að það er kannski tiltölulega lítið tillit tekið til ýmsra sérþarfa sem skipta einstaka hópa miklu máli … Þess vegna getur það líka í rauninni leitt til ýmis konar innbyrðis spennu þegar það stendur í langan tíma.“31 Niðurstaða samningamálanna þetta árið varð þó sú að samið var sameiginlega að mestu eftir að sambönd og félög höfðu staðið í samningaumleitunum.32

ÞÍ. 1. fundur undirbúningsnefndar samninga 11. maí 1981.
Sögus. verkal. A01: 21/19. Skrifstofa. Atvinnu- og kjaramál.
Samningar 1981. Á fundinum komu fram verulegar efasemdir
um hvort rétt væri að hafa samflot. – Sjá einnig ræðu Ás-
mundar Stefánssonar á fundi hjá ASV í ágúst 1981. ÞÍ.
Sögus. verkal. A01: 21/19. Skrifstofa. Atvinnu- og kjaramál.
Samningar 1981.
ÞÍ. Ályktun samráðsnefndar ASÍ 13. júlí 1984. Sögus. verkal.
A01: 21/17. Skrifstofa. Atvinnu- og kjaramál. Samningar 1984.
ÞÍ. Afrit af útvarpsviðtali, ódagsett. Sögus. verkal. A01: 21/17.
Skrifstofa. Atvinnu- og kjaramál. Samningar 1984.
Morgunblaðið 7. nóvember 1984, 64.

Þegar samið var 1988 var ekki haft samflot. Verkamannasambandið samdi sér og líka Alþýðusamband Vestfjarða og jafnvel einstök félög, t.d. Sókn.33 Eftir að meirihluti félaga innan Verkamannasambandsins felldi samkomulag sem samninganefnd sambandsins hafði fallist á þurfti að gera nýjan samning og voru þá skipaðir aðstoðarsáttasemjarar á nokkrum stöðum á landinu til þess að leiða samningagerðina. Það var gert við lítinn fögnuð Vinnuveitendasambandsins sem kvaðst aðeins hafa eina samninganefnd og ekki kæmi til greina að skipta henni upp.34

Alþýðublaðið 23. janúar 1988, 9. – Tíminn 26. janúar 1988, 5.
Þjóðviljinn 15. mars 1988, 1.

Forseti ASÍ virtist ekki vera ósáttur við þennan gang mála. Hann kvaðst halda að samflot hefði verið óskynsamlegt við þær aðstæður sem þá voru. Hann skýrði þessa afstöðu sína nánar:

Við undirskrift þjóðarsáttarsamninga árið 1990. F.v.: Örn Friðriksson, Ragna Bergmann, Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson, Þórarinn Viðar Þórarinsson og Gunnar Birgisson.

Þegar heildarsamflot hafa viðgengist um lengri tíma verður óhjákvæmilegt að ýmis smærri og sértækari atriði, sem snerta afmarkaða hópa, verði útundan. Slík atriði er oft auðveldara að leiðrétta með dreifðari samningum. Þá hafa dreifðir samningar þann stóra kost að þeir gefa miklum fjölda félagsmanna tækifæri til þess að takast beint á við atvinnurekendur. Þess vegna hefði ég kosið að samningarnir hefðu verið jafnvel ennþá dreifðari í þetta skiptið. Við rekum okkur hins vegar á það, að hvernig sem við stöndum að málunum þá standa atvinnurekendur saman sem ein miðstýrð heild. … Á hinn bóginn er einnig augljóst að dreifðir samningar hafa einnig sína stóru annmarka, og þeir eru einkum tveir. Í fyrsta lagi ýtir slík samningagerð ósjálfrátt undir hvers konar sérhyggju og samanburðarpot gagnvart öðrum hópum, á meðan hinir sameiginlegu hagsmunir hverfa í skuggann. Þannig verður til dæmis torveldara að ná fram viðunandi kauptryggingarákvæðum í dreifðum samningum. Í öðru lagi gera dreifðir samningar það að verkum að mun erfiðara verður að ýta á eftir ýmsum félagslegum málum, sem snúa að stjórnvöldum. Vandi þeirra sem verst eru settir verður aldrei leystur með kauphækkunum einum saman …35

Þjóðviljinn 1. maí 1988, 6–7.

Ástæða þess að mikilvægt var talið að hafa að mestu leyti allsherjarsamflot á níunda áratug 20. aldar var sú að ríkisvaldið greip stöðugt inn í gerða samninga með „efnahagsaðgerðum“. Undirskriftir samninga voru vart þornaðar þegar forsendurnar voru brostnar. Þetta kallaði stöðugt á nýtt sameiginlegt átak; raunar má segja að menn hafi fremur hneigst til að hafa samflot þegar horfur voru miður góðar í efnahagslífinu en semja sér þegar var góðæri og meiri væntingar um að ná góðum árangri við samningaborðið.36 Eftir 1990 kallaði þjóðarsátt á svipaðar starfsaðferðir og samflotin náðu hámarki í þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. Þegar aðstæður voru þannig að stilla þurfti saman strengi margra aðila var vitaskuld æskilegt að verkalýðshreyfingin stæði sameinuð. Þegar þessum samningum var lokið velti Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, skipulagi verkalýðshreyfingarinnar fyrir sér:

Sjá m.a. Katrín Ólafsdóttir 2008, 20.

