Efnisyfirlit

Deila sögu ASÍ

Tímabilið fram til 1940

Rosknar konur í vinnuhléi frá amstri í frystihúsinu árið 1977. Langt fram eftir 20. öld bjuggu verkakonur, ekki síst í fiskvinnslu, við lítið atvinnuöryggi. Það breyttist þó til batnaðar á ofanverðri öldinni.

Lífeyrissjóðir

Saga ASÍ: Til velferðar › Tímabilið frá 1960 og fram til 2010

Lífeyrissjóðir

Á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar komu ítrekað fram tillögur þess efnis að kanna hvort ekki væri æskilegt að stofna sérstaka lífeyrissjóði fyrir það launafólk sem ekki hefði aðgang að slíkum sjóðum, enda varð ekki af starfsemi Lífeyrissjóðs Íslands samkvæmt alþýðutryggingalögunum frá 1936. Því var búið áfram við „bráðabirgðafyrirkomulag“, en samkvæmt því voru ellilaun og örorkubætur „ákveðnar af sveitarstjórnum og upphæðirnar miðaðar við mat þeirra á aðstæðum bótaþega“. Ekki var því um neina ákveðna upphæð að ræða og „persónulegt mat á þörfum bótaþega mjög ólíkt“, og einnig „mjög áberandi ósamræmið í því, að hve miklu leyti sveitarstjórnir ætla skyldmennum (börnum) gamal mennanna að sjá fyrir þeim“. Þessi aðferð var óheppileg og var breytt með almannatryggingalögunum frá 1946 þar sem bótaréttur var skilgreindur og óháður persónulegu mati.1

Alþingistíðindi 1945 A, 615. – Stjórnartíðindi 1946 A, 106 og
áfram.

Elstu lífeyrissjóðir í landinu voru lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna, embættismanna og ekkna þeirra og barnakennara og ekkna þeirra, frá 1919 og 1921.2 Á næstu áratugum bættust við fleiri lífeyrissjóðir, t.d. lífeyrissjóður fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar árið 1930. Heiti Lífeyrissjóðs embættismanna og ekkna þeirra var breytt árið 1943 og hét eftir það Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Þessir sjóðir voru ekki lagðir niður árið 1946 með nýju almannatryggingalögunum en sett um þá sérákvæði og störfuðu þeir því til hliðar við ákvæði almannatryggingalaganna. Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins árið 1963 og annarra sambærilegra sjóða nokkru síðar, og breytingum á lögum um almannatryggingar um svipað leyti, var ákveðið að opinberir starfsmenn yrðu „fullgildir aðilar að almannatryggingum, en lífeyrissjóðir þeirra starfrækjast áfram sem viðbótartrygging“.3

Jón Blöndal 1942, 78–80. – Ólafur Ísleifsson 2007, 148.
Hrafn Magnússon 1996, 589. – Alþingistíðindi 1962 A, 1429. –

Allmargir lífeyrissjóðir starfsgreina og fyrirtækja voru stofnaðir á sjötta og sjöunda áratugnum, t.d. Lífeyrissjóður verzlunarmanna árið 1955. VR samdi um stofnun lífeyrissjóðs í stað þess að taka þátt í stofnun Atvinnuleysistryggingasjóðs með ASÍ-félögunum árið 1955.4 Lífeyrissjóður Trésmiðafélags Reykjavíkur var settur á stofn árið 1958 og Lífeyrissjóður Iðjufélaga tók til starfa í ársbyrjun 1959, einnig lífeyrissjóður bókbindara. Alls voru starfandi hátt í 60 lífeyrissjóðir um miðjan sjöunda áratuginn. Þar af voru um 30 sjóðir sem almennt launafólk átti aðild að. Þeir sjóðir voru ýmist tengdir fyrirtækjum (t.d. K.E.A., S.Í.S., Eimskipafélaginu), ríkis bönkunum, sveitarfélögum eða stéttarfélögum. Þó var langt frá því að launafólk almennt ætti aðild að lífeyrissjóðum um þetta leyti, enda var aðild ekki skylda og heimilt að hætta í sjóði og fá eigið framlag til hans endurgreitt. T.d. voru aðeins á þriðja hundrað manns í Lífeyrissjóði verksmiðjufólks árið 1969. Þetta breyttist eftir samningana 1969 og tífaldaðist þá fjöldi sjóðfélaga.5

Magnús L. Sveinsson 2004, 4.
Haraldur Guðmundsson 1965, 1–2, einnig tafla 7 þar sem
gefið er yfirlit um starfandi sjóði árið 1963. – Einnig yfirlit um
lífeyrissjóði, ódagsett. ÞÍ. Sögus. verkal. A01: 68/1. Önnur
félög, sambönd og stofnanir. – Skýrsla nefndar um almennan
Vinnan XVII (1960), 7.–8. tbl., 5. – Svanur Jóhannesson,
viðtal 2010.

Í ullarverksmiðju Álafoss í Mosfellssveit árið 1968. Fátt verksmiðjufólk gerðist félagar í Lífeyrissjóði Iðju fyrstu árin eftir stofnun hans árið 1959, en fjöldi þess margfaldaðist eftir samningana 1969.

Haraldur Guðmundsson, fyrrverandi ráðherra og for stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, lét þess getið í greinargerð, sem hann tók saman að tilhlutan félagsmálaráðuneytisins og birtist árið 1965, að mikill munur yrði á kjörum þeirra sem ættu rétt á lífeyri til viðbótar við lögboðin eftirlaun, sem voru aðallega opinberir starfsmenn, og kjörum þeirra sem ekki fengju slíkan lífeyri á efri árum. Þetta misræmi væri „tilfinnanlegt“ og yrði „alls óviðunandi“ og fátt sem benti til að þátttaka í frjálsum lífeyrissparnaði yrði í „fyrirsjáanlegri framtíð svo almenn, að þorri landsmanna, hvað þá allir, öðlist þar eftirlaunarétt“.6

Haraldur Guðmundsson 1965, 1–2.

Margir voru sér meðvitaðir um þennan vanda og stjórnvöld höfðu hug á því að finna leið til þess að koma á lífeyriskerfi sem næði til sem flestra. Þegar Hannibal Valdimarsson var félagsmálaráðherra skipaði hann nefnd síðla árs 1958 til þess að meta kosti þess að stofna lífeyrissjóð fyrir almenning í landinu. Nefndin lagði til að slíkur sjóður yrði stofnaður en taldi vænlegt að aðild að honum yrði frjáls eins og gilti um marga þá sjóði sem þegar voru starfandi.7 En samhliða áttu stjórnvöld þátt í að Lífeyrissjóði togarasjómanna var komið á fót árið 1958 í kjölfar kjarasamninga með lagasetningu um sjóðinn og var litið svo á að stofnun sjóðsins væri skref í þá átt að koma slíkum sjóðum almennt á fyrir launafólk.8 Það var því ljóst hvert stefndi. Síðar fengu undirmenn á farskipum og bátasjómenn aðild að sjóðnum. Árið 1966 skipuðu stjórnvöld svo enn nefnd til þess að undirbúa löggjöf um almennan lífeyrissjóð og skilaði hún áliti rúmum þremur árum síðar.9 Af lagasetningu um slíkan sjóð varð þó ekki vegna þess að í kjarasamningunum árið 1969 var samið um að koma á fót lífeyrissjóðum fyrir almenna launþega.

Sjá m.a. Sigurður E. Guðmundsson 2005, 15.
Alþingistíðindi 1957 B, 1298.
Skýrsla nefndar um almennan lífeyrissjóð 1969.

