Efnisyfirlit

Deila sögu ASÍ

Tímabilið fram til 1940

Á námskeiði í framsögn hjá Félagsmálaskóla alþýðu árið 1977. Gunnar Eyjólfsson leikari leiðbeinir og beinir hér orðum sínum að Jóhönnu Friðriksdóttur frá verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyjum.

Fræðslu- og menningarmál

Saga ASÍ: Til velferðar › Tímabilið frá 1960 og fram til 2010

Fræðslu- og menningarmál

Þegar ég kom fyrst í Félagsmálaskólann var ég alls ekki virk í starfi innan félagsins. Ég hafði verið þar stutt og aðeins mætt þar á einn fund. Mér finnst sú þekking sem ég hef öðlast hér, sé hreint ómetanleg og hafi komið að miklu gagni, enda hef ég verið sístarfandi í félaginu síðan ég kom hingað fyrst. … Námið hér hefur þannig opnað mér nýjan heim sem ég þekkti ákaflega lítið áður en hef mikinn áhuga á.1 (Sigrún D. Elíasdóttir, tók þátt í Félagsmálaskóla al þýðu árið 1980.)

Vinnan XXX (1980) 3. tbl., 7.

Menningar- og fræðslusamband alþýðu (MFA)

Á 31. þingi sínu árið 1968 ákvað ASÍ að koma á laggirnar Menningar- og fræðslumálastofnun ASÍ. Þeir Stefán Ögmundsson, prentari, Helgi Guðmundsson, trésmiður, Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Óðinn Rögnvaldsson, prentari og Sigurður E. Guðmundsson, skrifstofustjóri, voru kosnir í stjórn Fræðslu- og menningarsjóðs ASÍ sem stofnaður var af þessu tilefni. Þeir Sigurður og Stefán höfðu báðir verið sérstakir áhugamenn um framgang þessa máls og Sigurður hafði raunar lagt til að Alþýðuflokkurinn afhenti ASÍ hið gamla MFA.2 Af því varð þó ekki en engu að síður var hið gamla nafn MFA tekið upp, án þess að Alþýðuflokkurinn hreyfði andmælum við því. Árið eftir voru lagðar fram tillögur um stofnun Menningar- og fræðslusambands alþýðu, MFA, á sambandsstjórnarfundi sem haldinn var í nóvember það ár og var ákveðið að umrædd stjórn yrði jafnframt fyrsta stjórn MFA.3

Alþýðublaðið 18. mars 1972, 10–11.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1994, 216–217.

Með stofnun MFA rættist gamall draumur margra í verkalýðshreyfingunni um fræðslustofnun, en reynt hafði verið að koma á fót slíkri stofnun með MFA hinu eldra sem fjallað er um í fyrra bindi þessa verks. Hið íslenska MFA átti margt sameiginlegt með svipuðum samtökum á hinum Norðurlöndunum, enda var leitað mikið til nágrannalandanna við undirbúning að stofnun nýja MFA. Meðan á honum stóð kom Bjartmar Gerde, einn af forstöðumönnum norska menningar- og fræðslusambandsins, í heimsókn til Íslands í boði Menningar- og fræðslusjóðs ASÍ. Gerde bauð fram aðstoð norska sambandsins við að byggja upp íslenska fræðslustofnun fyrir verkalýðshreyfinguna.4 Hið íslenska MFA skar sig þó nokkuð frá systursamtökum sínum á hinum Norðurlöndunum á þann hátt að aðild að MFA áttu ekki önnur samtök en aðildarfélög ASÍ, ólíkt því sem var á hinum Norðurlöndunum þar sem aðild var breiðari og fleiri samtök tóku þátt. MFA var fjármagnað af alþýðusamtökunum (með 10% af skattgjaldi til ASÍ) og með styrkjum frá hinu opinbera sem forystu MFA þóttu stundum naumt skammtaðir.5

Þjóðviljinn 12. október 1969, 3.
Þjóðviljinn 18. október 1975, 8. – ÞÍ. Studie- og kontaktbesøg
hos MFA i Island 1975. Sögus. verkal. A31: 21/1. Bréfasafn.
Málasafn. Norræn bréfaskipti.

Menningar- og fræðslusambandið hóf störf með því að halda tvö námskeið veturinn 1969–1970 í samvinnu við Bréfaskóla SÍS og ASÍ. Fyrra námskeiðið fjallaði um sjóði og tryggingar en hið síðara um vinnu, laun og lífeyri.6 Það var haldið í húsakynnum MFA og Listasafns ASÍ að Laugavegi 18. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri á Bifröst, sá um mótun og undirbúning þessara fyrstu námskeiða, ásamt Baldri Óskarssyni og Stefáni Ögmundssyni. Guðmundur stjórnaði einnig námskeiðunum en hann var jafnframt skólastjóri Bréfaskóla SÍS og ASÍ og því eðilegt að leita til hans með umsjón þeirra.7 Ágætt samstarf hafði tekist á milli Sambands íslenskra samvinnufélaga og Alþýðusambandsins um rekstur Bréfaskóla SÍS sem Sambandið hafði rekið allt frá 1940. Samkvæmt samþykktum skólans, eftir að samstarf hafði verið tekið upp við Alþýðusambandið árið 1965 og skólinn hafði fengið nafnið Bréfaskóli SÍS og ASÍ, átti að leggja aðaláherslu á fræðslu um félagsleg og hagræn mál, atvinnulíf Íslendinga og almenna menntun.8 Árið 1971 færði MFA út kvíarnar og hélt námskeið á Akureyri í samstarfi við Alþýðusamband Norðurlands og síðar á árinu einnig í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum.9

Lbs. Hdr., Hannibal Valdimarsson, ýmis gögn 1969–1972.
Bréf til verkalýðsfélaga um námskeið 12. febrúar 1970.
Lbs. Hdr., Hannibal Valdimarsson, ýmis gögn ódagsett 2.
Gögn um Bréfaskóla SÍS og ASÍ og Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu, ódagsett. – Tíminn 5. desember 1969, 16.
Þjóðviljinn 30. desember 1965, 12. – Lbs. Hdr., Hannibal
Valdimarsson, ýmis gögn ódagsett 2. Um Bréfaskóla SÍS og
ASÍ, ódagsett.
ÞÍ. Sögus. verkal. A01: 41/1. Stofnanir innan ASÍ. Fræðslu-
nefnd ASÍ. MFA. Gögn frá MFA.

Yfirlit yfir námskeið MFA og Bréfaskóla SÍS og ASÍ árið 1970.

Á 32. þingi ASÍ árið 1972 var samþykkt ítarleg stefnumörkun fyrir MFA. Samkvæmt henni átti stofnunin að beita sér að eftirfarandi:

 1. Koma á leshringjastarfi, svipað og tíðkaðist hjá öðrum fræðslusamböndum á hinum Norðurlönd-unum.
 2. Halda lengri og styttri námskeið um félagsleg verkefni.
 3. Koma á fót fræðsluhópastarfi um félagsleg mál, tungumál, listir o.fl.
 4. Efna til umræðufunda um mál sem eru ofarlega á baugi.
 5. Halda stefnumarkandi ráðstefnur.
 6. Halda fundi með starfshópum á vinnustöðum.

Kynning á starfi MFA árið 1973. Kynningin fór fram í Vélsmiðjunni Héðni við Seljaveg í Reykjavík, í vel búnum matsal fyrirtækisins. Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna ávarpar samkomuna. Sýndur var leikþátturinn Sá er vinur sem í raun reynist eftir Véstein Lúðvíksson. Þar lék Kjartan Ragnarsson leikari atvinnurekanda en Sigmundur Örn Arngrímsson lék verkamann. Sýning frá Listasafni ASÍ á veggjum. Beint fyrir framan Guðjón situr Hjörleifur Sigurðsson, starfsmaður Listasafnins en á móti honum við borðið, vinstra megin, er Stefán Ögmundsson, formaður MFA. Aftast, lengst til vinstri, má sjá Baldur Óskarsson, starfsmann MFA.

 1. Koma á fót sögu- og minjasafni og bókasafni.
 2. Annast tengsl við nágrannalönd á sviði fræðslu-mála.
 3. Skipuleggja fræðsluverkefni fyrir einstök verka-lýðsfélög.
 4. Koma útgáfu Vinnunnar af stað á ný.
 5. Sjá um útgáfu fræðslurita, fréttabréfs, námsgagna og bæklinga.

Þá vildi MFA starfrækja Félagsmálaskóla alþýðu og átti hlutverk hans að vera að mennta og þjálfa fólk sem væri starfandi innan verkalýðshreyfingarinnar. Sérstaklega bæri að sinna þörfum trúnaðarmanna og leiðbeinenda innan verkalýðshreyfingarinnar. Um þetta leyti, í ársbyrjun 1972, var Baldur Óskarsson ráðinn fræðslustjóri MFA, en þar var þá einnig starfandi Hjörleifur Sigurðsson, listmálari, sem starfaði bæði fyrir MFA og Listasafn ASÍ.10 Hugmyndir voru um að koma því til leiðar að skólinn yrði ríkisstofnun og kostaður af hinu opinbera. Var lagt fram stjórnarfrumvarp þess efnis á Alþingi árið 1973, en ekki varð þó af setningu slíkra laga.11

Alþýðublaðið 18. mars 1972, 11.
Sjá Alþingistíðindi 1973–1974 A, 1312–1313.

Fyrstu fræðsluhóparnir á vegum MFA voru settir á laggirnar á haustmánuðum 1973 og voru þá starfræktir fjórir hópar. Einn fjallaði um ræðuflutning og fundarstörf og var honum stýrt af Baldri Óskarssyni. Annar hópur, í umsjá Baldurs og Stefáns Ögmundssonar, fomanns MFA, fjallaði um kjarabaráttu og samningagerð. Þriðji hópurinn fjallaði um launamisrétti kynjanna og stýrði honum Vilborg Harðardóttir, blaðamaður. Þá leiddi Sigurður A. Magnússon, ritstjóri og rithöfundur, hóp um þjóðfélagsbókmenntir.12

Vinnan XXIII (1973) 1. tbl., 9.

Í samræmi við stefnumörkunina var tekin upp sú nýjung árið 1973 að MFA gekkst fyrir vinnustaðafundum. Fundirnir voru haldnir í samvinnu við einstök stéttarfélög og vinnustaði. Fyrsti fundurinn var haldinn í Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík. Hann hófst með ávarpi formanns Félags járniðnaðarmanna, Guðjóns Jónssonar. Síðan var fluttur leikþátturinn Sá er vinur sem í raun reynist eftir Véstein Lúðvíksson. Þá var kynning á MFA og loks voru almennar umræður. Einnig var sett upp sýning í kaffistofu Héðins á vegum Listasafns ASÍ. Vinnan sagði að markmiðið með þessu starfi væri að

Kvöldvaka hjá MFA á áttunda áratugnum, Jakob S. Jónsson spilar á gítar.

vekja áhuga alls verkafólks á virkri þátttöku í stéttarfélagi sínu, veita því upplýsingar um fræðslustarf MFA, flytja hin dýrmætu listaverk Listasafnsins út til fólksins þannig að það geti notið þeirra, og síðast en ekki síst, að fá hugmyndir verkafólksins um hvernig fræðslunni skuli hagað, og koma á eðlilegum skoðanaskiptum á milli verkafólks og forystumanna í samtökum þess.