Þegar samið er með þeim hætti sem nú er gert vakna óhjákvæmilega spurningar um skipulagsform verkalýðshreyfingarinnar. Það er augljós veikleiki að hreyfingin getur aldrei komið afdráttarlaust fram, sem ein heild. Kerfið okkar byggir nánast á því að hver einstakur hópur hafi neitunarvald. Það gengur ekki auðveldlega upp í samfloti, allra síst í samskiptum við stjórnvöld …37

Vinnan XL (1990), 3. tbl., 1.

Ásmundi varð ekki að þeirri ósk sinni að meiri völd yrðu færð í hendur ASÍ. Engu að síður héldu samflotin áfram næstu árin meðan verið var að koma á langþráðum stöðugleika í efnahagslífinu. Á ofanverðum tíunda áratugnum var sveigjanleikinn aukinn. Einstök sambönd eða bandalög einstakra félaga sáu æ oftar um samningagerðina eða hluta hennar. Alþýðusambandið lagði línurnar fyrir sameiginlegu málin en svo tóku smærri einingar við og sáu um útfærslu á sérmálum. Þessi viðhorf komu skýrt fram í orðum Ara Skúlasonar sem staðhæfði árið 1996 að tími heildarkjarasamninga væri liðinn og tryggja þyrfti að í komandi kjarasamningum fengju sérkjaraviðræður og vinnustaðasamningar aukið vægi.38 Bent var á að svona hefðu mál þróast annars staðar á Norðurlöndunum og þar hefði sú breyting orðið á að heildarsamtökin gerðu ekki lengur kjarasamninga heldur væru þeir gerðir af atvinnugreinafélögum og jafnvel úti á vinnustöðunum.39

Vikublaðið 13. september 1996, 8.
Morgunblaðið 20. september 1996, 31. – Einnig Christensen,
Lars K. o.fl. 2007, 368–369.

Þessi viðhorf áttu einnig hljómgrunn meðal atvinnurekenda sem sáu fyrir sér að gera mætti samninga á einstökum vinnustöðum. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, fagnaði þessari viðhorfsbreytingu vinnuveitenda. Margt var þó að varast, að mati forsetans, og það mætti ekki vera á valdi einstakra atvinnurekenda hverjir fengju launahækkun og hverjir ekki á vinnustöðunum. En Grétar benti einnig á að vinnustaðasamningar væru ekkert nýtt fyrirbæri og hefðu flest stærri verkalýðsfélög gert slíka samninga um árabil, t.d. Dagsbrún sem hefði í gildi tugi slíkra samninga á stærri vinnustöðum.40 Í mars 1997 tókust svo samningar um það á milli vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna hvernig skyldi staðið að samningum af þessu tagi. Þeir vörðuðu til dæmis hlut trúnaðarmanna, hvernig ætti að standa að samningagerðinni og um hvaða þætti, m.a. sveigjanlegan vinnutíma og vaktir. Einnig um hlut stéttarfélaganna sem áttu að hafa eftirlit með því að viðkomandi fyrirtækjasamningur stæðist almennar kröfur. Ljóst var þó að margt þurfti að varast við gerð slíkra samninga. Íslenskir vinnustaðir voru flestir smáir og nálægð á milli atvinnurekenda og verkafólks því mikil. „Helsti ókosturinn er nálægð undirmanns og yfirmanns, sérstaklega í litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem starfsfólkið vinnur náið með yfirmönnum sínum,“ sagði Einar Hermannsson sem hafði verið trúnaðarmaður hjá Flugfélagi Íslands. Einar benti líka á að vinnustaðasamningar gætu haft slæm áhrif á samheldni á vinnustað.41 En einnig var bent á að í sumum stéttarfélögum, ekki síst í VR, hefðu mál þróast þannig að aðeins lítill hluti félagsmanna fengi greidd laun í samræmi við taxta, allur þorri fólks nyti yfirborgana í einhverjum mæli. Það væri vilji VR-fólks að um þær greiðslur yrði samið þannig að það væri ekki eingöngu undir atvinnurekanda komið hvað hver og einn fengi.42 Mörg sjónarmið voru því látin í ljós um vinnustaðasamninga.

Morgunblaðið 3. nóvember, 18 og 10. nóvember 1996, 18. –
Morgunblaðið 27. janúar 1999, 29. – Morgunblaðið 6. mars
1997, 31. – Einnig Morgunblaðið 29. desember 1998, 6.
Sjá m.a. Morgunblaðið 11. ágúst 2002, 11.

Það gegnir nokkurri furðu að ekki skyldi vera formgert fyrr en árið 2007 hvernig sambandinu á milli ASÍ, einstakra sambanda og félaga skyldi vera háttað. Þá var gerður samstarfssamningur, samkvæmt 14. grein laga ASÍ, sem fjallar m.a. um myndun sameiginlegrar samninganefndar. Aðilar að samningnum voru ASÍ, auk allra landssambanda og félaga með beina aðild að sambandinu. Fyrst reyndi á þennan samstarfssamning árið eftir, við gerð kjarasamninga í febrúar 2008.43

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2008, 69,
167–168.