Svo merkilegt sem það nú er voru lífeyrissjóðir ekki sérstaklega á dagskrá þegar undirbúningur kjarasamninganna á árinu 1969 hófst; megináherslan var á verðbætur á laun og kauphækkanir. Þetta mál komst ekki á dagskrá fyrr en töluvert var liðið á samningagerðina sem má gegna nokkurri furðu miðað við umfang þess.10 Einnig er athyglisvert að þegar þessi kjarasamningur var gerður virtist liggja ljóst fyrir að stjórnvöld væru tilbúin til þess að koma á einum lífeyrissjóði fyrir landsmenn. En verkalýðshreyfingin vildi fara aðra leið og hefur Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar um langt skeið, bent á, eftir samræður við fólk innan hreyfingarinnar, að forystumönnum hennar hafi ekki hugnast sú leið að komið yrði á sjóði sem þeir hefðu lítið um að segja hvernig væri farið með. Það mun m.a. hafa verið skoðun Eðvarðs Sigurðssonar.11 Því hafi þessi leið fremur verið valin.

Sigurður E. Guðmundsson 2005, 21–25.
Sigurður E. Guðmundsson 2005, 33–35.

En hvernig áttu sjóðirnir að vera byggðir upp? Um það var ágreiningur á milli atvinnurekenda og fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. Hinir fyrrnefndu vildu byggja upp fyrirtækjasjóði, sem nokkur hefð var fyrir, en verkalýðshreyfingin var eindregið á móti því. Fulltrúar hennar vildu uppsöfnunarsjóði sem yrðu bundnir við stéttarfélög eða starfsgreinar. Það varð á endanum niðurstaða samninganna.12

Sigurður E. Guðmundsson 2005, 35.

Upplýsingablað um Lífeyrissjóð verksmiðjufólks sem var stofnaður árið 1959.

Í samningunum sagði m.a.:

Lífeyrissjóðir með skylduaðild verði stofnaðir og starfræktir á félagsgrundvelli. Skylduaðild nær einnig til þeirra lífeyrissjóða stéttarfélaga innan ASÍ sem nú standa. Heimilt skal landssamböndum og samtökum félaga, t.d. í sama landsfjórðungi, að hafa einn sameiginlegan lífeyrissjóð … Stjórnir lífeyrissjóða … skulu skipaðar fjórum fulltrúum, tveim tilnefndum af stéttarfélögum, þeim, sem í hlut eiga og tveim tilnefndum af Vinnuveitendasambandi Íslands.13

Þjóðviljinn 21. maí 1969, 2. (Samkomulag ASÍ og atvinnurek-
enda).

Iðgjöld áttu að nema 10% af launum, 6% greidd af atvinnurekanda og 4% af launþega. Ríkisstjórnin stuðlaði að gerð þessa samkomulags með því að tryggja með lagasetningu að öldruðum (55 ára og eldri, miðað við þá sem voru fæddir árið 1914) félagsmönnum stéttarfélaga í Alþýðusambandinu yrðu tryggðar lífeyrisgreiðslur, reyndar að mestu úr Atvinnuleysistryggingasjóði.14 Sjóðirnir áttu að vera byggðir á uppsöfnun en ekki gegnumstreymi og skylduaðild var að þeim. Í þessu sambandi var talað um „„essin þrjú“, sjóðsöfnun, skylduaðild og samtryggingu“.15 Hlutverk þeirra var að „tryggja sjóðfélögum, eftirlátnum mökum þeirra og börnum lífeyri“. Þeir áttu að greiða ferns konar lífeyri: Ellilífeyri sem var vitaskuld bundinn við aldur (oftast 70 ár), örorkulífeyri fyrir þá sem urðu fyrir tekjumissi vegna slyss eða sjúkdóms sem leiddi til orkutaps, og makalífeyri og barnalífeyri ef maki/foreldri féll frá.16 Sjóðunum var ætlað að „treysta grundvallarforsendur almannatrygginga á Íslandi“. Ekki veitti af, því að greiðslur almannatrygginga voru lágar eða aðeins um 17% af verkamannalaunum að því er talið var.17 Lífeyrisgreiðslurnar áttu að vera háðar iðgjöldum sem voru umreiknuð í réttindastig. Ekki var gert ráð fyrir því að fólk gæti valið í hvaða lífeyrissjóð það greiddi heldur fylgdi það sinni starfsstétt.18

Skýrsla nefndar um almennan lífeyrissjóð 1969, 7. – Stjórnar-
Hrafn Magnússon 1996, 590.
ÞÍ. Lífeyrissjóðanefnd ASÍ og VSÍ. Reglugerð, gilti frá 1.
janúar 1970. Sögus. verkal. A01: 68/1. Önnur félög, sambönd
og stofnanir. – Ólafur Ísleifsson 2007, 12.
Hrafn Magnússon 1996, 590.
Fjallað er um starfsemi lífeyrisnefndar ASÍ og „fyrirmynd
að reglugerð“ sem hún setti fram í Skýrsla forseta um störf
einnig Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið
Bergsson, Um lífeyrissjóði. Skýrsla, 4. desember 1970, bls. 15.
Sögus. verkal. A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og stofnanir.
– Hrafn Magnússon 1996, 593, 595.

Að tillögu undirbúningsnefndar vegna lífeyrissjóðanna var ákveðið að haga skipun í stjórnir þeirra þannig að í þeim ættu sæti fjórir menn. Tveir væru tilnefndir af hálfu viðkomandi stéttarfélags eða stéttarfélaga/landssambands en tveir af Vinnuveitendasambandi Íslands. Ef mörg félög áttu aðild að viðkomandi sjóði bar fulltrúafundi að tilnefna í viðkomandi stjórn. Þessi tillaga var í fullu samræmi við ákvæði samningsins frá í maí 1969 þar sem gert var ráð fyrir að tveir fulltrúar hvors aðila ættu sæti í stjórnum sjóðanna.19 Ástæðan fyrir þessu var sú að með þessu var talið að sæmilegur friður yrði tryggður um starfsemi þeirra. En um þetta atriði var deilt og forysta verkalýðshreyfingarinnar gagnrýnd fyrir þessa afstöðu, enda væri fé sjóðanna eign launafólks.20 Á áttunda áratugnum komu fram kröfur þess efnis að verkafólk ætti að fá full umráð yfir lífeyrissjóðunum. Þær kröfur birtust t.d. á kjaramálaráðstefnu ASÍ árið 1973 þar sem sett var fram krafan: „Verkalýðsfélögin fái full yfirráð yfir lífeyrissjóðunum“. Einnig var þess krafist á kjaramálaráðstefnu ASÍ árið 1980 að verkalýðshreyfingin fengi meirihluta í stjórnum lífeyrissjóðanna. En kröfum af þessu tagi var þó ekki fylgt eftir.21

ÞÍ. Fundargerð í undirbúningsnefnd 26. janúar 1970. Sögus.
verkal. A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og stofnanir. – ÞÍ.
Greinargerð lífeyrisnefndar Alþýðusambands Íslands og
Vinnuveitendasambands Íslands 5. mars 1970.. Sögus. verkal.
A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og stofnanir.
Sigurður E. Guðmundsson 2005, 36–37. – Sjá Þórir Bergsson,
Um lífeyrissjóði. Skýrsla, 4. desember 1970, bls. 26. ÞÍ. Sögus.
verkal. A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og stofnanir.
ÞÍ. II. Kjaramálaráðstefna ASÍ 1973. Sögus. verkal. B09:
A1/10. Skjalasafn Þorsteins Péturssonar. Skjöl varðandi ASÍ
og landshlutafélög. – Sigurður E. Guðmundsson 2005, 81.