Slíkir fundir voru síðan haldnir á ýmsum fleiri vinnustöðum.13

Vinnan XXIII (1973) 1. tbl., 14–15. – Vinnan XXIII (1973) 2.
tbl., 13.

Árið 1976 var þessi starfsemi síðan aukin í samvinnu við samstarfsstofnanir MFA á Norðurlöndunum, en þær stóðu á gömlum grunni. Slík samtök voru t.d. stofnuð í Svíþjóð árið 1912.14 Ákveðið var að efla slíkar kynningar og skoðanaskipti á vinnustöðum og meðal almennings og var átakið kallað „örvandi fræðslustarf“ eða „uppsökande verksamhet“ á sænsku. Þetta verkefni fór fram samtímis á öllum Norðurlöndunum og gerð var þriggja ára áætlun. Fyrsta árið átti einkum að beina sjónum að tilteknum fyrirtækjum, annað árið að ákveðnu sveitarfélagi eða íbúðahverfi en lokaárið að tilteknum samtökum, t.d. að samtökum fatlaðra. Markmið með verkefninu var ekki síst að reyna að ná til fólks sem hefði notið lítillar skólagöngu. Starfið á þessum vettvangi hófst með því að tekið var upp samstarf við Iðju, félag verksmiðjufólks, og leitað til þriggja fyrirtækja sem hafði starfsfólk þess í vinnu. Síðan var ráðinn erindreki sem ræddi við fólk á þessum vinnustöðum og bauð þátttöku á námskeiðum á vegum verkefnisins. Þrjú námskeið voru í boði: Saga og markmið verkalýðshreyfingarinnar, þar var Ólafur R. Einarsson, sagnfræðingur, leiðbeinandi; Íslenska þjóðfélagið, leiðbeinandi var Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor; og loks hafði Sigurður Karlsson, leikari, umsjón með leikhússkynningu. Niðurstaðan af þessari tilraun var jákvæð, góð þátttaka var af hálfu verkafólksins og flestir þeirra sem létu skrá sig til þátttöku tóku síðan þátt í námskeiðum sem stóðu til boða.15

Vinnan XXVIII (1978) 6. tbl., 25.
Vinnan XXVII (1977) 1. tbl., 14.

Fyrrgreind stefnumörkun fyrir MFA gerði einnig ráð fyrir að komið yrði á fót Félagsmálaskóla alþýðu, sem fyrr segir. Slíkur skóli var síðan fyrst settur í Ölfusborgum í febrúar 1975 og sagði Vinnan af því tilefni að ekki væri „vansalaust að íslensk verkalýðshreyfing skuli ekki fyrir löngu hafa sett á stofn sérstakan verkalýðsskóla, þar sem meðlimir hreyfingarinnar geti sótt sér alhliða þekkingu um sín eigin mál og það þjóðfélag sem þeir búa við“. Alþýðusambandið samþykkti reglugerð um skólann árið 1975. Félagsmálaskólinn átti ekki að vera venjulegur skóli. Hlutverk hans átti að vera að „mennta og þjálfa fólk úr verkalýðshreyfingunni með það fyrir augum að efla þroska þess og hæfni til að vinna að bættum kjörum og frelsi alþýðustéttanna“.16 Þar gætu nemendur unnið að því að „skiptast á skoðunum, miðla þekkingu sinni og reynslu og kryfja námsefnið til mergjar“, að sögn þáverandi námsstjóra skólans, Bolla B. Thoroddsen.17

Vinnan XXV (1975), 1.– 2. tbl., 9.
Vinnan XXV (1975) 4. tbl., 17.

Í Félagsmálaskóla alþýðu árið 1981 þegar skólahald var í fyrsta sinn utan Ölfusborga; hér fór námskeiðið fram í Flókalundi í Vatnsfirði og stóð það í tvær vikur. Námskeið af þessu tagi voru fyrir starfs- og stjórnarmenn verkalýðsfélaganna og fjölluðu um málefni sem viðkom starfsemi þeirra. Þema þessa námskeiðs var saga verkalýðshreyfingarinnar og var öðru fremur horft til þeirra áhrifa sem hún hefði haft á íslenskt samfélag. Einn af fyrirlesurunum á þessu námskeið var Snorri Jónsson, fyrrverandi forseti ASÍ. Á þessu námskeiði hófst samstarf við Sjálfsbjörg, félag fatlaðra. Á myndinni eru m.a.: 2. f.v. Sigurrós Sigurjónsdóttir frá Sjálfsbjörg, 3. f.v. Þórunn Gunnarsdóttir frá Framtíðinni í Hafnarfirði, 5. f.v. Guðmundur Ómar Guðmundsson frá Trésmiðafélagi Akureyrar, og 7. f.v. Pétur Halldórsson frá Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri.

Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASÍ, kennir á námskeiði trúnaðarmanna árið 1993.

Á fyrstu árum MFA var starfið því einkum þríþætt: a) námskeið, ekki síst um störf trúnaðarmanna og vinnuumhverfi; b) fræðsluhópar. Slíkir hópar fjölluðu m.a. um listir, kjaramál og fundarstörf; c) félagsmálaskóli. Starfsstöð Félagsmálaskóla alþýðu var í Ölfusborgum við Hveragerði. Skólanum var skipt upp í annir, í fyrstu tvær vikur í senn, og mismunandi efni var tekið fyrir á hverri önn. Á þriðju önn var til dæmis fjallað um efnahagslífið og gerð kjarasamninga, en á fyrri önnunum tveimur var einkum leitast við að auka færni fólks við að tjá sig. MFA stóð einnig fyrir félagsmálanámskeiðum vítt og breitt um landið í samstarfi við viðkomandi verkalýðsfélög þar sem fjallað var um grunnþætti í félagsstarfi og ræðumennsku.18

Vinnan XXV (1975) 4. tbl., 18. – Vinnan XXX (1980) 3. tbl.,
6–7. – Vinnan XXXI (1981) 5. tbl., 18–19. – Snorri Konráðsson
1986, 21.

Árið 1986, þegar Alþýðusambandið hélt þing sitt, kom í ljós að um fjórðungur fulltrúa á þinginu hafði sótt Félagsmálaskólann og um það leyti höfðu hátt í 800 manns sótt þar nám. Nemendahópurinn var fjölskrúðugur þegar bakgrunnurinn var skoðaður, frá „sextán ára til rúmlega sjötugs. Fólk sem aðeins hefur hlotið nám í nokkurra vikna farkennslu allt til háskólaprófs“.19

Snorri Konráðsson 1986, 19.

Námskeið fyrir trúnaðarmenn hafa verið mikilvægur þáttur í starfseminni. Samið var um það í kjarasamningum árið 1977 að trúnaðarmenn gætu fengið leyfi á fullum daglaunum til þess að sækja námskeið sem stæðu allt að vikutíma. Félagsmálaskólinn tók að sér að halda námskeið fyrir trúnaðarmennina og varð það annað mikilvægasta verkefni skólans. Mörg hundruð manns höfðu sótt slík námskeið árið 1980 og voru þau haldin í heimabyggð í samstarfi við viðkomandi stéttarfélög. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi var haldið í samvinnu Sóknar og MFA í október 1977.20

Fréttabréf ASÍ, 15. desember 1977, 3. – Vinnan XLI (1991) 7.
tbl., 11. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið

Trúnaðarmannanámskeiðin bættu úr brýnni þörf. Þau voru nánast eini vettvangurinn þar sem trúnaðarmenn gátu treyst starfsgrundvöll sinn. Á þessum námskeiðum var fjallað um starf trúnaðarmanna á vinnustaðnum, samskipti við starfsfélaga og yfirmenn, og um réttindi trúnaðarmanna í samræmi við samninga og lög. Þá var einnig kynnt starf og stefna ASÍ og MFA, rætt um rétt fólks vegna veikinda og slysa, og til orlofs og atvinnuleysisbóta. Einnig var fjallað um lífeyrissjóði, almannatryggingar, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og öryggismál. Í stuttu máli var veitt innsýn í alla helstu þætti sem trúnaðarmaður þurfti að kunna skil á til að geta sinnt verkefnum sínum.21

Vinnan XXIX (1979) 4. tbl., 5.

Þessum námskeiðum var líka vel tekið. Ein trúnaðarkona, Björk Jónsdóttir, sem tók þátt í námskeiði af þessu tagi, sagði að „algjör nauðsyn“ væri að taka þátt:

Við förum hér yfir alla samninga, ræðum aðbúnað á vinnustað og vinnufatnað. Eiginlega allt sem viðkemur vinnustaðnum og hefur komið frá Alþýðusambandinu. … Ég tel mig hafa lært mikið á þessu. Fyrst og fremst hefur vakið athygli mína, að eiginlega hefur maður aldrei vitað hvað verkalýðsfélag er og hvaða möguleika það hefur.22

Vinnan XXIX (1979) 4. tbl., 6.

Trúnaðarmannanámskeiðin skiptu því gjarnan sköpum fyrir þá sem tóku þátt í þeim.

Fræðslustarfsemi MFA varð smám saman fjölbreyttari næstu árin. Árið 1981 var m.a. haldið námskeið um nýsett lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og um skipulag og starfsemi verkalýðssamtakanna. MFA fór einnig að fikra sig inn á önnur svið með almennu námskeiðshaldi og tómstundastarfi, iðulega í samvinnu við einstök verkalýðsfélög. Til dæmis voru haldin námskeið í framsögn og um ljósmyndun, vellíðan á efri árum, umhverfismál og náttúruvernd árið 1982 í samstarfi við félög iðnaðarmanna í Reykjavík.23

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1982, 103
og áfram.

Lög um Félagsmálaskóla alþýðu voru sett árið 1989, en fram til þess hafði MFA fengið framlag úr ríkissjóði. Auk þess fékk MFA skatttekjur frá aðildarfélögum ASÍ. Í lögunum sagði að hlutverk skólans væri „að mennta fólk úr samtökum launafólks með það fyrir augum að efla sjálfstraust þess, þroska og hæfni til þess að vinna að bættum lífskjörum verkalýðsstéttarinnar“. Meta bæri námið til áfanga í framhaldsskólum eftir því sem við ætti. Lagasetningin hafði þá breytingu í för með sér að skólinn var einnig opnaður félagsmönnum BSRB.24 Með þessu var stigið stórt skref til að tryggja viðgang skólans, en stjórnvöld höfðu þó lengi styrkt fræðslu- og menningarstarf á vegum verkalýðshreyfingarinnar.25 Starfsemi Félagsmálaskólans fór fyrst og fremst fram í Ölfusborgum, en eftir 1990 voru haldin námskeið þar sem var eftirspurn og viðunandi aðstaða. Slík námskeið voru ýmist beint á vegum skólans eða þau voru keypt af öðrum skólum sem höfðu sérþekkingu á viðkomandi sviðum.26

Vinnan XXXIX (1989) 6. tbl., 3. – Fréttabréf ASÍ, 30. maí
1989, 4. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið
Sjá m.a. Skýrsla forseta um störf miðstjórnarAlþýðusambands
Sjá m.a. Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið

Oddný Guðmundsdóttir, fyrsti íslenski Genfarskólaneminn. Myndin er tekin árið 1936, trúlega í Genf. Sá til hægri er óþekktur.