Í samstarfssamningi sem var gerður árið 2010 segir m.a.:

Samningsaðilar eru sammála um að nauðsynlegt sé að samræma aðgerðir sínar í sameiginlegum málum við atvinnurekendur og stjórnvöld. Rammasamningur þessi gildir um þau mál sem sameiginlegt umboð er veitt til hverju sinni og kemur þá samninganefndin fram fyrir hönd hlutaðeigandi aðila við samningsgerðina og fylgir samningunum eftir á samningstímanum.

Þá er fjallað um hvernig samninganefnd skuli skipuð:

Í samninganefnd á vettvangi ASÍ skulu eiga sæti auk forseta ASÍ, einn fulltrúi frá hverju landssambandi ASÍ, einn sameiginlegur fulltrúi félaga með aðild að samningi Flóabandalagsins, einn fulltrúi VR og einn sameiginlegur fulltrúi félaga með beina aðild. Jafnframt er gert ráð fyrir að framkvæmdastjóri ASÍ vinni með nefndinni.

Loks er frá því greint hvers konar umboð samninganefnd á vettvangi ASÍ hafi; það nái til:

 1. gerðar sérstakrar viðræðuáætlunar um þá þætti kjarasamninganna sem samkomulag er um.
 2. tryggingarákvæða á gildistíma kjarasamninga.
 3. skipunar og umboðs sameiginlegrar forsendu-nefndar um mat á framvindu kjarasamninga og endurskoðun þeirra.

 1. viðræðna og samkomulags við stjórnvöld (ríki og sveitarfélög) um mál er varða þau ekki sem aðila kjarasamninga.

Loks sagði í samningnum að samninganefndinni bæri að „leitast við að ná einróma samstöðu í málum“ en henni væri þó „heimilt að taka skuldbindandi ákvarðanir með meirihluta atkvæða“.44 Með gerð þessa samnings var búið að formgera hvernig samningamálum aðildarfélaga ASÍ ætti að vera háttað, þó að engin skylda væri að vera aðili að samningnum. Sambandinu bæri að sjá um sameiginleg mál, þá þætti kjaramála sem einstök félög og sambönd vildu að samið væri um sameiginlega, einnig tryggingaákvæði samninga, mat á framvindu þeirra og þau hagsmunamál launafólks sem snertu opinbera aðila en vörðuðu ekki launamálin beint. Svona hafði í raun verið samið um árabil en með þessum samningi var það beinlínis orðað hvernig standa ætti að málum.

(Ópr.) Samstarf aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands um
leikreglur vegna sameiginlegra mála við gerð og endurnýjun
kjarasamninga, samningur í vörslu ASÍ, gerður 21. júní 2010.

Margvísleg kaflaskil urðu í kjarabaráttunni á níunda og tíunda áratugnum sem tengdust þeim kynslóðaskiptum sem þá urðu. „Kreppukynslóðin“ var óðum að láta af völdum í hreyfingunni en við tók nýtt fólk með annan bakgrunn, eins og kjör Ásmundar Stefánssonar sem forseta ASÍ árið 1980 var skýrt dæmi um. Ásmundur var fæddur síðasta styrjaldarárið og því aðeins 35 ára þegar hann var kjörinn forseti. Ásmundur var fulltrúi viðhorfa „nútímans“. Í þeim fólst m.a. að kjarabaráttan varð ekki eins hörð og áður og verkföll fátíðari. Lára V. Júlíusdóttir, sem um árabil var lögfræðingur og framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins (1982–1994), dró upp skýra mynd af þessu ferli:

Ef við lítum til stefnu ASÍ verður að athuga að árin áður en ég byrjaði voru miklar kjaradeilur. Það var mikil harka á vinnumarkaði á þessum tíma, á árunum 1977 til 1980, og samtakamátturinn sterkur. En eftir að ég kom til Alþýðusambandsins urðu aldrei nein verkföll á vettvangi þess. Það má segja að þennan tíma sem ég var þarna hafi menn verið að reyna að finna hagkvæmar lausnir á málum, hagkvæmar málamiðlanir sem komu vel út þjóðhagslega, en hagsmunum einstakra hópa hafi verið fórnað. Í heildarkjarasamningum gafst ekkert tóm til að sinna sérkröfum, þeim var sópað meira og minna út af borðinu til að ná fram heildarlausnum. Árangurinn er sá að nú er engin verðbólga og við búum við stöðug leika, en við höfum aftur á móti atvinnuleysi, sem er alveg nýtt. Þessi þróun, frá hnefarétti í verkalýðsbaráttunni til hinna praktísku lausna, hún held ég að sé í takti við þróunina í þjóðfélaginu almennt; menn eru að færast í áttina til nútímans.45

Vinnan XLIV (1994), 7. tbl., 1.

Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður ASÍ frá 1982 til 1987 og framkvæmdastjóri frá 1988-1994.

Þessi greining Láru er athyglisverð. Með nútíma á Lára sennilega við svipað verklag og lengi hafði verið ríkjandi annars staðar á Norðurlöndunum þar sem samráð við atvinnurekendur og ríkisvald varð meginregla eftir síðari heimsstyrjöld, og sums staðar löngu fyrr. Þegar Þórir Einarsson ríkissáttasemjari lét af störfum eftir níu ár í starfi árið 2003 tók hann í sama streng og Lára.