Eftir þessa samningagerð og lagasetningu á Alþingi í tengslum við hana var stofnaður fjöldi lífeyrissjóða og áttu iðgjaldagreiðslur í þá að hefjast árið 1970. Samhliða var komið á fót eftirlaunakerfi fyrir eldra verkafólk sem gat vart búist við því að fá greitt úr lífeyrissjóðum, sem fyrr segir. Það var í upphafi fjármagnað með því að ríkissjóður greiddi fjórðung kostnaðar en Atvinnuleysistryggingasjóður það sem eftir stóð.22 Í samkomulagi um þessi efni var gert ráð fyrir því að lífeyrissjóðir stéttarfélaganna tækju við þessari skuldbindingu eigi síðar en frá 1. janúar 1985. En lögin eru enn í gildi og eru skuldbindingar samkvæmt þeim fjármagnaðar af ríkis sjóði, en það eru mjög fáir sem njóta þeirra sökum aldurs.23

Þorgrímur Gestsson 2007, 159–161. – ÞÍ. Yfirlýsing forsætis-
ráðherra 18. maí 1969. Sögus. verkal. A01: 22/1. Skrifstofa.
Ýmis félags-, réttinda- og menningarmál. Lífeyrissjóðir. –
Sigurður E. Guðmundsson 2005, 55. – Sjá einnig Sigurður
Snævarr, Haglýsing Íslands, 401–402.
Samkvæmt upplýsingum Gylfa Arnbjörnssonar 2010.

Gert var ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir væru „sjóðir einstakra verkalýðsfélaga, landssambandasjóðir og svæðasjóðir“. Samstaða var um að stuðla að því að sjóðirnir yrðu sem fæstir og Alþýðusambandið hvatti einstök félög og sambönd til þess að vinna saman að stofnun lífeyrissjóða, enda hefðu stærri sjóðir marga kosti fram yfir þá minni. Sjóðirnir urðu þó fjölmargir eða um 100 þegar mest var og svið þeirra mjög mismunandi, allt frá litlum félögum til samstarfs stórra félaga og samvinnu sem náði til stórra svæða.24 Samráðsnefnd lífeyrissjóða vann að stofnun Sambands almennra lífeyrissjóða og var það sett á laggirnar árið 1973, en í því voru sjóðir sem byggðu á samkomulagi ASÍ og VSÍ frá 19. maí 1969. Samhliða var komið á samskiptareglum fyrir sjóðina. Aðrir lífeyrissjóðir voru í Landssambandi lífeyrissjóða.25 Þessi sambönd runnu svo saman árið 1998 í Landssamtök lífeyrissjóða, auk lífeyrissjóða sem stóðu utan beggja sambandanna.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árin 1969–1972,
95–96, 124–125. – Einnig ÞÍ. Fundargerð fundar í almennu
lífeyrissjóðanefndinni. Sögus. verkal. A01: 68/1. Önnur félög,
sambönd og stofnanir. – ÞÍ. ASÍ til sambanda og fulltrúaráða
8. janúar 1970. Sögus. verkal. A01: 22/1. Skrifstofa. Ýmis
félags-, réttinda- og menningarmál. – Hrafn Magnússon
1996, 590. – Sigurður E. Guðmundsson 2005, 50–51.
ÞÍ. Samþykktir fyrir Samband almennra lífeyrissjóða og
reglur um samskipti þeirra frá 12. júní 1973. Sögus. verkal.
A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og stofnanir. – Vinnan
XXV (1975), 1.– 2. tbl., 19–21. – Ásdís Skúladóttir 1984, 72.

Mikilvægt sjónarmið við stofnun almennu lífeyrissjóðanna var einnig að auðvelda launafólki aðgang að lánsfé. Erfitt var að fá lán til húsbygginga eða húsnæðiskaupa, en það var vel kunnugt að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna höfðu auðveldað sjóðfélögum að koma sér upp þaki yfir höfuðið.26

Sjá m.a. Ólafur Ísleifsson 2007, 9–10.

Frá framhaldsstofnfundi Landssambands almennra lífeyrissjóða árið 1973. Sitjandi f.v.: Benedikt Davíðsson, Barði Friðriksson og Gunnar Guðjónsson. Eðvarð Sigurðsson er í ræðustóli. Barði og Gunnar voru fulltrúar atvinnurekenda.

Staða lífeyrissjóðanna var bætt með lagasetningu á áttunda áratugnum. Lög um skylduaðild allra launþega að lífeyrissjóðum voru sett árið 1974. Með lagasetningu frá Alþingi árið 1980 (lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda) var gert ráð fyrir aðild allra á vinnumarkaði að lífeyrissjóðum, einnig þeirra sem voru sjálfstætt starfandi og atvinnurekenda, og bar að greiða að minnsta kosti 10% af dagvinnulaunum í iðgjald.27

Vinnan XXVII (1977) 2. tbl., 13. – Stjórnartíðindi 1974 A,
222–223. – Stjórnartíðindi. 1980 A, 273–274. – Einnig Skýrsla

Starfsemi almennu lífeyrissjóðanna var erfið fyrsta skeiðið við þær aðstæður sem voru í efnahagslífinu, óðaverðbólgu og óstöðugleika, og ekki var farið að verðtryggja eignir lífeyrissjóða almenns verkafólks fyrr en um 1980. Eignir sjóðanna höfðu þá rýrnað mikið enda raunvextir verið neikvæðir um nokkurt skeið. Taka má sem dæmi að árið 1974 var ávöxtun lífeyrissjóðanna 7,4% en hefði þurft að vera 48,5% ef halda hefði átt í við verðbólgu og tryggja lágmarksraunávöxtun. Margir sjóðir höfðu veitt óverðtryggð lán sem síðan urðu nánast að engu í verðbólgunni.28 Það sem gerðist því í raun var það að sumir sjóðfélagar (þeir sem fengu lán) tóku lífeyri sinn út fyrirfram í formi óverðtryggðra lána, en það gerðist vitaskuld á kostnað þeirra sem ekki tóku slík lán.29

Morgunblaðið 2. apríl 1976, 24 (Viðtal við Hrafn Magnússon).
Vinnan XLIII (1993), 6.–7. tbl., 14–16. – ÞÍ. Hugmyndir um
endurskipulagningu lífeyriskerfisins 8. febrúar 1976. Greinar-
gerð til fjármálaráðherra, ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna. Tekin saman af Bjarna Þórðarsyni, Guð-
jóni Hansen og Pétri H. Blöndal, fylgiskjal 2. Sögus. verkal.
A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og stofnanir.
Samkvæmt athugasemdum Hrafns Magnússonar 2011.

Ekkert var eðlilegra en að efasemdir væru uppi um hvort fært væri að byggja upp lífeyrissjóði með uppsöfnunaraðferð. Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, taldi t.d. að forsendur uppsöfnunarkerfisins hefðu brostið þegar þessi mál voru rædd á kjaramálaráðstefnu ASÍ árið 1975. Margir fleiri voru á þessari skoðun og töldu erfitt eða ógerning að byggja upp lífeyrissjóði með sjóðmyndun miðað við þær aðstæður sem voru í efnahagslífinu.30 Heppilegra væri að styðjast við gegnumstreymissjóði. En á því kerfi voru þó einnig taldir gallar. Sparnaður landsmanna væri fyrst og fremst fólginn í lífeyrissjóðunum og ef breytt kerfi væri tekið upp drægi mjög úr möguleikum sjóðanna til þess að lána fé til íbúðakaupa og húsbygginga.31

Elías Snæland Jónsson 1977, 8–9. – Sjá einnig ÞÍ. Hug-
myndir um endurskipulagningu lífeyriskerfisins 8. febrúar
1976. Greinargerð til fjármálaráðherra, ASÍ, VSÍ og Vinnu-
málasambands samvinnufélaganna. Tekin saman af Bjarna
Þórðarsyni, Guðjóni Hansen og Pétri H. Blöndal, bls. 8 og
víðar. Sögus. verkal. A01: 68/1. Önnur félög, sambönd og
stofnanir. – ÞÍ. Fundargerðabók 1975–1978, 27. Sögus. verkal.,
A01: 11/1. Yfirstjórn ASÍ. Sambandsstjórn.
Morgunblaðið 2. apríl 1976, 24 (Viðtal við Hrafn Magnússon).