Börn á námskeiði í listasmiðju í Ölfusborgum á vegum MFA. Ína Salome Hallgrímsdóttir, kennari, leiðbeinir börnunum.

MFA lagði áherslu á að auka samstarf við sambærilegar stofnanir í nágrannalöndunum enda höfðu verkalýðshreyfingar þeirra landa langa reynslu á þessu sviði. Norrænu fræðslu- og menningarsamtökin voru skipulögð í ABF (Arbetarnas bildningsforbund) i Norden, MFA á Norðurlöndum, eins og samtökin voru kölluð hérlendis. Þau voru stofnuð árið 1975. Sameiginleg skrif stofa samtakanna var í Stokkhólmi.27

Vinnan XXX (1980) 5.–6. tbl., 6–8.

Meðal samstarfsverkefna voru menningardagar, haldnir í tengslum við ýmsar starfsstéttir, gagnkvæmar heimsóknir tónlistarhópa og miðlun fræðslu- og kennsluefnis. Eitt þeirra verkefna sem þessi samtök réðust í voru samnorrænir menningardagar. Nefna má að verkefnið „Maðurinn og hafið“ sem staðið var fyrir í Vestmannaeyjum var afrakstur af slíku samstarfi árið 1978. Samstarfsverkefnið „Vinna, umhverfi, frístundir“ á Akureyri var einnig sambærilegt samstarfsverkefni. Það var hald ið árið 1980 með megináherslu á Slippstöðina á Akur eyri.28 Þá var einnig starfræktur norrænn skóli á vegum menningar- og fræðslusambanda landanna. Norrænu löndin skiptust á að hafa forystu um skólahaldið. Skólinn stóð fyrir námskeiðshaldi á mismunandi stöðum á Norðurlöndum en einnig utan þeirra, t.d. í Brussel, eitt árið var hann í Eistlandi og annað á Grænlandi. Á þennan hátt urðu mikil kynni á milli þeirra sem störfuðu að þessum málum á Norðurlöndunum sem var ómetanlegt fyrir MFA. Þá var MFA einnig aðili að Alþjóðasambandi fræðslusambanda verkalýðshreyfingarinnar.29

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 34. sambandsþing 1980,
47.
Samkvæmt upplýsingum Þráins Hallgrímssonar 2010 og
Ingibjargar E. Guðmundsdóttur 2010. – Fréttabréf ASÍ, 28.
febrúar 1992, 4. – Sjá einnig Skýrsla forseta um störf Alþýðu-

MFA studdi fólk til námsdvalar í Norræna Genfarskólanum eða Nordiska Folkhögskolan i Geneve. Hann er sex vikna sumarskóli á vegum verkalýðssamtakanna á Norðurlöndum. Skólinn sérhæfir sig í alþjóðlegum málum launafólks og er eins konar „háskóli stéttarfélaganna“. Hann hefur bein tengsl við Alþjóðavinnumálastofnunina og Alþjóðavinnumálaþingið sem er haldið á sama tíma og skólahaldið fer fram. Margir Íslendingar hafa verið nemendur í skólanum og einnig sinnt þar kennslu og skólastjórn. Skólinn var stofnaður árið 1931.30 Fyrsti íslenski þátttakandinn í Genfarskólanum var Oddný Guðmundsdóttir, kennari, árið 1936.

Samkvæmt upplýsingum Þráins Hallgrímssonar 2010. –
1. tbl., 14–15. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands

Árið 1985 var gerður samstarfssamningur á milli MFA og Tómstundaskólans um að þessir aðilar rækju skólann sameiginlega í eitt ár.31 MFA keypti svo Tómstundaskólann árið 1986, en hann hafði verið stofnaður um áramótin 1984–1985 og starfaði bæði í Reykjavík og á Akureyri í fyrstu, en fljótlega lagðist starfið á Akureyri af. Skólinn naut nokkurra styrkja frá opinberum aðilum en einnig frá mörgum verkalýðsfélögum. Almennt var þó til þess ætlast að hann stæði sjálfur undir rekstrinum. Á haust- og vorönn 1990–1991 voru um 1500 þátttakendur í námskeiðum á vegum skólans og voru þrír fjórðu þeirra konur.32 Skólinn beitti sér fyrir námskeiðum í mörgum greinum, listnámi fyrir börn og unglinga, fjölbreyttu tungumálanámi og margvíslegum námskeiðum í handverki og listum. Á öndverðum tíunda áratugnum náðu Íslendingasögunámskeið Jóns Böðvarssonar, sem haldin voru á vegum skólans, miklum vinsældum.33 Skólinn varð brátt meðal helstu stofnana í landinu á sviði fullorðinsfræðslu. Um miðjan tíunda áratuginn skiptu nemendur skólans þúsundum. Árið 1995 keypti Tómstundaskólinn svo tungumálaskólann Mími (upphaflega í eigu Einars Pálssonar) af Stjórnunar félagi Íslands, en hann hafði verið starfræktur allt frá árinu 1947. Nafni skólans var breytt fljótlega eftir það í Mímir – Tómstundaskólinn og nokkrum árum síðar, eða 2003, í Mímir-símenntun. Árið 1994 fékk MFA umráð yfir gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu, en auk þess var kennt víða, m.a. í höfuðstöðvum MFA á Grensásvegi.34 Samhliða rekstri Tómstundaskólans átti ASÍ/MFA aðild að rekstri Bréfaskólans, sem fyrr hefur verið getið um, ásamt fleiri stofnunum og samtökum, en skólinn nýttist einkum fólki sem stundaði fjarnám á landsbyggðinni. Þar var á boðstólum nám í tungumálum, bókmenntum og fleiri greinum, MFA hætti aðild að Bréfaskólanum árið 1995.35

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1985, 118.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1991,
141–142.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1993, 190.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1995,
232–233, 237.
Vinnan XXV (1975), 1.– 2. tbl., 11–12. – Skýrsla forseta um störf

Nokkrir af bæklingum MFA um vinnurétt. Kraftur var í útgáfu á vegum MFA á níunda áratugnum.

MFA stóð einnig fyrir margvíslegri útgáfu, ekki síst í tengslum við fræðslustarfið. Til dæmis gaf stofnunin út ritið Handbók verkalýðsfélaga árið 1976, síðar Hand-bók vinnustaðarins. Trúnaðarmaðurinn á vinnustað kom út 1980 og Syngjum, söngbók MFA kom út árið 1982 og náði miklum vinsældum.36 Jafnframt voru gefnir út fræðslubæklingar um Alþýðusambandið og hagsmunamál launafólks undir heitinu Þættir úr vinnurétti. Þá var einnig gefið út efni um umhverfismál, vinnuverndarmál, orlofsmál, verktöku og ýmis önnur réttindamál verkafólks. MFA hafði gefið út um 15 titla árið 1986, mest grunnrit til notkunar í stéttarfélögum og á vinnustöðum. Enn má nefna bókina Umheimurinn og ábyrgð okkar (1989) sem var gefin út sameiginlega af MFA á Norðurlöndunum. Þar var fjallað um umhverfis- og friðarmál í alþjóðlegu samhengi. Árið 1990 var gefið út ritið Samtök launafólks og Evrópubandalagið. Útgáfa á fréttabréfi, Minnisblaði MFA, hófst árið 1987 og stóð um skeið. MFA stóð einnig fyrir hljómplötuútgáfu á öndverðum níunda áratugnum (Almannarómur og Við erum fólkið).37 Alþýðusambandið fékkst einnig við útgáfu, t.d. á ritinu Stéttarfélög og vinnudeilur eftir Láru V. Júlíusdóttur (1995), auk Skýrslu forseta um störf Alþýðusambands Íslands, sem er ein helsta heimild um störf sambandsins frá öndverðu og hefur komið út árlega undanfarna áratugi.

Fréttabréf ASÍ, 12. maí 1982, 3–4.
Samkvæmt upplýsingum Þráins Hallgrímssonar 2010. – Þjóð-
steinsson. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands

Frá leiksýningunni Uppgjörið eða hvernig ung kona kemst í vanda og gerir upp hug sinn árið 1982 og var þar m.a. fjallað um málefni fatlaðra. Verkið var eftir Gunnar Gunnarsson og sett upp á vegum MFA og Þjóðleikhússins. Það var sýnt á vinnustöðum í samstarfi við verkalýðsfélögin. Leikendur voru Guðmundur Magnússon og Edda Þórarinsdóttir.

MFA stóð fyrir ýmsum fleiri verkefnum um og upp úr 1980, enda blómstraði starfsemin. Til dæmis var efnt til tónleika á vinnustöðum úti um land, t.d. í júní 1981 í samvinnu við Vísnavini. Árið eftir hafði MFA samvinnu við sönghópinn Hálft í hvoru um söngferðir út um land. MFA stóð einnig fyrir leiksýningum og samkeppni um gerð leikþátta, m.a. árið 1978. Leikritið Vals eftir Jón Hjartarson var valið besta verkið. Það var svo sýnt víða á vinnustöðum árið eftir.38 MFA átti einnig í samstarfi við Þjóðleikhúsið um að koma upp leiksýningum, t.d. með uppsetningu á verkinu Uppgjörið, eða hvernig ung kona kemst í vanda og gerir upp hug sinn eftir Gunnar Gunnarsson. Verkið var sýnt í samvinnu við fjölda stéttarfélaga og vinnustaða.39 Nokkrum árum seinna var leikþátturinn Stóllinn hans afa eftir Karl Ágúst Úlfsson æft og sýnt víða hjá sömu aðilum. Það varð um skeið reglulegur liður í starfsemi MFA að flytja stutta leikþætti á vinnustöðum í samstarfi við ýmsa leikhópa sem iðulega voru kostaðir af viðkomandi stéttarfélögum.

Fréttabréf ASÍ, 26. nóvember 1979, 4.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1982,
112–113.

Nemendur í verklegu námi í Iðnskólanum í Reykjavík á sjötta áratugnum, vélin er svokölluð toppventlavél, örugglega bílvél.

Starfsmenntun

Starfsmenntun hefur verið skilgreind þannig að hún sé „nám sem fer fram utan við hið hefðbundna skólakerfi, fyrir fólk í starfi, fólk sem vill skipta um starf eða hefur ekki stundað tímabundið launaða vinnu“.40

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 36. sambandsþing 1988,
69.