Hann sagði að gjörbreyting hefði orðið á aðstæðum miðað við þegar hann hóf störf. Báðir aðilar kæmu vel upplýstir til leiks:

Það er minni stríðsmóður í mönnum. Þeir eru að ná fram hlutunum á annan hátt, eru skynsamari og sjá að það er ekki krónutalan eða prósentan sem skiptir máli heldur kaupmátturinn. … Sumir mæta nú til leiks með sín eigin spámódel um þróunina og tefla fram sérfræðingum.

Þá væru samningafundir nú styttri en áður og samningarnir giltu til lengri tíma.46

Fréttablaðið 30. október 2003, 12.

Um miðjan sjöunda áratuginn var svo komið að fólk sem var komið á sextugsaldur og starfaði í málmiðnaði í Noregi hafði aldrei farið í verkfall. Þegar um það leyti voru verkföll nánast orðin framandi fyrir fólk í Skandinavíu. Frá því voru þó einstaka undantekningar, einkum á árunum í kringum 1970, en þá var oft um að ræða ólögleg verkföll.47 Hér á landi var öðru að heilsa og hlutfallslega miklu fleiri verkfallsdagar á hverja þúsund íbúa en í nágrannalöndunum. Eftir aldamótin dró úr þessum mun, og raunar þegar frá 1990. T.d. voru engin verkföll skráð hérlendis árin 2002 og 2003. Þá voru opinberir starfsmenn mun duglegri við að nýta sér verkfallsréttinn en almennt verkafólk eftir að þeir fengu verkfallsrétt árið 1977.48 Ísland hafði greinilega sérstöðu, samanborið við nálæg lönd, með mun fleiri verkfallsdaga en almennt tíðkaðist en þróunin gekk í sömu átt og í nágrannalöndunum.49

Sjá m.a. Bjørnhaug, Inger; Halvorsen, Terje 2009, 426–427,
464.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 2006, 179, 193.
Katrín Ólafsdóttir 2008, 27–28. – Gylfi Dalmann Aðalsteins-
son 2006, 180.

Ýmsar skýringar hafa verið settar fram á því hvers vegna verkföll hafa verið tíðari hér en víðast í nágrannalöndunum, svo sem ólíkt kerfi stjórnmálaflokka og oft lítið samráð aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda. Hér skiptir hefðin líka máli. Átakahefð varð snemma ráðandi í verkalýðshreyfingunni og svo virðist sem verkföll hafi jafnvel orðið „hluti“ af samningaferlinu. Ef átakaleið er farin bendir það að auki til þess að deiluaðilar telji stöðu sína veika og að þeir þurfi að berjast fyrir hagsmunum sínum. Þess utan voru reglur um verkfallsboðun lengi þess eðlis að tiltölulega auðvelt var að boða til verkfalls, en það breyttist nokkuð eftir að ný vinnulöggjöf var sett árið 1996.50 En fæstir hafa þó bent á þá skýringu, sem virðist augljós, að kjör almennings hérlendis voru allt fram á síðustu áratugi lakari, oft mun lakari, en í mörgum nágrannalandanna.

Sjá m.a. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 2006, 182 og áfram. –
Einnig athugasemdir Halldórs Gröndvold 2010.

Áhlaup á samningsréttinn

Íslensk stjórnvöld hafa oft séð ástæðu til þess að grípa inn í gerða samninga með lagasetningu á Alþingi og beitt bráðabirgðalögum í því skyni, oft að því er virðist af litlu tilefni. Nefna má að árið 1966 var verkfall Félags framreiðslumanna bannað með bráðabirgðalögum vegna þess að ella væri hætta á að spillt væri „árangri langrar ötullrar landkynningarstarfsemi“.51 Árið 1989 hafði það gerst 17 sinnum frá 1978 að sett voru bráðabirgðalög vegna kjarasamninga eða kjaradeilna.52 Oftast var tilgangurinn að afnema verðbætur að hluta en tvívegis þannig að samningsréttur var afnuminn tímabundið (1983 og 1988). Í framhaldi af lagasetningu þar um árið 1988 var ríkisstjórnin kærð fyrir Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) vegna brota íslenska ríkisins á ákvæðum um félagafrelsi og réttinum til að stofna félög og semja sameiginlega. Ísland hafði staðfest þessar samþykktir árin 1950 og 1952. Forseti ASÍ sagði í skýrslu sinni til sambandsþings árið 1988 að við þetta væri ekki unnt að una og gætu „ítrekuð afskipti ríkisvaldsins af kjarasamningum án mótaðgerða … leitt til þess, að ríkisvaldið álíti afnám kjarasamninga og afnám samningsréttarins lögmætar aðgerðir“, enda hefðu stjórnvöld hvað eftir annað haft afskipti af gerðum samningum.53 Í bréfi sínu til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar benti ASÍ á að íslenska ríkisstjórnin hefði tekist á hendur að vernda rétt til að stofna verkalýðsfélög og gera kjarasamninga.54 Þess má geta að Norræna verkalýðssambandið (NFS) fordæmdi lagasetninguna og taldi hana brjóta gegn „alþjóðlegum grundvallarreglum um starfsemi frjálsra verkalýðsfélaga“.55

ÞÍ. Fréttatilkynning frá ASÍ 27. júlí 1966. Sögus. verkal. A01:
25/1. Skrifstofa. Innlend bréfaskipti 1962–1970.
Lára V. Júlíusdóttir 1995, 246.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1988,
26–30.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1989, 107.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1988, 70.