Samhliða kjarasamningunum árið 1976 var gert sérstakt samkomulag um lífeyrismál, enda horfði illa með starfsemi lífeyrissjóðanna. Það var til dæmis niðurstaða athugunar sem var gerð á stöðu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um miðjan áttunda áratuginn. Allt stefndi í að umbreyta yrði samkomulaginu frá 1969 og reyna nýjar leiðir, og var nefnd falið að leita leiða til úrbóta, m.a. vegna þess að vextir voru stórlega neikvæðir. Helstu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um þetta leyti ræddu um að vart væri önnur leið fær en að breyta lífeyrissjóðunum úr uppsöfnunarsjóðum í gegnumstreymissjóði, enda gæfu aðstæður í þjóðfélaginu ekki tilefni til annars vegna mikillar verðbólgu; á þessari leið væru þó einnig annmarkar. Þetta var m.a. afstaða Eðvarðs Sigurðssonar. Björn Jónsson, forseti ASÍ, ræddi einnig um að vart væri annað fært en að umbylta lífeyriskerfinu og taka upp gegnumstreymissjóði.32 Þessir forystumenn voru því í aðalatriðum sammála Guðmundi H. Garðarssyni sem taldi að sjóðmyndunarkerfið væri gengið sér til húðar, það væri „byggt á sandi“, eins og Guðmundur orðaði það.33 Þær hugmyndir birtust í lagafrumvörpum Guðmundar á Alþingi árið 1976 og síðar.34 Samkvæmt frumvörpum Guðmundar var gert ráð fyrir að starfandi lífeyrissjóðum væri breytt í lánasjóði en nýir lífeyrissjóðir stofnaðir sem allir landsmenn á aldrinum 16–67 ára ættu aðild að. Í raun var verið að leggja til stofnun lífeyrissjóðs í anda Lífeyrissjóðs Íslands sem samþykkt var að stofna árið 1936 og fjallað er um í fyrra bindi þessa verks.

Þjóðviljann 29. janúar 1977, 10 (viðtal við Eðvarð Sigurðsson).
Alþýðublaðið 1. maí 1977, 8–9 (viðtal við Björn Jónsson). –
tbl., 9–10.
Alþingistíðindi 1975–1976 B2, 2109.
Alþingistíðindi 1975–1976 A, 997 og áfram.

Sem fyrr segir tóku sumir helstu forystumanna verka lýðshreyfingarinnar undir þessi sjónarmið. En þær undir tektir dugðu ekki til, lífeyrissjóðirnir voru helsta sparnaðarform landsmanna og ekki reyndist vilji til að leggja þá af í því formi sem þeir voru. Niðurstaðan varð því sú að halda sig við það kerfi sem varð til árið 1969 en efla sjóðina. Það var gert á margan hátt. Miklu skipti verðtrygging fjárskuldbindinga. Við það batnaði tryggingafræðileg staða þeirra verulega og skipti þessi ráðstöfun reyndar sköpum. Það breytti einnig miklu þegar farið var að greiða iðgjöld af heildartekjum launþega en ekki aðeins af dagvinnulaunum (tekið upp í áföngum 1987–1990).35 En vegna erfiðleikanna á áttunda áratugnum áttu margir lífeyrissjóðir í vandræðum, t.d. Lífeyrissjóður Landssambands vörubifreiðastjóra. Hann sameinaðist Lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar árið 1993 og þá var lífeyrir sjóðfélaga jafnframt skertur verulega. Staða sumra annarra sjóða var þó ekki mikið betri.36

Sigurður E. Guðmundsson 2005, 103–104.
Helgarpósturinn 19. nóvember 1987, 8. – Einnig DV 10. mars
1993, 2.

Fyrsta skeiðið fór fé lífeyrissjóðanna að drjúgum hluta í lán til þeirra sem voru að kaupa eða byggja íbúðir og á árabilinu frá 1973–1985 voru lán til sjóðfélaga oft á bilinu frá um helmingi til tveggja þriðju af ráðstöfunarfé þeirra. Allt til 1979 voru lán til sjóðfélaga yfirleitt óverðtryggð. Óttuðust margir forystumenn í verkalýðshreyfingunni að það yrði lánþegum um megn ef lánin yrðu verðtryggð. Það var vissulega mikilsvert fyrir lánþegana að hafa lánin óverðtryggð, en fjármunir sjóðanna rýrnuðu stórlega. Forystumenn lífeyrissjóðanna og verkalýðshreyfingarinnar voru á báðum áttum um hvað ætti að gera varðandi verðtryggingu sjóðanna. Þeir sáu sem var að í óefni stefndi, en á hinn bóginn var ekki fýsilegt að verðtryggja húsnæðislánin sem félagar í sjóðunum fengu. Sumir, t.d. Eðvarð Sigurðsson, efuðust um að launafólk gæti staðið undir afborgunum af slíkum lánum og var veruleg tregða hjá lífeyrissjóðunum að taka upp verðtryggingu. Hún varð raunar fyrst heimil með Ólafslögum 1979.37 En fyrir utan lán til sjóðfélaga ráðstöfuðu sjóðirnir fé sínu um þetta leyti m.a. í verðtryggð ríkisskuldabréf og voru iðulega skyldaðir til þess. Nefna má að samkvæmt kjarasamningum á árinu 1974 var gert ráð fyrir að um fimmtungi af fé lífeyrissjóðanna væri ráðstafað á þennan hátt og rynni til Byggingasjóðs í því skyni að koma upp húsnæði fyrir „efnalítið fólk“.38

Þjóðviljinn 10. mars 1976, 10 (viðtal við Eðvarð Sigurðsson). –
Einnig Sigurður E. Guðmundsson 2005, 135 og áfram.
Sjá m.a. ÞÍ. Bréf ASÍ til Sveinafélags húsgagnasmiða 18. mars
1974. Sögus. verkal., A53: 24/1. Sveinafélag húsgagnasmiða. –
Sigurður E. Guðmundsson 2005, 38, 120. – Morgunblaðið 2.
apríl 1976, 24 (viðtal við Hrafn Magnússon).

Lífeyrissjóðirnir efldust þrátt fyrir margvíslega örðugleika og staða lífeyrisþega batnaði miðað við það sem áður hafði verið. Árið 1969 fékk launafólk sem var með meðalmánaðartekjur í verkamannavinnu tæplega fimmtung þeirra tekna í eftirlaun hjá almannatryggingum. Þessi staða hafði lagast umtalsvert árið 1989, en þá var lífeyrir ríflega þriðjungur af meðaltekjum fyrir verkamannavinnu.39 En eftir því sem lífeyrissjóðunum óx fiskur um hrygg og bótagreiðslur jukust, ellilífeyrir, barnalífeyrir, makalífeyrir og örorkulífeyrir, voru bætur almannatrygginga skertar svo að bótagreiðslur lífeyrissjóðanna voru í reynd nýttar til þess að greiða niður bætur almannatrygginga. Þetta var vitaskuld gagnrýnt, enda var með þessu í raun verið að refsa þeim sem höfðu greitt skilvíslega til lífeyrissjóða.40

Fréttabréf ASÍ, 11. apríl 1990, 3–4.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1992, 22.