Félög iðnaðarmanna og verslunarmanna höfðu lengi tengst menntamálum á sínum sviðum. Þannig höfðu þau forgöngu um nám fyrir iðnaðarmenn á ofanverðri 19. öld sem leiddi síðar til stofnunar Iðnskólans í Reykjavík árið 1904 og síðar margra annarra iðnskóla. Um miðja 20. öld varð iðnnámið hluti af hinu opinbera skólakerfi. Þá stofnaði Verzlunarmannafélagið í Reykjavík Verzlunarskólann árið 1905 og rak hann til 1922 þegar Verzlunarráð tók hann yfir. Aðilar á vinnumarkaði hafa því lengi tengst menntun fólks í atvinnulífinu en mismikið eftir greinum.41

Sjá m.a. Lýður Björnsson 1992 I, 66–69. – Gísli Jónsson 1967,
72 og áfram. – Einnig Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands

Endurmenntun og starfsmenntun í þeim skilningi sem lýst er hér að ofan var á hinn bóginn ekki umfangs mikil hér á landi lengi framan af, samanborið við nágrannalöndin. Á því varð ekki breyting fyrr en á ofan verðri 20. öld. Stöku verkalýðsfélög höfðu þó sinnt þessum málum, einkum eftir miðja 20. öld. Þannig hafði Félag járniðnaðarmanna forgöngu um það þegar árið 1963 að komið var á verklegum námskeiðum fyrir félagsmenn í samvinnu við Iðnskólann í Reykjavík.42 Í kjölfar samkomulags í kjarasamningum árið 1970 var ákveðið að hefja markvissa endurmenntun meðal málmiðnaðarmanna. Fyrstu námskeiðin hófust árið 1974 og voru haldin í tengslum við iðnskóla víðs vegar um landið. Fleiri iðngreinar tóku að sinna þessum efnum um sama leyti. Árið 1981 tók Fræðslumiðstöð iðnaðarins að sér að sjá um endurmenntun í iðnaði. Þess má geta að tvö fyrstu starfsárin luku um 1200 þátttakendur endurmenntunarnámskeiðum af þessu tagi.43

ÞÍ. Skýrsla stjórnar Félags járniðnaðarmanna 1963. Sögus.
verkal. A01: 31/8. Sambönd og félög í Reykjavík.
Sumarliði R. Ísleifsson 1994, 259–260. – ÞÍ. Skýrsla stjórnar
Félags járniðnaðarmanna 1976. Sögus. verkal. A01: 31/8.
Sambönd og félög í Reykjavík. – Friðrik G. Olgeirsson 2010,
160–162.

Um miðjan áttunda áratuginn var vaxandi áhugi á endurmenntun. Þá sömdu t.d. verslunarmenn um námskeiðshald fyrir sölumenn. Á níunda áratugnum var einnig samið um námskeið fyrir verslunar- og skrifstofufólk.44 Í samræmi við kjarasamninga Sóknar árið 1974 var komið á fót nefnd sem hafði það hlutverk að undirbúa starfsnám. Í tengslum við undirbúninginn fóru forystukonur Sóknar m.a. í kynnisferð til Svíþjóðar til þess að athuga hvernig staðið væri að þessum málum þar. Við gerð kjarasamninga árið 1976 var svo samið um ákvæði þess efnis að Sóknarkonur skyldu sækja námskeið, svonefnt kjarnanámskeið, sem yrði metið til launahækkunar.45

Magnús L. Sveinsson 2004, 20.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), 6, 16, 26–27.

Námskeiðin fóru lengst af fram hjá Námsflokkum Reykjavíkur undir forystu Guðrúnar J. Halldórsdóttur. Fyrir kom þó að námskeiðin voru flutt á vinnustaðina til starfsfólksins, ekki síst á staði þar sem fólk virtist vera hikandi eða óöruggt um hvort það ætti yfirleitt erindi á námskeið.46 Árið 1987 staðhæfði Guðrún að Sóknarnámskeiðin væru orðin „stór skóli innan Námsflokka Reykjavíkur“, enda hefðu allt að 400 manns lokið námskeiðum innan þess ramma á umliðnum vetri. Þá áttu allir starfshópar innan félagsins orðið námskeiðsrétt, en í kjarasamningunum 1985 og 1986 hafði Sókn samið um að allar starfsstéttir innan félagsins fengju rétt til þess að sækja námskeið. Árangurinn var margvíslegur, aukið sjálfstraust, aukin virkni í stéttarfélaginu og betri kjör.47

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009, (óprentað), 27 og áfram,
einnig 50.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), 99 og víðar.
Vinnan XL (1990), 4.–5. tbl., 5–6. – Sjá einnig Inga Huld
Hákonardóttir 1985, 156.

Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar var komið á fót í kjölfar kjarasamninga árið 1986, en starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins hafði um skeið fjallað um hvernig ætti að mæta nýrri tækni og breyttum atvinnuháttum á vinnumarkaðnum. Meðal niðurstaðna starfshópsins, sem aðilar vinnumarkaðarins tóku þátt í, voru þær ályktanir að nauðsynlegt væri að tryggja launafólki „eftirmenntun og þjálfun sem geri þeim kleift að laga sig að tæknibreytingum“. Í framhaldi af starfi hópsins var kallað til ráðstefnu síðla árs 1987 þar sem þessi mál voru rædd.48 Í framhaldinu var efnt til tilraunanámskeiðs í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði og í kjölfar þess víðar um landið. Samkomulagið fól í sér að viðkomandi starfsfólk fengi greidd laun úr Atvinnuleysistryggingasjóði meðan á námskeiði stæði og sjávarútvegsráðuneytið greiddi kostnað við kennslu og kennslugögn. Að loknu námskeiði átti fólk rétt á launahækkun. Á námskeiðunum fór m.a. fram fræðsla um hráefnið og meðferð þess, vinnuvistfræði, öryggi á vinnustöðum, kjarasamninga og lög, launakerfi við fiskvinnslu, afurðir og markaði sem og samvinnu og samstarf á vinnustað. Árið 1987 höfðu um 2500 starfsmenn í fiskvinnslu lokið námi af þessu tagi og fengu þá starfsheitið sérhæfður fiskvinnslumaður.49

Fréttabréf ASÍ, 17. nóvember 1987, 5–7.
Gissur Pétursson 1987, 48. – Halldór Grönvold 2007 (ópr.),
3. – Vinnan XXXVI (1986) 7. tbl., 5.

Sóknarkonur á námskeiði Sóknar og Námsflokka Reykjavíkur í Miðbæjarskólanum árið 1981.

Um sama leyti var einnig komið á starfsmenntanámi fyrir starfsfólk í vefjar- og fataiðnaði í samræmi við samkomulag Landssambands iðnverkafólks og atvinnurekenda frá 1985 og aftur 1986. Í því námi var m.a. fjallað um samskipti á vinnustað, líkamsbeitingu og vinnutækni, gæðaeftirlit, aðbúnað og hollustuhætti. Fyrsta námskeiðið hófst síðla árs 1987 í fataiðnaði. Í kjölfarið komu svo fleiri starfsgreinar í iðnaði og tók MFA þátt í að móta starfsmenntanámskeið fyrir hópa launafólks.50 Þörfinni fyrir slík námskeið var lýst svo í Vinnunni:

Vinnan XXXVIII (1988) 2. tbl., 14. – Ingólfur V. Gíslason
1994, 338–340. – Halldór Grönvold 2007, (ópr.), 3.

Á starfsfræðslunámskeiðunum heyra margir í fyrsta sinn um áhrif hávaða á manninn og hvernig er hægt að fyrirbyggja að mikið af hávaðanum myndist. Margir fá í fyrsta sinn leiðbeiningar um vinnustellingar og leikfimi sem dregið getur úr vöðvabólgu og fyrirbyggt. Margir fá í fyrsta sinn, á áratuga starfsævi, leiðbeiningar um það hvernig unnt er að meðhöndla hráefni þannig að það skemmist síður og hvernig unnt er að beita hnífnum öðruvísi til að auka nýtingu.51

Vinnan XXXVIII (1988) 6. tbl., 10.

Margir voru ánægðir með námskeiðin en gagnrýnisraddir heyrðust þó líka og sumu verkafólki fannst einkennilegt að það ætti að bjóða því tilsögn í því sem það hefði stundað áratugum saman. Þau viðhorf voru heldur ekki óalgeng að eini tilgangurinn með því að sækja námskeið af þessu tagi væri sá að fá launahækkun. Flestir höfðu þó jákvæða eða góða sögu að segja af starfsmenntanámskeiðunum.52

Vinnan XLI (1991) 5. tbl., 4.

Smám saman bættust við fleiri atvinnugreinar þar sem haldin voru starfsmenntanámskeið. Halldór Grönvold sagði að þróunin á þessum tíma hefði „einkennst af sjálfsprottnu frumkvæði, þróun í einstökum atvinnugreinum og tilviljanakenndum afskiptum hins opinbera“. Þetta hefði verið eðlilegur gangur í fyrstu en nauðsynlegt væri að formgera þetta starf til framtíðar.53 Við þetta má ef til vill bæta að samanburður skipti hér einnig miklu máli. Eftir að stéttarfélögin sem voru í fararbroddi í þessum málum höfðu gert kjarasamninga þar sem gert var ráð fyrir starfsmenntun komu önnur félög í kjölfarið og óskuðu hins sama. Það var bæði vegna launanna og þess að út spurðist að námskeiðin veittu bætta starfsmöguleika.54 Annars konar samanburður skipti einnig máli: samanburðurinn við hin Norðurlöndin. Þess má geta að í Danmörku höfðu verið í gildi lög frá 1960 um endurmenntun ófaglærðs starfsfólks.55

Vinnan XLI (1991) 3. tbl., 12.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), sjá m.a.
111–112.
ÞÍ. Starfs- og endurmenntun, 19. mars 1992. Sögus. verkal.
A01: 21/24. Skrifstofa. Atvinnu- og kjaramál. Samningar
1991–1992.

Guðmundur Gunnarsson (til hægri) þáverandi formaður Félags íslenskra rafvirkja leiðbeinir á iðntölvunámskeiði fyrir rafiðnaðarmenn í Rafiðnaðarskólanum árið 1987; nær er Birkir Njálsson rafvirki en fjær Halldór Ingi Guðmundsson rafvirki. Tækin sem þarna voru kynnt voru nýjung hérlendis og forsenda sjálfvirkni og mikillar hagræðingar sem varð í iðnaði, ekki síst fiskvinnslu um þetta leyti. Samhliða varð að endurmennta á skömmum tíma rafiðnaðarmenn sem unnu í iðnfyrirtækjum.