Nefnd Alþjóðavinnumálastofnunarinnar gaf álit sitt í febrúar 1989 og taldi hún að löggjafinn hefði „of ríka tilhneigingu til afskipta af kjarasamningum á Íslandi“. Álit hennar var í aðalatriðum það að:

endurtekin beiting laga til að breyta gildandi kjarasamningum eða til að hafa stjórn á efni samninga í framtíðinni … [grafi] undan trú launafólks á gildi aðildar að verkalýðsfélögum. Félagar þeirra eða mögulegir félagar þeirra geti talið að það sé lítið gagn að því að styðja eða ganga í samtök sem hafa þann megintilgang að vera fulltrúi fyrir félaga sína í kjarasamningum við atvinnurekendur ef löggjafinn nemur þá úr gildi hvað eftir annað.56

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1989, 111.

Frá mótmælafundi sem ASÍ og BSRB boðuðu til árið 1989 vegna mikilla verðhækkana sem höfðu orðið í kjölfar kjarasamninga. Geysilegt fjölmenni sótti fundinn. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í broddi fylkingar en að baki honum standa m.a. Ragna Bergmann, 1. varaforseti ASÍ, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Samskipti stjórnvalda og verkalýðshreyfingar voru erfið um þetta leyti og ári áður hafði samningsréttur verkalýðsfélaganna verið afnuminn tímabundið.

Þó taldi nefndin að ríkisstjórnin, sem bar fyrir sig brýna þjóðarnauðsyn þegar lögin voru sett, hefði átt sér nokkrar málsbætur.57

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1989,
112–113.

Þrátt fyrir þessa ofanígjöf héldu ríkisstjórnir á Íslandi uppteknum hætti og settu t.d. lög sem afnámu samningsbundnar kauphækkanir til BHM árið 1990. Þá kærði Alþýðusambandið íslensk stjórnvöld enn til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar árið 1993 vegna þess að sett voru lög sem bönnuðu verkfall stýrimanna á Herjólfi en sérskipuðum gerðardómi var falið að útkljá deiluna. Íslensk stjórnvöld fengu ofanígjöf vegna þessa frá Alþjóðavinnumálastofnuninni árið 1995.58 Einnig má nefna lög sem bönnuðu verkfall sjómanna árið 2001 og afnámu samningsrétt þeirra tímabundið. Alþýðusambandið mótmælti lagasetningunni, enda væri með þessu verið að brjóta stjórnarskrárbundin réttindi sjómanna og samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. ASÍ kærði málsmeðferðina til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.59 Í kjölfarið vítti Alþjóðavinnumálastofnunin íslensk stjórnvöld og bauð tæknilega aðstoð til þess að koma í veg fyrir slík afskipti. Eftir þetta fækkaði mjög beinum afskiptum stjórnvalda af gerðum kjarasamningum.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1994,
206–207. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands 2001–2002,
53–54.

Vinnulöggjöf

Í fyrra bindi þessa rits er fjallað um setningu vinnulöggjafarinnar á Alþingi árið 1938 og viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við henni. Áratugum saman var í meginatriðum sátt um þessa löggjöf. Þó komu öðru hvoru fram hugmyndir og tillögur um breytingar. Meðal annars fór félagsmálaráðuneytið fram á það árið 1955 að ASÍ tilnefndi fulltrúa í nefnd til þess að endurskoða vinnulöggjöfina, enda yrðu „kröfur Vinnuveitendasambands Íslands um endurskoðun laganna … æ ákveðnari og ákveðnari því lengra sem líður án þess að eitthvað sé aðhafst“. En ASÍ var á þeirri skoðun að engin ástæða væri til að hreyfa við löggjöfinni.60 Einnig komu fram frumvörp um nýja vinnulöggjöf á áttunda áratugnum, m.a. á Alþingi árið 1975. Alþýðusambandið mótmælti frumvarpinu og sagði það „þrengja mjög athafnafrelsi verkalýðssamtakanna“ og mundi hreyfingin berjast gegn því.61 Frumvarpið dagaði uppi. Gerðar voru nokkrar breytingar á vinnulöggjöfinni árið 1978 á þann hátt að sett voru sérstök lög um sáttastörf í vinnudeilum og sá kafli því tekinn út úr vinnulöggjöfinni. Frumvarp sem kom fram á Alþingi um breytingar á vinnulöggjöfinni á árunum 1981 og 1983 gufaði einnig upp, enda áleit ASÍ að samþykkt þess mundi „einungis spilla fyrir félagslegri vinnu að þessu máli“.62

ÞÍ. Bréfaskipti ASÍ og félagsmálaráðuneytisins í septem-
ber og desember 1955. Sögus. verkal. A01: 21/2. Skrifstofa.
Atvinnu- og kjaramál.
Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 33. sambandsþing 1976, 80.
– Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 2008, 193.
Fréttabréf ASÍ, 22. janúar 1982, 1–3. – Fréttabréf ASÍ, 28.
febrúar 1983, 2–3.