Sem fyrr greinir voru lífeyrissjóðirnir margir og sumir hverjir litlir. Því var rekstrarkostnaður sumra sjóða hár. Kári Arnór Kárason hjá lífeyrissjóðnum Björg á Húsavík staðhæfði árið 1989 að dæmi væru um að fimmta hver króna af iðgjöldum færi í rekstrarkostnað. Hann bætti við: „Slíkir sjóðir standast engan veginn og munu aldrei gera. Það eru allt of margir sjóðir og of smáar einingar í lífeyrissjóðakerfinu til að sjóðirnir fái staðist og geti greitt þann lífeyri sem þeir hafa lofað að gera.“ Kári fullyrti að ef lífeyrissjóðir á Norðurlandi væru sameinaðir mætti spara meira en helming af rekstrarkostnaði þeirra. Niðurstaða Kára var eftirfarandi: „Þetta skipulag, sem hefur verið á þessum málum til þessa, kemst fast að því að kallast geggjun og er nánast glæpsamlegt að fara svona með iðgjaldagreiðslur fólks.“41 Þróunin varð líka sú á næstu árum að sjóðunum fækkaði mjög og þeir stækkuðu. Árið 1993 var svo komið að fimm stærstu sjóðirnir höfðu yfir að ráða um helmingi af heildareignum lífeyrissjóðanna.42 Áfram var haldið á þessari braut og voru rúmlega 30 fullstarfandi sjóðir árið 2007. Þar af áttu tíu stærstu sjóðirnir um 80% hreinna eigna lífeyrissjóðanna og hinir fimm stærstu um 60% eignanna.43

DV 25. september 1989, 2. – Tíminn 31. maí 1989, 3.
Vinnan XLIII (1993), 6.–7. tbl., 14.
Ólafur Ísleifsson 2007, 167.

Viðræður um endurskoðun á kjarasamningi ASÍ og VSÍ um lífeyrismál hófust árið 1994. Í árslok 1995 var gerður nýr samningur á milli félaga innan ASÍ og atvinnurekenda um lífeyrismál og var hann skilgreindur sem viðbót við samkomulag um sama efni frá því í maí 1969. Aðilar náðu samkomulagi sem síðan var borið undir þau félög sem áttu aðild að viðkomandi lífeyrissjóðum. Í því fólst að ekki skyldu gerðar breytingar á því fyrirkomulagi sem hafði verið komið á – að byggja bæri á skyldutryggingu, sjóðssöfnun og samtryggingu þeirra sem iðgjöld greiddu. Rétti til örorkubóta og makalífeyris var breytt nokkuð og ákvæði voru um upplýsingaskyldu gagnvart sjóðfélögum. Skýrari ákvæði voru um ávöxtun á fé sjóðanna og að setja bæri fjárfestingarstefnu fyrir þá. Þá voru hertar reglur um sjóði sem ekki ættu fyrir skuldbindingum sínum.44 Sem sjá má voru þó engar grundvallarbreytingar gerðar á lífeyrissjóðakerfinu.

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 1996,
31–50. – Morgunblaðið 13. desember 1995, 6.

Snemma árs 1997, þegar kjarasamningar stóðu yfir, kom fram frumvarp á Alþingi þar sem verulega átti að þrengja að almennu lífeyrissjóðunum. Í upphaflegum hugmyndum var m.a. gert ráð fyrir að skipta mætti iðgjaldi og ráðstafa hluta þess í séreignarsparnað en ekki í samtryggingu. Einnig voru uppi hugmyndir um að fólk gæti valið sér lífeyrissjóð. Niðurstaðan varð þó sú að ekki var hróflað við samtryggingarkerfinu, en komið var til móts við þá sem vildu eiga séreignarsparnað, og ákvæði voru þess efnis að án undantekninga bæri öllum að greiða í lífeyrissjóði.45 Í kjölfar nýju laganna fóru ýmsir lífeyrissjóðir að huga að því að bjóða fram séreignarsparnað til viðbótar við þau iðgjöld sem voru lögbundin.46 Þar með hafði verið komið á þriggja þrepa líf eyris kerfi: opinberu kerfi sem greiddi grunnlífeyri, líf eyris sjóðakerfi sem byggði á sjóðssöfnun og samtryggingu og loks séreignarsparnaði til elliáranna sem var eign viðkomandi sjóðfélaga og yfirleitt greiddur út á ákveðnum árafjölda.47 Rétt er að ítreka að samhliða því sem lífeyrissjóðakerfið hefur eflst og greiðslur úr því aukist hafa stjórnvöld iðulega skert bætur almannatrygginga, þannig að í mörgum tilvikum kemur í ljós að hagur þeirra sem greiða í lífeyrissjóði verður lítið eða ekki betri en þeirra sem lítið eða ekki hafa greitt til sjóðanna.

Fréttabréf ASÍ, 24. nóvember 1997. – Skýrsla forseta um störf
2007, 125–126.
Sjá m.a. Morgunblaðið 2. febrúar 1997, E 12.
Hrafn Magnússon 1996, (Þrepin þrjú) 12. – Hrafn Magnús-
son 1996, (Lífeyrissjóðirnir) 595.

Árið 1997 var gerð breyting á lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna og komið á uppsöfnunarkerfi, svipað og er hjá almennum launþegum, nema hvað réttindi voru meiri en á almennum vinnumarkaði og ellilífeyrisaldur opinberra starfsmanna var miðaður við 65 ár í stað 67 ára, en sú viðmiðun gilti bæði hjá almannatryggingum og almennu lífeyrissjóðunum. Við þessa breytingu varð að hækka framlag í opinberu sjóðina. Það varð 15,5% af heildarlaunum í stað 10% á almennum vinnumarkaði. Í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ árið 1999 var gerð tilraun til þess að jafna þennan mun á lífeyrisréttindum. Það var gert með samkomulagi um viðbótarlífeyrissparnað, 2+2, eins það var nefnt, þar sem atvinnurekanda var gert að greiða 2% í séreignarsjóð ef launamaður ákvæði að leggja sjálfur til 2%. Í kjölfar samninganna gerðu opinberir starfsmenn tilkall til sambærilegra ákvæða. Samninganefnd ríkisins samþykkti kröfuna og þar með hélt deilan um nauðsyn þess að jafna lífeyrisréttindi áfram.48 Árið 2004 varð sú breyting á að samið var um að auka framlag atvinnurekenda í almennu lífeyrissjóðina þannig að það yrði 8% frá 1. janúar 2007. Þessi munur minnkaði því á ný.49

Samkvæmt samantekt Gylfa Arnbjörnssonar 2010.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2005, 120
og áfram. – Ólafur Ísleifsson 2007, 18.

Örorkubyrði lífeyrissjóðanna hafði farið mjög vaxandi eftir aldamótin 2000 og leit út fyrir að skerða þyrfti ellilífeyri af þessum sökum. Við þessu var brugðist að nokkru leyti þegar kjarasamningar voru endurskoðaðir árið 2005, en þá féllust stjórnvöld á að tryggja lífeyrissjóðunum fjármagn til að mæta aukinni örorkubyrði. Í framhaldinu var einnig ákveðið að koma á fót nefnd til þess að endurskoða örorkumat og efla starfsendurhæfingu, þannig að síður þyrfti að koma til þess að fólk á besta aldri yrði öryrkjar það sem eftir væri starfsævinnar.50 Starfsendurhæfingarsjóði var síðan komið á laggirnar í maí 2008 og voru aðilar að sjóðnum helstu samtök launafólks, samtök atvinnurekenda og opinberir aðilar. Hlutverk sjóðsins átti að vera að stuðla að því að sem fæst launafólk hyrfi af vinnumarkaði vegna örorku með því að stórefla endurhæfingu fyrir viðkomandi aðila. Starfsemi sjóðsins fór aðallega fram í samstarfi við sjúkrasjóði einstakra stéttarfélaga og annarra aðila sem sjá um starfsendurhæfingu fólks.51

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2007, 42.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2009,
227–233.

Eftir hrunið 2008 urðu miklar umræður um starfsemi lífeyrissjóðanna. Þær snerust m.a. um stjórnir sjóð anna, setu fulltrúa þeirra í stjórnum fyrirtækja og fjár festingastefnu. Að nýju kom fram gagnrýni á það að atvinnurekendur ættu sæti í stjórnum lífeyrissjóða, sjóðum sem fyrst og fremst voru ætlaðir til þess að greiða launafólki lífeyri. Hrafn Magnússon, lengi framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, hafði svarað spurningum um þetta á þann hátt árið 1993 að með þessu fyrirkomulagi hefði tekist að koma á „einskonar vopnuðum friði“ og sú samvinna hefði tekist „með miklum ágætum“.52

Vinnan XLIII (1993), 6.–7. tbl., 16.