Alþýðusambandið tók undir þessi sjónarmið og hvatti til þess að sett yrði rammalöggjöf um starfsmenntun. Lagt var til að yfirstjórn hennar yrði í höndum félagsmálaráðuneytisins en námið væri mótað í samstarfi við atvinnulíf og verkalýðshreyfingu. Ekki síst bæri að hlúa að þeim sem hefðu hvað stysta skólagöngu að baki.56 Alþýðusambandið vann síðan að því næstu missiri að koma þessum málum á rekspöl. Meðal annars var um það samið við ríkisvaldið í tengslum við kjarasamninga í maí 1989 að sett yrðu lög um starfsmenntun. Lög um starfsmenntun í atvinnulífinu voru þó ekki samþykkt á Alþingi fyrr en árið 1992. Starfsmenntanefnd ASÍ hafði unnið að gerð frumvarps þar að lútandi í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og fulltrúa atvinnurekenda. Með lagasetningunni fékkst viðurkenning á því að hið opinbera bæri einnig ábyrgð á starfsmenntun í landinu, utan formlega skólakerfisins, að minnsta kosti að hluta til. Í lögunum fólst m.a. að stofnaður yrði sérstakur starfsmenntasjóður sem ætti að stuðla að uppbyggingu starfsmenntunar í atvinnulífinu í því skyni að auka framleiðni og gæði framleiðslunnar, auka hæfni starfsmanna og gefa þeim kost á að bæta þekkingu sína. Gert var ráð fyrir að Starfsmenntaráð sæi um framkvæmd laganna.57 Lagasetningin og stofnun starfsmenntasjóðs félagsmálaráðuneytisins markaði tímamót. Innan stéttar félaganna varð líka vakning á þessu sviði, einkum með tilliti til fólks með skamma skólagöngu að baki. Þess má geta til marks um umfangið að árið 1998 höfðu um 10.000 manns lokið grunnnámi í fiskvinnslu frá því að slík námskeið hófust árið 1986.58

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 36. sambandsþing 1988, 70.
Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 37. sambandsþing 1992,
84–86. – Vinnan XLI (1991) 3. tbl., 12. – Ingólfur V. Gíslason
1994, 340. – Vinnan XLII (1992), 10. tbl., 12–13. – Einnig
Morgunblaðið 10. nóvember 1998, 18.

Pylsugerðarfólk að störfum á níunda áratugnum,

Í könnunum sem voru gerðar á þessum tíma kom fram að mikill áhugi og ánægja var meðal þeirra sem tóku þátt í starfsnámi og endurmenntun, bæði vegna aukinnar hæfni og vaxandi sjálfstrausts. Líka kom fram að mikil ánægja var með stéttarfélög sem stóðu að þessum málum af myndarskap. Eftirspurnin jókst líka hratt, enda fóru sum stéttarfélög, m.a. Efling, að senda námsráðgjafa á vinnustaði til þess að hvetja fólk til dáða og hafði það áhrif.59 VR beitti sér einnig í auknum mæli fyrir námskeiðshaldi á þessum tíma.60

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), 82–85, 125, 172.
Magnús L. Sveinsson 2004, 21.

Miklar breytingar urðu líka eftir kjarasamningana árið 2000 þegar nýir fræðslusjóðir urðu til, m.a. fyrir almennt verkafólk (Landsmennt, verkafólk á landsbyggðinni og Starfsafl, verkafólk á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum), verslunarfólk (Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks) og svo sjómenn árið 2002 (Sjómennt). Ákveðið hlutfall launa átti að renna í sjóðina (hjá Starfsafli t.d. 0,22% af launum árið 2000, síðar hækkað verulega).61 Starfsmenntasjóðum átti eftir að fjölga enn frekar og næstu misserin voru þessi mál stöðugt til umfjöllunar á vettvangi ASÍ, ekki síst fjármögnun námsins, og voru framlög til þeirra aukin ítrekað á fyrstu árum nýrrar aldar.62 Einstök félög, einkum hin öflugustu, lögðu líka æ meiri áherslu á starfsnámið og um og eftir aldamótin fóru þau jafnvel að fá til starfa sérstaka fræðslustjóra.63 Þá varð íslenskukennsla stöðugt umfangsmeiri þáttur í starfsnámi, enda fjölgaði útlendu fólki ört á íslenskum vinnumarkaði eftir aldamótin. Mikil vinna fór þá einnig í námsskrárgerð vegna æ fjölbreyttara starfsnáms.64

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2003,
179. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands 2005,
197. – Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), 125–127,
161–162. – Halldór Grönvold 2007 (óprentað), 4.
Sjá m.a. Skýrslu forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), 127.
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir 2009 (óprentað), 165, 173 og
áfram.

Menntunarmál launafólks voru eitt af mikilvægustu viðfangsefnum Alþýðusambandsins og aðildarsamtaka þess fyrir og eftir aldamótin 2000. Mikilvægur áfangi náðist á þessu sviði þegar ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í tengslum við kjarasamningana í febrúar 2008. Auk þess að lofa meiri fjármunum til fullorðinsfræðslu lýsti hún því yfir að stefna bæri að því að „eigi fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020“. Þessi yfirlýsing var mikilvæg í ljósi þess að á vinnumarkaði voru tæplega 35% án viðurkenndrar menntunar og brottfall úr framhaldsskólanum var um 30%.65

Samkvæmt athugasemdum frá Halldóri Grönvold, júní 2011.

Nemendur í tungumálanámi hjá Mími árið 2011.

Breytingar á nýrri öld

Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á fræðslukerfi ASÍ árin 2002 og 2003. Þá var ákveðið að það skyldi í meginatriðum vera þrískipt: 1) Fræðsludeild ASÍ/MFA og Félagsmálaskóli alþýðu; 2) Mímir-símenntun; og 3) aðild ASÍ að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Að auki tengdist ASÍ mörgum öðrum þáttum menntakerfisins með setu í nefndum og ráðum innan þessa sviðs.66 Þátttaka Alþýðusambandsins í þróun menntakerfisins hefur því verið margvísleg.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2003, 159.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2006,
188–190.

En meginsviðin voru þrjú: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (stofnuð 2002) var til helminga í eigu annars vegar ASÍ og hins vegar Samtaka atvinnulífsins. Hún er samstarfsvettvangur Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins um fullorðins- og starfsmenntun, í samstarfi við viðkomandi aðila og stofnanir.67 Markhópar fyrir starfsemi miðstöðvarinnar voru einkum fólk sem hafði litla grunnmenntun og innflytjendur. Fræðslumiðstöðinni var ekki ætlað að standa fyrir námskeiðum heldur þróun fullorðinsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf, gerð námskráa og námsmati, ásamt því að gera samninga við samstarfsaðila. Miðstöðin tók þátt í að undirbúa fagnám fyrir ýmsa starfshópa. Einnig hefur verið leitast við að efla náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk með litla menntun og leggja grunn að raunfærnimati hjá fólki sem hafði lengi starfað á vinnumarkaði án fullra starfsréttinda. Sá hópur var stór hérlendis. Samstarfssamningar voru m.a. gerðir við Mími-símenntun og símenntunarstöðvar annars staðar á landinu. Margar slíkar stofnanir spruttu upp á tíunda áratug 20. aldar og eftir aldamótin, t.d. Fræðslumiðstöð Vestfjarða árið 1999, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Símey árið 1999, og Viska, Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja árið 2003.68 Nokkrar stofnanir rugluðu saman reytum árið 2006 með stofnun Iðunnar, fræðsluseturs, sem stóð fyrir endurmenntun og fræðslu á bygginga- og mannvirkjasviði, málm- og véltæknisviði, prenttæknisviði, matvæla- og veitingasviði og bílgreinasviði.69

Halldór Grönvold 2007 (óprentað), 9.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2003,
159–173. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið
10–11.
Halldór Grönvold 2007 (óprentað), 3.

Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Árið 2010 varð sú breyting á starfsemi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að samþykktum var breytt og opin berir aðilar, BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið, urðu fullgildir þátttakendur í miðstöðinni. Sama ár voru samþykkt lög um framhaldsfræðslu sem byggja á því starfi sem ASÍ og SA hófu með stofnun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins árið 2002.

Mímir-símenntun kynnir starfsemi sína á ársfundi ASÍ árið 2003. Vinstra megin við borðið eru (f.v.) Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, Hólmfríður E. Guðmundsdóttir og Hulda Ólafsdóttir. Hægra megin við borðið má m.a. sjá Hauk Harðarson og Þórdísi Eiríksdóttur.

Hlutverk Mímis-símenntunar, sem var alfarið í eigu ASÍ (einkahlutafélag til almannaheilla frá 2002), var að sjá um fullorðins- og starfsmenntun fyrir almenning sem áður var í umsjá Mímis og MFA. Skólinn hefur haldið fjölda námskeiða fyrir samtök, vinnustaði og einstaklinga, sem og námskeið sem eru sérsniðin að þörfum ákveðinna hópa, t.d. innflytjenda og atvinnulausra. Á fyrstu árum nýrrar aldar voru helstu flokkar námsins starfsmenntanám, almennt nám og nám fyrir atvinnulausa.70

Sjá m.a. Skýrslu forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið

Fræðsludeild ASÍ/Félagsmálaskóla alþýðu var ætlað að sjá um félagslega fræðslu og þjálfun, einkum fyrir trúnaðarmenn og forystufólk í hreyfingunni.71 Taka má sem dæmi að árið 2007 voru haldin 30 námskeið fyrir trúnaðarmenn á vegum fræðsludeildarinnar og stóðu þau frá tveimur og upp í fimm daga. Á fjórða hundrað manns sóttu námskeiðin. Þessir aðilar sáu einnig um fræðslu fyrir talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, m.a. háskólanám starfsmanna hennar, og margvísleg námskeið fyrir talsmenn stéttarfélaga. Nefna má að frá 2004 hefur háskólanám fyrir starfsmenn hreyfingarinnar verið skipulagt í samstarfi MFA og Háskólans á Akureyri. Félagsmálaskólinn hefur jafnframt staðið fyrir margvíslegri útgáfu í tengslum við þessa starfsemi.72

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2003,
174–175.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2006, 182.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2007,
153–154. – Halldór Grönvold 2007 (ópr.), 4–5.

Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar

Innan verkalýðshreyfingarinnar hafði lengi verið áhugi á að efla rannsóknir á sögu hreyfingarinnar og koma á fót sögusafni hennar, eins og getið er um í fyrra bindi þessa verks. Á þingi ASÍ árið 1960 var mikill hugur í mönnum um að efla vitund verkafólks og almennings um sögu verkalýðshreyfingarinnar. Þá var gerð samþykkt um að stofna „safn sögulegra gagna, bóka og mynda, tóna og málverka og annarra muna sem snerta sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, baráttusögu og áform“.73 Þessi viðleitni fékk byr undir báða vængi með stofnun MFA, en þar á bæ var mikill áhugi á að sinna þessum málum; brýnast væri að safna frásögnum og munum svo að þeir lentu ekki í glatkistunni. Hvatt var til þess á vegum MFA að hvert einasta verkalýðsfélag setti upp nefnd eða skipaði að minnsta kosti fulltrúa til þess að vinna að stofnun sögusafns verkalýðshreyfingarinnar. Meginmarkmiðin ættu að vera að safna viðtölum við aldið verkafólk um upphaf verkalýðshreyfingarinnar, hvatann að stofnun félaganna og helstu forystumenn. Þá þyrfti einnig að safna ljósmyndum og kvikmyndum sem tengdust stéttarátökum, hátíðahöldum verkalýðshreyfingarinnar, atvinnulífinu og starfi hreyfingarinnar. Einnig þyrfti að gera gangskör að því að safna skjölum, blöðum og öðru efni tengdu hreyfingunni. Samhliða þessari hvatningu var sett upp sögusýning í húsakynnum MFA að Laugavegi 18 árið 1973, hin fyrsta sinnar tegundar. Svipuð sýning var haldin árið 1976 á 60 ára afmæli ASÍ. Árið 1982 var svo haldin sýningin „Hvíta stríðið“ í tilefni af atburðum í nóvember árið 1921 þar sem deilt var um heimild verkalýðsleiðtogans Ólafs Friðrikssonar til þess að ættleiða rússneskan dreng og búa honum heimili hér á landi (sjá umfjöllun í fyrra bindi).74 Áhugi á sögu hreyfingarinnar birtist einnig í því að MFA gaf út bók Ólafs R. Einarssonar, Upphaf íslenzkrar verkalýðshreyfingar 18871901, árið 1970 og hefur það verið grundvallarrit um þau efni síðan.