Vinnuveitendasambandið lét líka í sér heyra um þessi efni og hafði lengi óskað breytinga. Oft var vísað til þess að í nágrannalöndunum væru miklu stífari reglur um kjarasamninga en hérlendis og sú var einmitt raunin.63 Svo sem áður hefur verið greint frá hugnaðist atvinnurekendum best að samningsaðilar væru sem fæstir og að sem flestir kæmu fram sameiginlega. Að mati Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, voru allt of mörg félög með samnings- og verkfallsrétt. Þessu yrði að breyta á þann hátt að heildarsamtök launafólks gerðu rammasamning um launaþróun. Félög og sambönd ættu síðan að hafa það hlutverk að útfæra þennan samning.

ÞÍ. Sjá t.d. Regler for Overenskomst handlinger, Kaup-
mannahöfn um 1940. Sögus. verkal. B03: Skjalasafn Jóns
Sigurðssonar A4/3. Ýmislegt.

Fulltrúar ASÍ afhenda Alþingi mótmæli vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnulöggjöfinni árið 1996. F.v.: Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Jón Karlsson, formaður Öldunnar á Sauðárkróki.

Einnig kom fram hjá framkvæmdastjóranum að verkfallsrétturinn ætti aðeins að ná til stærri hópa en ekki einstakra félaga eins og verið hafði. Þá var hann á þeirri skoðun að meirihluti félagsmanna í hverju stéttarfélagi ætti að taka ákvörðun um verkfallsboðun, enda væri staðan þannig að engar kröfur væru gerðar um lágmarksfjölda sem þyrfti til þess að boða verkfall. Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ, tók undir þessi sjónarmið og kvaðst telja fulla þörf á að endurskoða 50 ára gamlar reglur um samskipti á vinnumarkaði.64 Bent var á að sum fyrirtæki, t.d. Flugleiðir, gerðu kjarasamninga við 28 stéttarfélög og 10 þeirra gætu stöðvað millilandaflug.65 Þessum viðhorfum var ekki fagnað innan verkalýðshreyfingarinnar, hvorki innan ASÍ né hjá BSRB, en aðildarfélög þess voru nýbúin að fá samnings- og verkfallsrétt þegar þessi umræða fór fram.66

Sjá m.a. DV 13. maí 1987, 6; einnig önnur dagblöð á þessum
tíma. – Gunnar J. Friðriksson 1987, 29.
Alþýðublaðið 20. júlí 1994, 3.
Þjóðviljinn 16. maí 1987, 3.

Í stjórnkerfinu voru einnig margir á því að nauðsynlegt væri að endurskoða vinnulöggjöfina. Sú var t.d. skoðun Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, árið 1989. Hann kvaðst hafa hug á að breyta vinnulöggjöfinni og stefna bæri að því að taka upp líkt fyrirkomulag og væri í álverinu í Straumsvík þar sem samið væri fyrir allan vinnustaðinn í einu. Morgunblaðið tók undir skoðanir Steingríms og áleit mikilvægt að litlir hópar í lykilstöðu gætu ekki knúið fram kjarabætur sem væru langt umfram það sem almennt tíðkaðist.67

Sjá m.a. Morgunblaðið 21. september 1989, 22.

Árið 1994 skipaði Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráðherra, nefnd til þess að fjalla um samskiptareglur á vinnumarkaði og kanna hvernig þessum málum væri háttað í nálægum löndum. Alþýðusambandið átti fulltrúa í nefndinni. Nefndin var vinnusöm, hélt yfir 30 fundi, og skilaði af sér áfangaskýrslu. Hún var sammála um ýmis atriði, m.a. um að áfram væri mikilvægt að vinnulöggjöfin tæki mið af því að á vinnumarkaði væru skipulögð samtök eins og tíðkast hefði lengi. Nefndin taldi mikilvægt að setja nánari reglur um hvernig staðið væri að gerð kjarasamninga, að viðræður hæfust fyrr en tíðkast hefði og sett væri fram formleg viðræðuáætlun. Þá þyrfti að setja reglur um meðferð á miðlunartillögum og setja nánari reglur um beitingu verkfallsréttarins. Mikilvægt væri líka að breytingar af þessu tagi yrðu gerðar í sem mestri sátt.68 Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar lögðu á það sérstaka áherslu að brýnt væri að tryggja betur ýmis réttindi launafólks hér á landi en gert hefði verið, enda stæði hérlent verkafólk á margan hátt verr að vígi en launafólk í nálægum löndum. Þetta ætti m.a. við um ráðningaröryggi launafólks og stöðu trúnaðarmanna. Raunar væri það að nokkru leyti sök íslenskra stjórnvalda sem hefðu ekki staðfest samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um þessi efni.69

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 18–19.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 69.

Það kom fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í opna skjöldu þegar Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, lagði fram frumvarp í mars 1996 um breytingar á lögum um sáttastörf í vinnudeilum. Þó hafði verið gert ráð fyrir því í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem tók við völdum árið áður, svo að við þessu var að búast.70 Verkalýðshreyfingin mótmælti frumvarpinu, talaði um að félagsmálaráðherra hefði kastað „stríðshanskanum“ og að frumvarp hans væri „tifandi tímasprengja“.71 Hún taldi fjarri því að búið væri að ræða til hlítar þau atriði sem frumvarpið fjallaði einkum um og áleit stjórnvöld hafa „rofið áratuga sátt um þróun samskiptareglna á vinnumarkaði“. Meðal annars var ákvæði í frumvarpinu um heimild til að stofna vinnustaðafélög gagnrýnt mjög.72 ASÍ gaf m.a. út dreifiritið Griðrof þar sem gerð var grein fyrir málavöxtum út frá sjónarhóli sambandsins og formannafundur ASÍ afhenti Alþingi mótmæli.73 Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, taldi hins vegar að ástæða hefði verið til þess að ganga mun lengra en gert var í frumvarpinu, t.d. að því er varðaði félagslega uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar. Félagsmálaráðherra fullyrti að tilgangur sinn væri ekki annar en sá að tryggja að samningaleiðir væru fullreyndar áður en drægi til átaka. Auk þess væri honum í mun að auka lýðræði innan hreyfingarinnar.74