Á ársfundi ASÍ árið 2009 komu fram tillögur þess efnis að launafólk yfirtæki stjórnun lífeyrissjóðanna og jafnframt að kosið yrði beint til stjórna sjóðanna (frá Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness). Flestir forystumenn í sambandinu töldu þó rétt að fara varlega og álitu að sameiginleg stjórnun hefði tryggt samstöðu og frið um sjóðina. Það var til dæmis álit Signýjar Jóhannesdóttur frá Stéttarfélagi Vesturlands sem kvaðst hafa skipt um skoðun á þessu máli.53 Afstaða helstu forystumanna verkalýðshreyfingarinnar hefur einmitt verið hingað til sú að halda samstarfi við atvinnurekendur um lífeyrissjóðina vegna þess að lífeyrisréttindi séu hluti kjarasamninga og slíkt samstarf tryggi frið um lífeyrissjóðakerfið.54

Fundargerð ársfundar Alþýðusambands Íslands 2009, 20–22.
Samkvæmt frásögn Gylfa Arnbjörnssonar 2010. Gylfi telur
að bæði Eðvarð Sigurðsson og Benedikt Davíðsson hafi verið
þessarar skoðunar.

Spurningar hlutu einnig að vakna um setu fulltrúa lífeyrissjóðanna, og þar með verkalýðshreyfingarinnar, í stjórnum fyrirtækja. Með vaxandi hlutdeild lífeyrissjóðanna í hlutabréfum innlendra og erlendra fyrirtækja fór þeim stjórnarmönnum fjölgandi.55 Frá öndverðum tíunda áratug 20. aldar höfðu fjárfestingar lífeyrissjóðanna í innlendum og erlendum hlutabréfum aukist mikið (einkum frá 1995, en þá var fyrst heimilt að fjárfesta í hlutabréfum með skipulögðum hætti).56

Sjá m.a. Friðrik Þór Guðmundsson 2000, 8.
Samkvæmt frásögn Gylfa Arnbjörnssonar 2010. – Hrafn
Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson 2012, 46.

Í þessu samhengi má geta þess að skýr ákvæði voru í kjarasamningi frá 1995 um lífeyrissjóðina þess efnis að formaður og forstöðumaður sjóðs mættu ekki sitja í stjórn fyrirtækja sem fjárfest væri í. Á hinn bóginn hafði verkalýðshreyfingin hagsmuni af því að eigendur fyrirtækjanna sinntu „ábyrgð sinni sem virkir eigendur“ og fylgdu „hagsmunum sínum eftir gagnvart stjórnendum fyrirtækjanna“. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, er vandinn „hins vegar hvernig þetta samrýmist hlutverki okkar sem verkalýðshreyfingar“.57 Hér var því á ferðinni augljós þversögn. Lífeyrissjóðirnir höfðu hag af góðri afkomu fyrirtækja, en hagsmunir verkalýðshreyfingarinnar gátu verið andstæðir hagsmunum fyrirtækjanna.58

Samkvæmt frásögn Gylfa Arnbjörnssonar 2010.
Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 94.

Að beiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var Siðfræðistofnun fengin til þess að leggja fram álit vegna þátttöku forsvarsfólks verkalýðsfélaga í stjórnum fyrirtækja árið 2004. Að mati stofnunarinnar vakna ekki „nein siðferðisleg álitaefni við það í sjálfu sér að LÍV hafi áhrif í þeim hlutafélögum sem hann á hlut í, en spurningar vakna um þær aðferðir sem mögulegar eru til að hafa áhrif“. Bent er á að stjórnarseta forsvarsmanna stéttarfélagsins (í þessu sambandi VR) geti valdið hagsmunaárekstrum og því séu aðrar leiðir heppilegri til að hafa áhrif. Mælt er með því að velja óháða fulltrúa í stjórnir viðkomandi fyrirtækja. Sérstaklega er nefnt að siðferðilegar spurningar vakni við veru formanns VR í stjórnum fyrirtækja fyrir hönd lífeyrissjóðsins. Nefnd eru atriði eins og hagsmunaárekstrar „ef formaður VR þarf að taka afstöðu í málum sem snerta félaga í VR sem eru launþegar í viðkomandi félagi“. Einnig er nefndur trúverðugleiki formannsins „ef hann tengist ákvörðunum stjórnar félagsins sem hugsanlega eru óvinsælar meðal launafólks“. Þá er þess getið að formaður VR geti vart „tekið opinbera afstöðu og gagnrýnt viðkomandi fyriræki opinberlega eins og hlutverk hans sem formanns VR gæti kallað á“. Loks er nefnt að fyrirkomulag við val á fulltrúum í stjórn lífeyrissjóðsins veki upp „spurningar um hvort almennir sjóðsfélagar hafi nægilega möguleika til að hafa áhrif á það hverjir sitja í stjórn sjóðsins“.59 Ljóst er að eftir þessum ábendingum var ekki farið og enn er óljóst á hvern hátt sjóðirnir hyggjast bregðast við þeirri umræðu sem hefur farið fram um störf þeirra. Þess má geta að verkalýðshreyfingin sem heild hefur ekki sett sér siðareglur af því tagi sem hér er rætt um. Það kom til tals á miðstjórnarfundi ASÍ árið 1970 að nauðsynlegt væri „að gefnu tilefni“ að móta reglur um það „hvort eða undir hvaða kringumstæðum samtökin eða einstakir forystumenn þeirra geti þegið boð frá aðilum, sem utan þeirra standa, um endurgjaldslaus ferðalög eða annan greiða“. Flutningsmenn tillögunnar voru Björn Jónsson og Jón Sigurðsson, en þeir drógu tillögu sína til baka eftir nokkrar umræður.60

Ketill B. Magnússon 2004.
ÞÍ. Fundargerðabók miðstjórnar 1968–1971, 97. Sögus. verkal.
A01 12/4. Almenn skrifstofa.

Stefna lífeyrissjóðanna í fjárfestingamálum hefur einnig verið oft til umræðu. Fyrsta skeiðið fór mest af fjármagni sjóðanna í lán til sjóðfélaga og í kaup á tryggum skuldabréfum, sem fyrr getur. Síðar urðu hlutabréf í fyrirtækjum stór þáttur í fjárráðstöfun sjóðanna og jókst hlutur þeirra úr rúmlega 1% árið 1990 af hreinni eign til greiðslu lífeyris í meira en þriðjung árið 2007 en minnkaði töluvert eftir það.61 Það var sá þáttur sem kom mest til umræðu eftir „hrunið“ 2008. Þá urðu lífeyrissjóðirnir fyrir verulegu tjóni og bent var á að gagnrýnisleysi þeirra hefði „ýtt undir ógæfulega þróun og óhóflega áhættu á óþroskuðum markaði“.62 Þó var tap íslensku sjóðanna ekki verra eða meira en í ýmsum öðrum vestrænum löndum og fjarri því sem átti sér stað með íslensku bankana.63

Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 45–46.
Sigrún Davíðsdóttir, http://www.ruv.is/pistlar/sigrun-davids-
dottir/lifeyrissjodirnir-og-gagnrynid-adhald, 16. febrúar 2010.
Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2009, 147.
– Einnig samkvæmt frásögn Gylfa Arnbjörnssonar 2010.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 vegna „hrunsins“ 2008 eru málefni lífeyrissjóðanna rædd. Bent var á að fæstir sjóðanna hefðu haft skriflegar siðareglur, aðeins óformlegar. Þá vantaði sárlega reglur „um starfshætti, ekki síst um boðsferðir og gjafir“, en þær þyrfti að hafa til þess að mynda „varnarmúra“ um starfsemi sjóðanna. Þá var fjallað um tengsl við stórfyrirtæki og banka og talið að þau hefðu í sumum tilvikum verið óeðlileg. Í skýrslunni greindi Gunnar Páll Pálsson, sem sat í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og jafnframt í stjórn Kaupþings, frá því að honum fyndist „eftir á að hyggja of mikil þjónkun hafi verið hjá lífeyrissjóðunum við viðskiptalífið, ekki síst vegna þátttöku atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna“. Fyrirtækjasamsteypurnar hefðu gjarnan verið sterkar í samtökum atvinnurekenda. Gunnar Páll kvaðst hafa haft á tilfinningunni að þær „hnipptu í“ sína fulltrúa í stjórnum sjóðanna. Þorgeir Eyjólfsson, lengi forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, tók í sama streng. Maður „bara svona mengaðist einhvern veginn af þessu“, sagði Þorgeir og átti þá við „útrásina“ og allt sem henni fylgdi.64 Loks var hvatt til þess í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að gerð væri sérstök rannsókn og greining á stöðu lífeyrissjóðanna.65 Umræðan um lífeyrissjóðina í kjölfar hrunsins varð m.a. til þess að Gunnar Páll Pálsson og hluti stjórnar í VR féll fyrir mótframboði og hafði slíkt aldrei gerst í sögu félagsins.

Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal, Kristín Ásgeirsdóttir
2010, 76.
Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal, Kristín Ásgeirsdóttir
2010, 68, 70–71, 76–77.

Eftir allar þessar umræður var ljóst að trúverðugleiki lífeyrissjóðanna hafði „beðið álitshnekki“, eins og Gylfi Arnbjörnsson orðaði það, sem yrði að bregðast við. Brýnt væri að setja „skýrar reglur um aukið gagnsæi, siðferði og trúverðugleika í starfi þeirra“. Slík endurskoðun þyrfti að „ná jafnt til fjárfestingarstefnu og daglegrar starfsemi sjóðanna, þ.m.t. til starfskjara, risnu og ferðalaga“.66

Skýrsla forseta um störf Alþýðusambands Íslands árið 2009,
48–49.

Sökum þessarar gagnrýni ákvað stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, að frumkvæði ASÍ, að óska eftir því í júní 2010 að ríkissáttasemjari skipaði óháða rannsóknarnefnd sem fengi það verkefni að kanna starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrunið. Þau atriði sem einkum átti að athuga voru „[f]járfestingastefna, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins“.67 Ríkissáttasemjari skipaði síðan þrjá menn í nefndina, þá Hrafn Bragason, Guðmund Heiðar Frímannsson og Héðin Eyjólfsson.

Fréttablaðið 24. september 2010, 8.

Nefndin lauk störfum snemma árs 2012, en það takmarkaði þó nokkuð starf hennar að hún gat ekki gert kröfu um aðgang að gögnum án takmarkana.68 Nefndin gagnrýndi margt í starfsemi sjóðanna. Hún benti á að sumar lagabreytingar sem voru gerðar eftir aldamótin 2000 hefðu orkað mjög tvímælis, t.d. mjög auknar heimildir til kaupa á hlutabréfum (úr 35% í 60% af hreinni eign sjóðsins). Taldi nefndin að við þær breytingar hefði ráðið vilji til að verða við „óskum hagsmunaaðila“ og hefðu þær verið fráleitar í ljósi þess sem síðar gerðist. Einnig væri ámælisvert að sjóðirnir hefðu í einhverjum mæli fjárfest í bréfum sem ekki höfðu skráð gengi. Þá var bent á að tryggingar hefðu verið ónógar og ekki hefðu verið gerðar sömu kröfur við kaup á skuldabréfum af fyrirtækjum og við einföld lán til húsnæðiskaupa.69

Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 14.
Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 19, 68–69, 92–93.

Nefndin tók einnig undir það álit að mikilvægt væri að auka áhrif sjóðfélaga með því að gefa þeim kost á að kjósa einn eða fleiri stjórnarmenn beinni kosningu. Óskir af þessu tagi höfðu komið fram en þeim hafði ekki verið sinnt. Nefndin ræddi um „umboðsvanda“ í þessu samhengi. Nefndin taldi líka að því þyrfti að svara hvers vegna „fulltrúar atvinnurekenda sitja í stjórninni til jafns við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar“, enda væru þeir „ekki fulltrúar eigendanna með svipuðum hætti og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar eru“. Nefndin tók því undir gamla og nýja gagnrýni á þetta fyrirkomulag. Hún taldi einnig mikilvægt að setja ákvæði um hversu lengi fulltrúar mættu sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna, en slík hámarksákvæði höfðu ekki verið í lögum. Sjóðirnir höfðu heldur ekki sett sér siðareglur fyrr en eftir hrun og útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og aðeins sumir þeirra tekið upp leiðbeinandi reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, svo sem varðandi kynjajafnrétti og umhverfismál.70

Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 23–24, 93, 95– 97, 100, 102.

Í áliti nefndarinnar kom þó einnig fram að ýmislegt jákvætt mætti segja um fjárfestingastefnu sjóðanna og stöðu þeirra og sumir þeirra hefðu verið varfærnari en aðrir.71 Þess var getið að eignir sjóðanna sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu væru mjög miklar (112% árið 2009) og væri þetta miklu hærra hlutfall en að meðaltali í OECD-ríkjum. Þó að tekist hefði að verja eignir lífeyrissjóðanna að stórum hluta var tap þeirra engu að síður mikið eða frá 16% og upp í 21% hjá þeim sjóðum sem töpuðu mest. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga töpuðu mestu, en Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður báru einnig mikið tap. Samanlagt var meira en helmingur taps lífeyrissjóðanna hjá þessum sjóðum.72

Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 27–28.
Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar
Frímannsson 2012, 105–106.

Afleiðingar hrunsins urðu m.a. þær að allflestir lífeyrissjóðanna, sem ekki njóta ábyrgðar ríkis- eða sveitarfélaga, urðu að skerða greiðslur og áunnin lífeyrisréttindi umtalsvert næstu misseri eftir hrunið.73 Þetta hefur m.a.

Sjá m.a. http://www.visir.is/. „LV lækkar lífeyrisgreiðslur
um 10% frá júlí“. Grein birt 15. apríl 2010. – http://silfuregils.
eyjan.is/2010/04/21/uppgjor-i-lifeyrissjodunum/. Grein birt
21. apríl 2010.

leitt til endurtekinnar togstreitu á milli forystu ASÍ og samtaka opinberra starfsmanna, en í kjölfar hrunsins hækkaði ábyrgð ríkissjóðs á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna mikið á sama tíma og skerða varð réttindi á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir sjóðir nutu ekki ríkisábyrgðar.74 Lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna höfðu þó einnig tapað miklu í hruninu. Þess má þó geta að lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði höfðu hækkað lífeyri umtalsvert á árunum 2004–2007, en eftir hrun varð að taka skref í gagnstæða átt. Almennt hefur staða flestra lífeyrissjóða þó reynst sterk eftir hrunið, ekki síst í ljósi þess kerfishruns sem varð á íslenskum fjármálamarkaði, en áætlað tap þeirra eftir hrun reyndist um 20%–25% af eignum. Umtalsverðan hluta þess má rekja til breytinga á gengi íslensku krónunnar en einnig þess að ákveðið var í kjölfar hrunsins að innistæður í bönkum hefðu forgang fram yfir aðrar kröfur. Það hafði m.a. þau áhrif að eignir lífeyrissjóða í skuldabréfum gátu tapast.75

Fundargerð ársfundar Alþýðusambands Íslands 2008, 22. –
Samkvæmt frásögn Gylfa Arnbjörnssonar 2010.
Sjá Hrafn Magnússon 2010, 25. – Gylfi Arnbjörnsson 2012.

Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna

Mér er minnisstætt, til dæmis um þetta, að kona sem flutti nýlega til Reykjavíkur utan af landi og atvinnurekandinn hafði greitt fyrir í tvær vikur í sjúkrasjóðinn – hún fékk greitt í þrjá eða fjóra mánuði úr sjóðnum vegna veikinda. Og hún fékk líka greiðslur vegna þriggja barna því að sjóðurinn greiðir fyrir hvert barn innan 18 ára á framfæri viðkomandi 6% af almennum taxta verkafólks.76 (Ragna Bergmann, þáverandi formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, árið 1993)

Vinnan XLIII (1993), 6.–7. tbl., 18.

Sjúkrasjóðir hafa verið mikilvægur þáttur í starfi allra verkalýðsfélaga um árabil og margir þeirra, eða sambærilegir sjóðir, urðu snemma til í sögu verkalýðshreyfingarinnar, eins og drepið hefur verið á í fyrra bindi þessa verks. Hluti félagsgjalda rann þá í sjóðina. Eftir miðja 20. öld voru ákvæði um sjúkrasjóði smám saman tekin inn kjarasamninga hjá verkalýðsfélögunum, t.d. hjá ellefu iðnaðarmannafélögum árið 1955 og var þá ákveðið að 1% af launum ætti að renna til sjóðanna.77 Almennu verkalýðsfélögin fengu 1% meiri launahækkun en ekki ákvæði um sjúkrasjóð. Mörg þeirra sömdu þó um þessa kröfu í kjarasamningum árið 1961 eftir harða baráttu og „heljarátök“, að sögn Halldórs Björnssonar, formanns Dagsbrúnar. Þá var einnig deilt um yfirráð yfir sjúkrasjóðunum, þ.e. hvernig stjórnir þeirra ættu að vera skipaðar, en verkalýðsfélögin, einkum Dagsbrún, lögðu ríka áherslu á að hafa yfirráð yfir sjóðunum, sem þeim og tókst.78 Meginrökin fyrir stofnun sjúkrasjóðanna voru þau að opinberir starfsmenn hefðu meiri veikindarétt en almennir launþegar.79

Friðrik G. Olgeirsson 2010, 128–129. – Benedikt Davíðsson,
viðtal 2007.
Sigurgestur Guðjónsson 1960, 19. – Vinnan XVIII (1961),
4.–7. tbl., 10. – Viðtal. Halldór Björnsson 2007.
Morgunblaðið 17. apríl 2003, 11.

Hlutverk sjóðanna hefur ávallt verið að greiða fólki tekjutap vegna veikinda eða slysa eftir að samningsbundnum greiðslum frá atvinnurekanda er lokið. Sjóðirnir hafa greitt dagpeninga vegna veikinda og slysa, einnig sjúkrakostnað, kostnað vegna sjúkraþjálfunar og ferðir vegna lækninga. Ákvæði um sjúkrasjóði voru lögfest árið 1980 með lögum um starfskjör og voru þá stofnaðir sjúkrasjóðir hjá þeim félögum sem ekki höfðu þegar gert það.80 Þessi lagasetning hafði þó lítil áhrif á sjóði verkafólks og iðnaðarmanna, en VR og önnur félög verslunarmanna höfðu ekki verið með ákvæði í sínum samningum um sjúkrasjóði en þess í stað allt að sex mánaða veikindarétt á fullum launum. Með setningu þessara laga fengu verslunarmenn þessi réttindi án þess að þurfa að gefa eftir langan veikindarétt.81

Stjórnartíðindi 1980 A, 273–274.
Samkvæmt upplýsingum Gylfa Arnbjörnssonar 2010. –
55–56, 63.

Samhliða því að sjóðirnir efldust varð stuðningur þeirra fjölþættari. Til dæmis var farið að styðja konur vegna veikinda á meðgöngu, sem og fólk sem fór í áfengismeðferð, veita styrki vegna veikinda maka og barna, og vegna læknisaðgerða erlendis og sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, gleraugna o.s.frv. Segja má að greiðslur sjúkrasjóðanna hafi að sumu leyti komið í stað bóta frá Tryggingastofnun.82 Samkvæmt athugun sem var gerð á starfsemi sjúkrasjóðanna hjá ASÍ árið 1990 kom í ljós að skilyrði fyrir bótagreiðslum og hvers konar stuðningi sem sjóðirnir veittu voru mismunandi. Víða var þess t.d. krafist að fólk væri fullgildir félagar í viðkomandi verkalýðsfélagi, ekki nægði að hafa greitt til viðkomandi félags og sjóðs.83 Þessu var þó breytt smám saman. Þegar árið 1988 var samþykkt breyting á lögum ASÍ þess efnis að áunnin réttindi í sjúkrasjóði eins verkalýðsfélags giltu einnig þótt viðkomandi greiðandi flytti sig um set og færi til starfa á félagssvæði annars félags, þó ekki fyrr en að liðnum einum mánuði.84 Þing ASÍ hvatti til þess árið 1992 að réttindi á milli sjóða væru samræmd og enn fjórum árum síðar voru þessi mál til umræðu. Þá var lögum aftur breytt þannig að öllum aðildarfélögum ASÍ var gert skylt að setja sjúkrasjóði viðkomandi félags reglugerð og hún varð að fá staðfestingu viðkomandi landssambands og miðstjórnar ASÍ; miðstjórnin átti síðan að hafa hliðsjón af viðmiðunarreglum sem sambandsstjórn samþykkti.85 Lögum ASÍ var svo breytt þannig árið 2005 að sjúkrasjóðir allra aðildarfélaga Alþýðusambandsins yrðu að tryggja félagsmönnum ákveðin lágmarksréttindi. Þar á meðal voru dagpeningar vegna veikinda og slysa í 120 daga, dagpeningar vegna langveikra barna og vegna alvarlegra veikinda maka.86 Samhliða bótagreiðslum til félaga í verkalýðshreyfingunni fjárfestu sjúkrasjóðirnir einnig í húsnæði og áttu iðulega, að hluta til eða að öllu leyti, húseignir sumra verkalýðsfélaga.

Morgunblaðið 17. apríl 2003, 11.
Fréttabréf ASÍ, 1. ágúst 1990, 3–4.
Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 36. sambandsþing 1988, 47.
Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 37. sambandsþing 1992, 94.
Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands. 37. sambandsþing 1996,
99.
Lög Alþýðusambands Íslands og reglugerðir 2005, 13–14. –

Erindi til félaga frá Dagsbrún árið 1969 þar sem þeir eru hvattir til að greiða árgjald, enda eigi aðeins skuldlausir félagar rétt á atvinnuleysisbótum og bótum úr Styrktarsjóði Dagsbrúnar.

Vörður

  • 1955 Ellefu iðnaðarmannafélög semja um sjúkrasjóði árið 1955.
  • 1961 Almennu verkalýðsfélögin semja um ákvæði um sjúkrasjóð.
  • 1969 Samið um að stofna lífeyrissjóði fyrir almennt launafólk.
  • 1973 Samband almennra lífeyrissjóða stofnað.
  • 1974 Lög um skylduaðild allra launamanna að lífeyrissjóðum.
  • 1980 Lög um aðild allra á vinnumarkaði að lífeyrissjóðum.
  • 1980 Ákvæði um sjúkrasjóði lögfest.
  • 1987–1990 Farið að greiða iðgjöld í lífeyrissjóði af öllum launum.
  • 1995 Gerður nýr samningur á milli félaga innan ASÍ og atvinnurekenda um lífeyrismál.
  • 1997 Ný lög um starfsemi lífeyrissjóða og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.
  • 1998 Lífeyrissjóðakerfi opinberra starfsmanna breytt og komið á uppsöfnunarkerfi, svipað og hjá almennum launþegum.
  • 1998 Landssamtök lífeyrissjóða stofnuð.
  • 2004 Samið um að hækka framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóðina.
  • 2008 Starfsendurhæfingarsjóði komið á laggirnar.
  • 2011 Úttekt gerð á stöðu lífeyrissjóðanna eftir hrunið.

Næsti kafli

Fræðslu- og menningarmál