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 27. sambandsþing 1960, 72.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson 1983, 18–19.

Tryggvi Emilsson, verkamaður, áritar bók sína, Baráttan um brauðið, í desember árið 1977. Við hlið hans er Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur. Æviminningar Tryggva, sem komu út í þremur bindum, gáfu glögga innsýn í líf alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar og á þátt verkalýðshreyfingarinnar í því að umbreyta aðstæðum almennings.

Sambandsstjórn Alþýðusambandsins samþykkti svo reglugerð um stofnun Sögusafns verkalýðshreyfingarinnar árið 1974, en safnið átti að vera undir stjórn MFA. Markmiðin voru háleit. Safnið átti að vera hvort tveggja í senn, sýningarstaður og rannsóknarstofnun. Þar áttu að varðveitast „margir menningarsögulegir dýrgripir og sögusöfn alþýðunnar [sem væru] … spegill mikilla þjóðfélagsátaka, þjáninga og sigra“.75 Stefnt var að því að hvert verkalýðsfélag hefði sitt eigið sögu- og minjasafn en Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar fengi skrá og afrit af því efni sem þessi söfn hefðu í fórum sínum.

Vinnan XXVII (1977) 1. tbl., 23.

MFA, Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar og Listasafn ASÍ fengu sameiginlegt húsnæði á Grensásvegi um 1980 og voru vonir bundnar við þá bættu aðstöðu. Talið var að þess mætti vænta á komandi árum að þessar stofnanir gætu „gjörbreytt sjálfsmati og sjálfstrausti verkafólks og þurrkað með öllu út þann leiða skilning, sem svo lengi hefur gætt hjá mörgum í afstöðu til listrænna verðmæta, að þau hljóti að vera einhvers konar gullastokkur og hégómadýrð einstakra hópa“.76 Auk skjalasafns Alþýðusambandsins bárust Sögusafninu margvísleg skjöl, t.d. frá Þorsteini Pjeturssyni sem hafði starfað áratugum saman innan verkalýðshreyfingarinnar. Þorsteinn var sonur Péturs G. Guðmundssonar sem mjög lét að sér kveða á árdögum verkalýðshreyfingarinnar og rætt er um í fyrra bindi þessa verks. Einnig barst mikið af ljósmyndum frá Jóni Bjarnasyni, blaða- og fréttamanni. Meðal fyrstu verkefna sögusafnsins var að hefja söfnun munnlegra heimilda um upphafsár verkalýðshreyfingarinnar og að veita einstökum félögum aðstoð við varðveislu sögulegra gagna. Þá var ákveðið árið 1984 að taka viðtöl við alla forseta ASÍ eftir 1942 og tók Stefán Hjartarson, sagnfræðingur, að sér að sinna því verkefni. Jafnframt var þá unnið að skráningu gagna sem Sögusafninu höfðu borist.77 Árið 1985 var Kristjana Kristinsdóttir ráðin til starfa hjá Sögusafninu og vann þar um tveggja ára skeið að flokkun og skráningu, og starfaði með stéttarfélögunum við að leiðbeina um skráningu og varðveislu gagna. Um þetta leyti var einnig hafinn undirbúningur að ritun sögu Alþýðusambandsins.78 Átti það að vera meginverkefni Sögusafnsins næstu ár. Því verki lauk þó ekki. Í tengslum við Sögusafnið og MFA var Félag áhugafólks um verkalýðssögu stofnað árið 1987 og starfaði það um nokkurra ára skeið.79

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 34. sambandsþing 1980,
48–49.
Vinnan XXIV (1974) 1.– 2. tbl., 20–22. – Skýrsla forseta um
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1988, 93.
Vinnan XXXVII (1987) 4. tbl., 9.

Í ársbyrjun 2002 var undirritaður samningur við Þjóðskjalasafnið þess efnis að sett yrði á fót sérstök stofnun innan Þjóðskjalasafnsins sem væri ætlað að verða „vísinda- og rannsóknarsafn um söguleg fræði íslenskrar verkalýðshreyfingar“. Samkvæmt samningnum átti ASÍ árlega að láta safninu í té tiltekna upphæð og skyldi því fé varið til rannsókna og skráningar á sögu verkalýðshreyfingarinnar. Í kjölfar samningsins voru skjöl og önnur gögn Sögusafnsins flutt til Þjóðskjalasafnsins og lauk þar með sjálfstæðri starfsemi þess.80 Árið 2007 var svo undirritaður samningur við höfund þessa verks um að rita sögu Alþýðusambandsins.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands 2001–2002, 50.

Frá fyrstu sögusýningunni á vegum MFA árið 1973 að Laugavegi 18; málverk af Ottó N. Þorlákssyni fyrir miðju, lítil ljósmynd af konu hans, Carolíne Siemsen, til vinstri.

Listasafn ASÍ

Alþýðusambandinu barst bréf frá Ragnari Jónssyni, iðnrekanda og bókaútgefanda, dagsett 17. júní 1961. Hann tilkynnti sambandinu að hann hefði hug á að gefa því mikið myndlistarsafn sem hann átti. Alþýðusambandið þáði gjöfina og Listasafn ASÍ var stofnað árið 1961. Ragnar afhenti Alþýðusambandinu að gjöf um 120 myndir íslenskra listamanna 1. júlí það ár. Í bréfi Ragnars sagði m.a.:

Ég hef í meira en þrjá áratugi safnað listaverkum eftir íslenzka málara, og ég ákvað fyrir tveimur áratugum, að Helgafell skyldi koma á fót vísi að alþýðulistasafni, er væri sjálfstæð stofnun, líkt og Tónlistarfélagið, til að mennta almenning í málaralist, líkt og Tónlistarfélagið gerir í sinni grein. Myndir þessar hef ég flestar keypt af listamönnunum sjálfum utan sýninga, fengið þær að gjöf, eða sem greiðslu fyrir myndasölu. Ég hef í aldarþriðjung staðið í mjög nánu sambandi við flesta hinna eldri málara, og því oft átt kost á að velja úr myndum þeirra.81

Skýrsla miðstjórnar Alþýðusambands Íslands 1962, 47–48.

Ragnar var einn helsti menningarfrömuður landsmanna um miðja síðustu öld og lét mikið að sér kveða í tónlistarlífi, bókaútgáfu og myndlistarlífi landsmanna. Á engan er hallað þó að staðhæft sé að Ragnar hafi skipað einstæðan sess í menningarlífi landsmanna á þeim tíma og unnið að því að efla og styðja listamenn á mörgum sviðum. Myndirnar í safninu voru eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar.

Gjöf Ragnars, sem var um 120 listaverk, fylgdi einnig bók þar sem fjallað var um íslenska myndlist og áttu 5000 eintök að fylgja gjöfinni. Björn Th. Björnsson tók verkið saman sem varð í tveimur bindum. Stjórn Listasafns ASÍ voru afhent 5000 eintök af fyrra bindinu í júní 1964 og sá Tómas Guðmundsson, skáld, um að koma gjöfinni til skila. Til þess var ætlast að verkalýðsfélögin söfnuðu áskrifendum að verkinu.82 Hannibal Valdimarsson, forseti sambandsins, fagnaði gjöfinni mjög. Hannibal hafði ætíð sýnt menningarmálum mikinn áhuga og áleit það mikilvægt að mennta fólk og „fegra líf þess“. Hann leit á Listasafnið sem skóla fyrir meðlimi sambandsins sem gæti eflt „fegurðarskyn þeirra, lífshamingju og lífsnautn, opn[að] augu þeirra fyrir hinu fagra í öllum myndum í kringum þá“, enda var hann líka kennari og skólastjóri að ævistarfi.83 Hann gladdist líka yfir því mikla trausti sem verkalýðshreyfingunni væri sýnt með gjöfinni og væri hún nú orðin „milljarðamæringur í fegurðarverðmætum“. Forseti ASÍ hvatti verkalýðsfélögin til að „sýna mátt samtakanna og menningarvilja“ og styðja við Listasafnið. Á þann hátt mundi Listasafn Alþýðusambands Íslands komast „undir eigið þak og verða opnuð leið til fólksins, eins og til var ætlast af góðum gefanda, sem í margra ónáð sýndi verkalýðssamtökunum í senn mikið traust og mikinn heiður“.84

Vinnan XXI (1964), 5.–8. tbl., 19–20.
ÞÍ. Listaverkagjöfin. Sögus. verkal., A52: 24/1. Listasafn ASÍ.
Lbs. Hdr., Hannibal Valdimarsson, ýmis gögn 1960–1968.
Til allra sambandsfélaga um Listasafn Alþýðusambandsins 5.
janúar 1962. Bréf um Listasafn Alþýðusambands Íslands, 17.
mars 1964.

Menningarfrömuðurinn Ragnar Jónsson í Smára, í símanum á sjöunda áratugnum.

Samkvæmt skipulagsskrá safnsins átti það að vera sjálfseignarstofnun. Miðstjórn ASÍ bar að skipa sex manna stjórn þess, en Ragnar skipaði þó helming þeirra meðan hann lifði. En safnið skorti eitt, húsnæði. Bókagjöfin átti að nýtast, sem fyrr segir, til þess að hefjast handa við byggingu þess. Hugmyndir fyrstu safnstjórnarinnar voru stórhuga og áleit hún að þyrfti að útvega 50 þúsund fermetra lands.85 Umhverfi safnsins ætti að vera „garður, prýddur blóm- og trjágróðri og höggmyndum“. Safnið átti því ekki að vera „venjulegt listasafn eingöngu, heldur fyrst og fremst menningarstofnun almennings og uppeldisstofnun fyrir æskufólk, þar sem aðstaða sé til að halda listsýningar af ýmsu tæi“.86 Fyrsti starfsmaður Listasafnsins var Arnór Hannibalsson.

Lbs. Hdr., Hannibal Valdimarsson, ýmis gögn 1960–1968.
Til allra sambandsfélaga um Listasafn Alþýðusambandsins 5.
janúar 1962. Bréf um Listasafn Alþýðusambands Íslands, 17.
ágúst 1961.
Lbs. Hdr., Hannibal Valdimarsson, ýmis gögn 1960–1968.
Bréf um Listasafn Alþýðusambands Íslands, 17. ágúst 1961.

Tómas Guðmundsson skáld afhendir ASÍ fyrra bindi bókarinnar Íslenzk myndlist í maí 1964 en ætlunin var að ágóði af sölu bókarinnar rynni í byggingarsjóð Listasafns ASÍ. Höfundur bókarinnar, Björn Th. Björnsson, lengst til vinstri, þá Hannibal Valdimarsson og svo Tómas. Trúlega sitja blaðamenn hægra megin. Líkan að fyrirhuguðum byggingum á vegum safnsins eru á borðinu. Í baksýn er myndin „Skíðadalur“ eftir Ásgrím Jónsson.