DV 23. janúar 1996, 4.
DV 20. mars 1996, 2.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 61 og
áfram. Hervar Gunnarsson 1996, 6.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996,
64–65. – Sjá einnig Haukur Sigurðsson 2008, 296.
DV 24. janúar 1996, 5. – Morgunblaðið 22. mars 1996, 6. – Páll
Pétursson 1996, 33.

Afstaða verkalýðshreyfingarinnar var skýr í þessu efni. Lagabreytingar væru óþarfar og færi best á því að um þessi mál yrði samið á milli aðila á vinnumarkaði, enda væri ekkert því til fyrirstöðu að setja samskiptareglur sem bættu störf við samningagerð, svipað og tíðkaðist í nágrannalöndum Íslands. Raunar var bent á að skipulag og vinnuaðferðir hjá atvinnurekendum væru mjög ósveigjanlegar og þyrfti að gera breytingar á þeim vettvangi. Alþýðusambandið setti því fram ítarlegar tillögur að slíkum rammasamningi að því er varðaði viðræðuáætlanir, vinnustöðvanir og önnur mikilsverð atriði sem vörðuðu samskipti þessara aðila, en viðræðum um þessi efni lauk eftir að ráðherra hafði lagt fram frumvarp sitt. Hann „hafnaði þar með hefðbundnu þríhliða samstarfi um þróun samskiptareglna á vinnumarkaði“, sagði í Fréttabréfi ASÍ.75

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996,
70–73. – Fréttabréf ASÍ, 24. apríl 1996. Fréttabréfið var allt lagt
undir umræður um þessi efni.

Verkalýðshreyfingin benti einnig á að með frumvarpinu ætti að yfirfæra ýmsar reglur á Ísland sem lengi hefðu verið við lýði í Danmörku. Þar höfðu aðilar vinnumarkaðarins samið um þessi efni. Að mati hreyfingarinnar var því ekki rétt leið „að afrita danskar reglur og samskiptahætti og ætla að setja um það skýr og nákvæm lög á Íslandi“.76 Þau atriði sem verkalýðshreyfingin var einkum mótfallin voru eftirfarandi: Vald samninganefnda átti að auka miðað við það sem verið hafði og heimila þeim að framselja vald sitt öðrum samninganefndum. Gert var ráð fyrir því að lögbinda skyldi hvernig afgreiðsla kjarasamninga færi fram og gerðar voru miklar kröfur um lágmarksþátttöku félagsmanna ef unnt átti að vera að fella kjarasamning. Lögbinda átti gerð viðræðuáætlana og hvernig fara átti með miðlunartillögu frá sáttasemjara. Þá áleit verkalýðshreyfingin einnig að gallar væru á tillögum um afgreiðslu á miðlunartillögum og stéttarfélögunum væri gert mun erfiðara að boða til vinnustöðvunar en verið hefði. Hættan væri sú að meðferð „verkfallsvopnsins“ yrði ósveigjanlegri og jafnvel kostnaðarsamari.77 Ástráður Haraldsson, þáverandi lögmaður ASÍ, mat þessar tillögur svo að þær brytu jafnvel í bága við samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um frelsi stéttarfélaga.78 Þá var það mat forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að tillögur frumvarpsins um atkvæðagreiðslur gætu leitt til þess að félagsmenn hefðu minni áhrif en ella, sem væri þvert á viðhorf stjórnvalda. Þau hefðu talið að auka þyrfti lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar. Í stuttu máli var frumvarpið óhæft að mati verkalýðshreyfingarinnar, jafnvel brot á stjórnarskrá og alþjóðasamþykktum, að ógleymdum hefðum sem tíðkast hefðu á íslenskum vinnumarkaði. Yrði frumvarpið að lögum væru unnin „stórkostleg skemmdarverk á íslenskum vinnumarkaði“.79 Frumvarpið varð meginefni á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 1996, þar sem því var mótmælt undir kjörorðunum „Til framtíðar – án fjötra“, og haldnir voru fundir víða um land til þess að fjalla um lagafrumvarpið og mótmæla því.80

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 79.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996,
82–89.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996,
62–63.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 103.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 104.

Svo fór að frumvarpið var dregið til baka og teknar á ný upp viðræður aðila á vinnumarkaði um bættar samskiptareglur. Forysta ASÍ og landssambanda lagði til að gerður yrði rammasamningur um þessi efni þar sem fjallað yrði um kjarasamninga og gerð þeirra, umboð samningsaðila, viðræðuáætlanir og vinnustöðvanir. Atvinnurekendur töldu að ákvæði af þessu tagi bæri að lögbinda og stjórnvöld reyndust einnig vera á þeirri skoðun.81 En andstaða verkalýðshreyfingarinnar hafði sín áhrif. Frumvarpinu var breytt verulega í meðförum Alþingis og voru felld út mörg þeirra atriða sem verkalýðshreyfingin beitti sér harðast gegn. Lögin voru samþykkt í lok maí 1996.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996, 64,
70–71.