Mjög dróst að síðara bindi listasögunnar kæmi út. Undirtektir verkalýðsfélaganna við kaupum á fyrra bindinu voru einnig dræmar og svo fór að húsnæðismál Listasafns ASÍ voru óleyst í hátt á annan áratug. Hugmyndir voru um myndarlega safnbyggingu, sem fyrr getur, jafnvel var rætt um að hún gæti risið í Ölfus borgum í tengslum við orlofsbyggðina sem þar var þá að rísa. Hannibal áleit að þar ætti einnig að vera margvísleg önnur aðstaða sem laðaði að gesti, svo sem kaffihús, bókasafn og aðstaða fyrir tónleika, fyrirlestra og kvikmyndir, sem sé sannkallað menningarsetur.87 En einnig höfðu verið hugmyndir um að safninu yrði komið fyrir á Kársnesi í Kópavogi og gekk það svo langt að bæjaryfirvöld voru búin að úthluta Listasafninu lóð á nesinu utanverðu við hlið væntanlegs sædýrasafn og átti lóðin að vera um tveir hektarar. Það var þó heldur minna en Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, óskaði eftir. Hann bað um þrjá til fjóra hektara. Þar átti fólk að geta notið lista en líka „ánægjulegra tómstunda í fögru umhverfi og um leið iðkað þar nokkrar íþróttir“.88 Stefna átti að því að „gera safnbyggingarnar sjálfar að nútímalegum listaverkum í fegursta skilningi þess orðs“ og haga staðarvalinu þannig „að umhverfi safnsins geti í framtíðinni orðið sem indælast, með höggmyndum og hvers konar gróðri“. Fyrirmyndin mun að nokkru leyti hafa verið Louisiana-safnið á norðanverðu Sjálandi í Danmörku, en hugmyndir í þá veru munu einmitt hafa vakað fyrir Ragnari í Smára. Á það var bent í rökstuðningi fyrir þessum hugmyndum að aðsókn væri svo mikil að Louisiana-safninu að hún færi fram úr aðsókn að Listasafninu í hjarta Kaupmannahafnar. Nefna má að um þetta leyti hafði Listasafn Íslands enn ekki fengið húsnæði sem því var sérstaklega ætlað.89 En lítt gekk að útvega fé til byggingar. Smám saman voru þessar hugmyndir lagðar til hliðar og reynt að leita lausna sem væru að minnsta kosti viðunandi.

Ingólfur Margeirsson 1982, 122. – ÞÍ. Fundargerðabók mið-
stjórnar 1962–1963, 191. Sögus. verkal. A01: 12/3. Yfirstjórn
ASÍ. Miðstjórn.
ÞÍ. Bréf forseta ASÍ til bæjarstjórnar Kópavogsbæjar 21.
febrúar 1962. Einnig bréf Huldu Jakobsdóttur til forseta ASÍ
5. maí 1962. Sögus. verkal., A52: 24/1. Listasafn ASÍ.
ÞÍ. Listaverkagjöfin. Sögus. verkal. A52: 24/1. Listasafn ASÍ.
– Lbs. Hdr., Hannibal Valdimarsson, prentað og útgefið
efni, ódagsett. Listasafn ASÍ [kynningarpési].

Gengið frá kaupum Listasafns ASÍ á Ásmundarsal að Freyjugötu 41 í Reykjavík árið 1996. F.v.: Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Björn Th. Björnsson, listfræðingur.

Fyrsti sýningarsalur Listasafns ASÍ árið 1970 var að Laugavegi 18 í Reykjavík og þar var margvíslegt sýningarhald næstu árin. Haustið 1972 flutti safnið í hús Alþýðubankans að Laugavegi 31 og var þar allt til 1978. Samhliða voru haldnar sýningar á vinnustöðum, einnig úti um land, og hófst það sýningarhald árið 1973.90 Árið 1976 var stofnað hlutafélagið Listaskáli alþýðu og var markmiðið að kaupa efstu hæðina í húsi ASÍ að Grensásvegi 16, en þangað var Alþýðusambandið að flytja aðsetur sitt. Ætlast var til að einstök verkalýðsfélög gerðust hluthafar í Listaskálanum. Miklu færri urðu þó til þess en vonast hafði verið eftir og svo gerði óðaverðbólga erfitt fyrir með allar framkvæmdir. Fjárhagur Listaskálans var því bágur fyrstu misserin og fór svo að Alþýðusambandið tók yfir skuldbindingar hans og rekstur árið 1981.91

ÞÍ. Starfsemi Listasafns ASÍ 1973. Sögus. verkal. A01: 42/1.
Stofnanir innan ASÍ. Listasafn ASÍ. – Vinnan XXVII (1977)
1. tbl., 16–17.
Vinnan XXX (1980) 3. tbl., 15–17. – Friðrik G. Olgeirsson
2010, 165–166.

Listasafnið fékk fastan samastað í húsakynnum ASÍ við Grensásveg í febrúar 1980, en hafði áður flutt þangað skrifstofur sínar. Fyrsta sýningin þar var opnuð 1. maí 1980 á verkum Gísla Jónssonar frá Búrfellskoti í Grímsnesi, en Gísli var að mestu sjálfmenntaður.92 Einnig stóð safnið fyrir fjölbreyttri starfsemi. Til dæmis var á árinu 1982 haldin heimildasýning um listaverkið „Guernica“ eftir Pablo Picasso. Um það leyti voru einnig haldnar sýningar á ljósmyndum Skafta Guðjónssonar, og yfirlitssýning var sett upp á verkum Kristins Péturssonar, listmálara. Þá stóð listasafnið fyrir fjölda vinnustaðasýninga. Árið 1982 hófst útgáfa á listaverkabókum í samstarfi við Lögberg-bókaforlag (síðar hjá Iðunni) og fjölluðu fyrstu bækurnar um Ragnar í Smára og Eirík Smith. Þá var hafin útgáfa á litskyggnum af verkum í eigu safnsins. Safnið keypti einnig verk af myndlistarmönnum og því bárust gjafir svo að safneignin margfaldaðist fljótt.93 Norræn samvinna Listasafnsins fór ekki síst fram á vettvangi Nordkonst, en það var samstarfsvettvangur þeirra aðila á Norðurlöndum sem unnu að listmiðlun. Á þeim vettvangi vakti athygli að íslensk alþýðusamtök skyldu „eiga og reka listasafn“ og að frumgerðir verka væru lánaðar til sýningarhalds á vinnustöðum.94

ÞÍ. Samantekt Þorsteins Jónssonar um Listasafn ASÍ. Sögus.
verkal. A31: 25/3. Bréfasafn, málasafn. Ýmis efni. – Vinnan
XXX(1980) 3. tbl., 15–17.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1981,
85–90. – Vinnan XXXII (1982) 6. tbl., 4–5. – Vinnan XXXIII
(1983) 6. tbl., 15–17. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands
Sólveig Georgsdóttir 1987, 8.

Árið 1990 var farið af stað með sérstakt sýningarátak og var það nefnt List um landið. Þá var samið við 12 listamenn um að gera sérstaklega myndir vegna þessa verkefnis sem síðan yrðu sýndar víða um land. Inntak myndanna átti að vera „Ísland, landið sjálft og þjóðin“.95 Í tilefni af 30 ára afmæli safnsins stóð Listasafn ASÍ svo fyrir sýningarferð um Norðurlönd þar sem tveir hópar listamanna sýndu verk sín, og sama ár var haldin hátíðardagskrá í Borgarleikhúsinu til þess að minnast Ragnars í Smára sem lagði grunninn að Listasafninu.96

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1990, 159.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1991,
152–154.

Listasafn ASÍ keypti Ásmundarsal að Freyjugötu 41 fyrir starfsemi safnsins og fékkst þar viðeigandi umgjörð þótt hún væri minni í sniðum en frumkvöðlar safnsins höfðu vonað. Staðhæft var að þar væru „forsendur fyrir hendi til blómlegrar starfsemi safnsins þar sem staðsetningin ein setur það inn í hringiðu menningar og lista í Reykjavíkurborg“.97 Starfsemi hófst þar í ársbyrjun 1997, en á fyrri hluta þess árs var Kristín G. Guðnadóttir ráðin nýr forstöðumaður safnsins. Sem fyrr lagði safnið áherslu á myndlistarsýningar á vinnustöðum og sýningar úti á landi, fyrir utan sýningarhald listamanna í húsakynnum þess.98

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996,
264–267.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1997,
235–239.

Vinnan

Á ný var settur kraftur í útgáfu Vinnunnar árið 1973 en þá hafði hún legið niðri frá árinu 1966 þegar gefin var út afmælisútgáfa vegna 50 ára afmælis Alþýðusambandsins. Fyrir þann tíma hafði útgáfan verið stopul um nokkurra ára skeið. Til þess var ætlast að blaðið yrði samhliða málgagn ASÍ og hins unga og endurnýjaða Menningar- og fræðslusambands alþýðu.99 Ákveðið var að fjármagna útgáfuna með áskriftum, ekki síst á þann hátt að einstök verkalýðsfélög keyptu tiltekinn eintakafjölda fyrir meðlimi sína.100 Til að það gengi eftir varð blaðið að koma reglulega út, en á því var misbrestur. Líka þurfti að gæta þess að blaðið væri líflegt og þar færu fram skoðanaskipti.101

Vinnan XXIII (1973) 1. tbl., 3.
100 Vinnan XXIII (1973) 1. tbl., 10.
101 Vinnan XXV (1975) 4. tbl., 23.

Tvö til þrjú hefti komu út árlega frá 1973 til 1977. Útgáfan smáefldist og frá 1978 kom blaðið út um það bil sex sinnum á ári um skeið.102 Blaðið átti þó fremur erfitt uppdráttar og á stundum var ágreiningur á milli ritstjórnar og miðstjórnar um efnistök í blaðinu.103 Árið 1981 kvartaði forystan t.d. yfir því að blaðið væri ekki nógu aðlaðandi og jafnvel andstætt forystu verkalýðshreyfingarinnar. Sumir sambandsstjórnarmenn töluðu jafn vel um blaðið sem „kórvillu“ árið 1981 og að það hefði orðið vettvangur þeirra „sem vildu troða skóinn af einhverjum“.104 Á þessum tíma vildu jafnvel sumir hætta að gefa Vinnuna út vegna þess að blaðið væri „mislukkað“. Aðrir miðstjórnarmenn voru þó ekki á þeirri skoðun og töldu að efla þyrfti útgáfu þess en vanda betur efnisval.105

102 Vinnan XXXIV (1984) 5. tbl., 20.
103 ÞÍ. Fundargerðabók miðstjórnar 1978–1979. Sögus. verkal.
A01: 12/6. Yfirstjórn ASÍ.
104 ÞÍ. Fundargerðabók ASÍ 1978–1983 bls. 145–146. Sögus.
verkal. A01: 11/2. Yfirstjórn ASÍ.
105 ÞÍ. Fundir miðstjórnar ASÍ 1981 bls 226–227. Sögus. verkal.
A01: 12/6. Yfirstjórn ASÍ. Miðstjórn.

Frá og með 2. tölublaði Vinnunnar árið 1986 (36. árg.) var broti blaðsins breytt í dagblaðsbrot og var það liður í að auka útbreiðslu þess. Samtímis var farið að gefa blaðið út mánaðarlega. Ástæðan var sögð sú að fjölmiðlun hérlendis væri „í vaxandi mæli að færast í hendur fjármagnsaflanna sem skeyta aðeins um stundargróða sinn. Slík öfl sinna lítt málefnum verkalýðshreyfingarinnar og launþega“. Samhliða var undirbúið átak til þess að fjölga áskrifendum.106 Á þessum tíma var fjallað um dagleg málefni verkafólks í bland við lengri greinar og greiningar á hagsmunamálum verkafólks, innanlands og utan. Neytendamálum var gert hátt undir höfði og umhverfismál komu líka oft til umræðu.107 Unnið var að því á ofanverðum áttunda áratugnum að fjölga áskrifendum og var það talið gefa góða raun; vonast var til að þeir yrðu orðnir 7000 vorið 1988.108

106 Vinnan XXXVI (1986) 2. tbl., 2.
107 Sjá t.d. Vinnan XL (1990), 2. tbl.
108 Fréttabréf ASÍ, 7. desember 1987, 7.

Árið 1990 voru áskrifendur taldir um 6000, en auk þess var blaðinu dreift ókeypis í töluverðu upplagi.109 Þegar nánar var að gáð vorið 1991 reyndust borgandi áskrifendur einungis um helmingur þess sem ætlað hafði verið, eða um 3000. Reynt var enn að auka áskrifendafjöldann, enda talið að 70 þúsund manna samtök ættu að geta haft fleiri áskrifendur en 3000–4000 manns. M.a. var reynt að fá stéttarfélögin til þess að kaup blöð fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum, en það gekk misjafnlega. Einnig komust menn að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra væri að hafa minna brot en dagblaðsbrot, enda hentaði tímaritsbrot betur fyrir útgáfu af þessu tagi. Sú breyting tók gildi í ársbyrjun 1992.110

109 Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1990, 119.
110 Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1991, 81–83.

Árið 1994 voru enn bundnar vonir við að útgáfa Vinnunnar gæti að verulegu leyti staðið undir sér með áskrifendum, en treglega gekk að innheimta áskrifendagjöld og þurfti árlega að afskrifa töluverðan hluta þeirra. Þess má geta að blaðinu var einnig dreift endurgjaldslaust til sumra félagsmanna í stéttarfélögunum, a.m.k. til forystufólks, og raunar mun víðar í ákveðnum tilvikum.111 Þá gaf ASÍ út fréttabréf sem var einfaldlega kallað Fréttabréf ASÍ (frá 1977) og var því dreift til aðildarfélaga ASÍ til ársins 1997. Það fór einkum til stjórna og trúnaðarmanna, vel á annað þúsund eintaka.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1994,
176–178.

Árið 1995 var broti Vinnunnar enn breytt og tekið á ný upp dagblaðsbrot og átti blaðið að jafnaði að vera um 12 síður. Með stækkun á broti blaðsins var ætlunin að gera það að „líflegra og hvassara fréttablaði“, eins og það var orðað. Samhliða var hugað að fleiri leiðum til þess að dreifa blaðinu ásamt því sem reynt var að fjölga áskrifendum, ekki síst með því að reyna að fá aðildarfélögin til þess að kaupa fleiri eintök. Sem fyrr reyndist þó erfitt að viðhalda nægilegum áskrifendafjölda. Árið 1996 voru áskrifendur aðeins 2700.112

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1995,
168–172. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið

Sýnishorn af ýmsum útgáfum Vinnunnar. Gerðar voru margvíslegar tilraunir með form og brot á blaðinu.

Nokkrir ritstjórar Vinnunnar á ofanverðri 20. öld. Frá vinstri eru Þorgrímur Gestsson, Sigurjón Jóhannsson, Haukur Már Haraldsson, Baldur Óskarsson og Sverrir Albertsson.

Í kjölfarið var farið að leggja meiri áherslu á kynningarmál ASÍ almennt. Ráðinn var upplýsingafulltrúi til starfa, jafnframt því sem farið var að samþætta störf þeirra starfsmanna sem unnu að fræðslu- og kynningarmálum á vegum sambandsins með stofnun svokallaðs kynningarverkstæðis sem átti m.a. að vera öðrum stofnunum, samböndum og félögum í ASÍ innan handar við upplýsingamiðlun.113 Eitt helsta verkefni kynningarverkstæðisins var að koma ASÍ-vefnum í loftið árið 1998 og var hann starfræktur með útgáfu Vinnunnar og ASÍ-póstinum.114 Að öðru leyti sá kynningarverkstæðið um útgáfu á margvíslegu kynningarefni á vegum verkalýðshreyfingarinnar og stofnana hennar.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1997,
161–167.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1998,
160–161.

Þrátt fyrir áðurgreindar breytingar á Vinnunni reyndist útgáfa hennar áfram erfið, hún virtist einfaldlega ekki vera sá umræðuvettvangur sem vonast hafði verið til. Árið 1999 var ákveðið að draga úr útgáfutíðni Vinnunnar þannig að hún kæmi út aðeins annan hvern mánuð en leggja þess í stað meiri áherslu á ódýr upplýsingarit og auka upplýsingastreymi á veraldarvefnum með heimasíðu ASÍ. Heimasíðan var efld mjög undir aldamótin og áttu helstu stofnanir sem tengdust Alþýðusambandinu aðild að henni. Árið 2001 var ákveðið að næstu misseri kæmi Vinnan aðeins út tvisvar á ári í tímaritsformi, en jafnframt átti að efla aðra miðla, ekki síst ASÍ-vefinn sem bæði yrði nýttur sem frétta- og upplýsingavefur.115 Undanfarin ár hefur Vinnan aðeins komið út einu sinni á ári, fyrir 1. maí.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1999,
182–183. – Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið

Vörður

 • 1931 Norræni lýðháskólinn í Genf stofnaður, sex vikna sumarskóli á vegum verkalýðssamtakanna á Norðurlöndum.
 • 1961 Listasafn ASÍ stofnað. Gjöf Ragnars í Smára.
 • 1964 Stjórn Listasafns ASÍ afhent 5000 eintök af fyrra bindi bókarinnar Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld. Síðara bindið kom út árið 1973.
 • 1965 Alþýðusambandið tekur upp samstarf við Samband íslenskra samvinnufélaga um Bréfaskóla SÍS, undir heitinu Bréfaskóli SÍS og ASÍ.
 • 1968 ASÍ ákveður að koma á laggirnar Menningar- og fræðslumálastofnun, MFA.
 • 1969–1970 MFA hefur störf með námskeiðum í samvinnu við Bréfaskóla SÍS og ASÍ.
 • 1973 Fyrstu fræðsluhópar á vegum MFA settir á laggirnar.
 • 1973 MFA gengst fyrir vinnustaðafundum.
 • 1973 Sett upp sögusýning í húsakynnum MFA að Laugavegi 18.
 • 1974 Sambandsstjórn Alþýðusambandsins samþykkir reglugerð um stofnun Sögusafns verkalýðshreyfingarinnar.
 • 1975 Félagsmálaskóli alþýðu fyrst settur í Ölfusborgum.
 • 1975 Norrænu fræðslu- og menningarsamtökin skipulögð í ABF (Arbetarnas bildningsforbund) i Norden.
 • 1977 Samið um það í kjarasamningum að trúnaðarmenn gætu fengið leyfi á launum til þess að sækja námskeið sem stæðu allt að vikutíma.
 • 1978 MFA stendur fyrir sýningunni „Maðurinn og hafið“ í Vestmannaeyjum.
 • 1980 MFA, Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar og Listasafn ASÍ fá sameiginlegt húsnæði á Grensásvegi.
 • 1982 Sýningin „Hvíta stríðið“ í tilefni af atburðum í nóvember árið 1921.
 • 1986 Félag áhugafólks um verkalýðssögu stofnað. Starfaði um nokkurra ára skeið.
 • 1986 MFA kaupir Tómstundaskólann (stofnaður um áramótin 1984–1985).
 • 1987 Útgáfa á fréttabréfi, Minnisblaði MFA, hefst.
 • 1989 Lög um Félagsmálaskóla alþýðu. Lagasetningin hafði þá breytingu í för með sér að skólinn var einnig opnaður félagsmönnum BSRB.
 • 1990 List um landið á vegum Listasafns ASÍ.
 • 1995 Tómstundaskólinn yfirtekur rekstur Málaskólans Mímis. Nafni skólans fljótlega breytt í Mímir-símenntun.
 • 1995 MFA hættir aðild að Bréfaskólanum.
 • 1997 Listasafn ASÍ flytur í Ásmundarsal að Freyjugötu 41 í Reykjavík.
 • 2002 Samningur við Þjóðskjalasafnið um flutning Sögusafns verkalýðshreyfingarinnar til Þjóðskjalasafns. Þar með lauk sjálfstæðu starfi á vegum þess.
 • 1971 Í kjölfar kjarasamninga var ákveðið að hefja endurmenntun meðal málmiðnaðarmanna og hófust fyrstu námskeiðin árið 1974.
 • 1974 Eftirmenntunarnefnd í rafiðnaði stofnuð.
 • 1974 Undirbúningur starfsnáms í samræmi við kjarasamninga Sóknar hefst.
 • 1985 Stofnun Rafiðnaðarskólans.
 • 1986 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar komið á fót í kjölfar kjarasamninga.
 • 1989 Samið við ríkisvaldið í kjarasamningum um að sett yrðu lög um starfsmenntun.
 • 1992 Starfsmenntalög samþykkt á Alþingi.
 • 2000–2002 Stofnaðir starfsmenntasjóðir hjá mörgum stéttarfélögum.
 • 2002 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð.
 • 2004 Við endurskoðun kjarasamninga var gert samkomulag við stjórnvöld um að auka fjárframlög til fullorðins- og starfsmenntamála.
 • 2004 Háskólanám í boði í samstarfi MFA og Háskólans á Akureyri fyrir forystufólk í verkalýðshreyfingunni.
 • 2006 Iðan, fræðslusetur, stofnuð.
 • 1966 Útgáfu Vinnunnar hætt að sinni.
 • 1973 Útgáfa Vinnunnar hafin á ný.
 • 1978 Vinnan kemur út sex sinnum á ári um skeið.
 • 1986 Vinnan gefin út í dagblaðsbroti um tíma.
 • 1998. ASÍ-vefurinn í settur upp.
 • 1999 Dregið úr útgáfutíðni Vinnunnar.
 • 2001 Ákveðið að Vinnan komi aðeins út tvisvar á ári í tímaritsformi (síðar einu sinni). Þess í stað leitast við að efla aðra miðla.

Næsti kafli

Alþjóðasamvinna