Þrátt fyrir að nokkuð hefði verið komið til móts við verkalýðshreyfinguna var forysta hennar ósátt við niðurstöðuna og ekki síst hvernig að breytingunum var staðið. Hún taldi að með lögunum hefði verið brotin hefð um að móta reglur um samskipti á vinnumarkaði sameiginlega og friðsamlega. Friði á vinnumarkaði væri stefnt í hættu með framgöngu af þessu tagi og afskiptum af innri málefnum verkalýðshreyfingarinnar.82

Sjá m.a. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson 2008, 196.

Breytingar á vinnulöggjöfinni höfðu þó minni áhrif á starf verkalýðshreyfingarinnar en margir forystumenn hennar höfðu álitið. Samhliða því að gerðir voru nýir kjarasamningar árið 1997, hinir fyrstu eftir samþykkt nýju vinnulöggjafarinnar, sömdu sum verkalýðsfélög, t.d. Dagsbrún-Framsókn, um nýja viðræðuáætlun fyrir næstu kjarasamninga. Samkvæmt samkomulaginu áttu aðilar að kynna hugmyndir sínar um endurnýjun samninga að minnsta kosti fjórum mánuðum áður en gildistími samninga væri liðinn. Þessum þætti átti að vera lokið þremur mánuðum áður en samningurinn rynni út og bæri þá að hefja viðræður um sérsamninga. Tveimur mánuðum áður en samningarnir væru lausir áttu síðan að hefjast umræður um kaupliði. Næðust samningar ekki áður en mánuður væri eftir af samningstímanum mátti vísa málinu til sáttasemjara. Tækist ekki að ljúka viðræðum á þeim tíma mátti taka ákvarðanir um aðgerðir til þess að þrýsta á um að samkomulag næðist.83 Þessi áætlun leit vel út en annað mál var hvort unnt væri að fylgja henni. En ekki verður annað sagt en að framfaraspor væri að setja upp áætlun af þessu tagi og gat það vart annað en leitt til betri vinnubragða. Að þessu leyti voru áhrif nýrrar vinnulöggjafar til góðs.

Morgunblaðið 26. mars 1997, 11.

Í þessum sömu samningum reyndi einnig á afgreiðslu samninga í stéttarfélögunum samkvæmt nýju vinnulöggjöfinni. Samkvæmt henni þurfti að minnsta kosti fimmtungur af félagsmönnum viðkomandi stéttarfélaga að greiða atkvæði um þann samning sem til umræðu var, atkvæðagreiðsla átti að vera almenn og leynileg.84 Þegar greidd voru atkvæði um samning VR í mars 1997 tóku einungis 8,7% þátt í atkvæðagreiðslunni eða ríflega 1000 manns. Rétt rúmlega helmingur þátttakenda samþykkti samninginn. En jafnvel þó að meirihluti þátttakenda hefði fellt samninginn hefði það ekki dugað til. Því er ljóst að það að sitja heima og greiða ekki atkvæði hafi jafngilt því að samþykkja viðkomandi samning og mátti spyrja sig hvort reglur af þessu tagi væru heppilegar ef haft var í huga að auka þyrfti þátttöku fólks í starfi stéttarfélaganna. Á þetta benti Magnús L. Sveinsson, formaður VR, og taldi ekki til bóta. Ýmis fleiri sams konar tilvik má nefna þar sem þátttaka í atkvæðagreiðslu stórra félaga var undir því lágmarki sem lögin gerðu ráð fyrir.85 Sum félög brugðust við lítilli þátttöku með því að hafa kjörkassa á vinnustöðum til að auðvelda fólki að taka þátt.86 Segja má að þessi viðleitni, að gefa fólki kost á að taka afstöðu til kjarasamninga án þess að mæta á félagsfundi, hafi verið jákvæð. Á hinn bóginn drógu þessar breytingar úr gildi félagsfunda sem vettvangs fyrir skoðanaskipti; ef unnt var að kjósa án þess að mæta á fundina var líklegt að margir veldu þann kost. Breytingarnar voru því tvíbentar og urðu sennilega ekki til þess að auka lýðræði í verkalýðshreyfingunni.

Fréttabréf ASÍ, 21. febrúar 1997, 2–3.
Morgunblaðið 27. mars 1997, 2. – Einnig m.a. Morgunblaðið
14. maí 2004, 60.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, athugasemd í mars 2011.

Vörður

 • 1963 Samflot verða almennari.
 • 1978 Breytingar á vinnulöggjöfinni, sett sérstök lög um sáttastörf í vinnudeilum.
 • 1983 og 1988 Samningsréttur afnuminn tímabundið.
 • 1990 Samningsbundnar kauphækkanir til BHM afnumdar.
 • 1996 Breytt vinnulöggjöf.
 • 1997 Gert samkomulag um vinnustaðasamninga.
 • 2007 Samstarfssamnginur ASÍ og aðildarfélaga og -sambanda.

Næsti kafli

Félagsleg réttindi og félagslíf